Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Agatha Mist Atla-dóttir er á Lista- braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún er 18 ára Keflvíkingur sem stefnir á það að fara sem Aupair til Banda- ríkjanna eftir áramót. Hennar helstu áhugamál eru vinirnir, fjölskyldan og að njóta lífsins. Hún vinnur á Langbest með skólanum og það sem henni finnst skemmti- legast við skólann eru böllin og krakkarnir. Agatha er FS-ingur vikunnar hjá Víkurfréttum að þessu sinni. Af hverju valdir þú FS? Út af Listabrautinni. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mætti vera örlítið meira. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Planið er að fara út sem Aupair til Ameríku í mars og vera í ár og klára svo skólann þegar ég kem heim, svo sé ég bara til hvað ég vil gera eftir það. Hvar heldurðu þig í eyðum og frímínútum? Niðri í matsal eða fer heim að kúra. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Nei, keypti mér kort í ræktinni en er ekkert svaka dugleg að mæta. Hvað borðar þú í morgunmat? Ekkert. Er yfirleitt að flýta mér svo mikið og hef því ekki tíma til að borða. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Eyþór Eyjólfs verður frægur listamaður, pottþétt! Hvað fær þig til að hlæja? Nánustu vinirnir og sérstaklega þá hún Kristín Bryndís mín. Hvað er heitasta parið í skólanum? Ætli það séu ekki bara Bjarki og Lovísa þau eru alltaf að gera svo skemmtilega hluti. Hvert fara FS-ingar í hádegismat? Ekki hugmynd, það er alla vega ekki mikið af þeim í matsalnum. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir: Jersey Shore, Dexter, Pretty little liars, 90210 og American horror story. Vefsíður: Það er Facebook. Flík: Kósy PINK fötin mín sem ég fer alltaf í um leið og ég er búin í skólanum, meika ekki að vera í gallabuxum allan daginn. Skyndibiti: Serrano, mætti alveg vera líka í Keflavík. Kennari: Íris Jónsdóttir, er bara yndisleg. Fag: Þessa önnina er það stærðfræði, gengur best í henni núna, ótrúlegt en satt. Tónlistin: Fer rosa mikið eftir hvernig skapi ég er í en: Bon Iver, Pink Floyd, Bubbi, Ásgeir Trausti, Hjálmar og Frank Ocean m.a. Hlusta á svo mikið og gæti haldið endalaust áfram að telja upp. Hvað fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Smá vandræðalegt en ég elska hnetusmjör! Borða það með skeið þegar ég hef það kósy og horfi á þætti. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Þórdís Elsa Þorleifsdóttir er þessa vikuna í UNG. Hún er í 9. bekk í Heiðar- skóla. Dans og stjörnufræði eru áhugamál hennar og hún væri til í að verða stjörnufræðingur eða eitt- hvað slíkt í framtíðinni. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer oftast á æfingar eða er með vinkonum mínum. Hver eru áhugamál þín? Dans og stjörnufræði eru áhugamálin mín. Uppáhalds fag í skólanum? Náttúrufræði og samfélags- fræði er skemmtilegast. En leiðinlegasta? Íslenska er leiðinlegasta fagið. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingasalat er í uppáhaldi. En drykkur? Jarðarberjasvali er besti drykkurinn. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Rapparann Macklemore. Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að geta ferðast hvert sem ég vil með einum smelli. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Örugglega eitthvað sem teng- ist stjörnufræði og geimnum. Hver er frægastur í símanum þínum? Marvin Þrastarson (marvinhot). Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Amma mín er merkilegust. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Örugglega fara inn í strákaklefann hahaha Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Bara svona frekar venjulegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég er traust. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Kanye West - To The World ft. R.Kelly myndi lýsa mér best. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends myndi lýsa mér best. Í hvaða bekk og skóla ertu í? Ég er í 9. bekk og í Heiðarskóla. Besta Bíómynd? Forrest Gump, get horft á hana 100+. Sjónvarpsþáttur? Grey's Anatomy er uppáhalds þátturinn Tónlistarmaður/Hljómsveit? Macklemore fær þann heiður. Leikari/Leikkona? Mila Kunis er upp- áhalds leikkonan. Fatabúð? Klárlega Forever21. Vefsíða? tumblr.com Væri til í að geta ferðast með einu smelli n Þórdís Elsa ÞorlEifsdóTTir // UNG UmSjón: PáLL oRRI PáLSSon • PoP@VF.IS Meika ekki að vera í gallabuxuM allan daginn sKÓLaR Nemendaráðgjafar Holtaskóla stóðu fyrir skrúðgöngu á baráttudegi gegn einelti, fimmtudaginn 8. nóvem- ber. Skrúðgangan var undir stjórn yfirskrúðgöngumeistara, Kjartans Mássonar. Styrmir Barkarson sá um trommuslátt ásamt Georg og Skafta, nemendum úr 3. bekk. Að lokinni skrúðgöngu mynduðu nemendur og starfsfólk vinahring utan um skólann. Lögreglan veitti dygga aðstoð og tók fúslega þátt í göngunni til stuðnings baráttunni. Nemendaráðgjafar munu áfram vinna gegn einelti, stuðla að jákvæðum samskiptum og jákvæðum skólabrag í Holtaskóla. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf armbönd með yfir- skriftinni - jákvæð samskipti. Nú eru komnar niðurstöður úr sam-ræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk. Niðurstöður þeirra benda til þess að skólinn sé á hárréttri leið að settu markmiði. Prófin veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda, og nýtast skólanum í áframhaldandi vinnu í íslensku, ensku og stærðfræði en það eru einu greinarnar sem prófað er úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Undanfarin ár hefur frammistaða nem- enda á samræmdum prófum farið batn- andi enda hefur skólinn markvisst nýtt niðurstöður þeirra og þær verið leiðbein- andi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur eins og þeim er ætlað. Í fjórða bekk er skólinn langt yfir lands- meðaltali í stærðfræði. Sjöundi bekkur er á réttri leið en eru heldur sterkari í stærðfræði. Tíundi bekkur er langt yfir landsmeðaltali í ensku, við landsmeðaltal í íslensku og stutt er í land í stærðfræði. Þessar ánægjulegu niðurstöður eru af- rakstur góðrar samvinnu nemenda, kenn- ara og foreldra, segir Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla. Holtaskóli gegn einelti Ánægjulegar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í stóru-Vogaskóla verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu í grindavík Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að mennta-og menn-ingarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofn- anir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu 16. nóvember ár hvert. Hátíðardagskrá og afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls er einnig haldin í því sveitarfélagi. Í ár verður Katrín Jak- obsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Grindavík. Verðlaunahátíðin verður í Kvikunni, auðlinda- og menningar- húsi Grindavíkur. Íslendingar hafa verið hvattir til að draga íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu. Laug til nafns Tæplega tvítugur öku-maður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir of hraðan akstur á Reykja- nesbraut um helgina laug til nafns þegar lögregla ræddi við hann. Ökumaðurinn, nítján ára stúlka, ók á 132 kílómetra hraða á Reykja- nesbraut, þar sem hámarks- hraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hún var ekki með skilríki en sagði til nafns, sem reyndist vera nafn jafnöldru hennar. Stúlkan á yfir höfði sér kæru fyrir rangar sakargiftir og skjalafals, auk umferðarlagabrots. Auk ofangreinds ökumanns hefur lögreglan á Suðurnesjum á undanförnum dögum stöðvað tíu ökumenn sem allir óku of hratt. Einn til viðbótar ók sviptur ökuréttindum og annar með útrunnið ökuskírteini. FRÉttIR Lögreglan á Suður-nesjum hefur á undan- förnum dögum handtekið tvo fíkniefnasala og haldlagt umtalsvert magn kannabisefna. Í húsleit, sem gerð var í íbúðarhús- næði í Reykjanesbæ fannst poki með kannabisefnum í loftljósi í stofunni. Talsvert var af umbúðum utan af kannabisefnum á stofu- borðinu. Fíkniefnaleitar- hundur lögreglunnar fann svo til viðbótar tuttugu poka með kannabisefnum í stigagangi hússins. Félagi mannsins hafði dag- inn áður verið handtekinn með kannabisefni í níu sölupakkningum á sér. Við húsleit í það skiptið fannst kannabis út um alla íbúð, ásamt kannabisfræjum. Það var í annað skipti á skömmum tíma sem sá var tekinn vegna fíkniefnasölu, því áður hafði lögregla gert húsleit hjá honum og þá fundust um 100 grömm af kannabisefnum, ýmist í söluumbúðum eða stærri pokum, auk lítillar vogar. Með kannabis í ljósakrónu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.