Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Side 10

Víkurfréttir - 15.11.2012, Side 10
fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Síðastliðið vor var fjárfest- ingaráætlun ríkisstjórnar- innar kynnt. Markmiðin með henni eru margþætt en fyrst og fremst er henni ætlað að sporna gegn atvinnuleysi og stuðla að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu sem um leið hefur jákvæð áhrif á hagvöxt. Fjárfestingaráætl- unin er fjármögnuð með nýju veiði- leyfagjaldi og arði af eignarhlutum í bönkunum. Í fjárlagafrumvarpinu sem ég mælti fyrir í september sl. er upphæð veiði- leyfagjaldsins að finna en tilgreint að áætlaður arður af eignarhlutum í bönkunum kæmi með breytingar- tillögum við 2. umræðu fjárlaga þar sem óljóst væri hversu miklar tekjur fengjust vegna arðgreiðslna. Nú er niðurstaðan fengin og ljóst að fjárfest verður fyrir 4,2 milljarða króna sem koma með veiðileyfagjaldi og fyrir 6,1 milljarð króna sem koma með arði frá bönkunum. Helstu verkefnin eru miklar samgöngubætur á lands- byggðinni ásamt nýrri Vest- mannaeyjaferju og rann- sóknum og framkvæmdum við Landeyjarhöfn, fangelsi á Hólmsheiði og myndar- legur stuðningur við húsa- friðun. Hús íslenskra fræða rís í Reykjavík og umtals- verðir fjármunir verða veittir til upp- byggingar ferðamannastaða og inn- viða þjóðgarða og friðlýstra svæða. Kirkjubæjarstofa verður byggð og hefst bygging hennar á næsta ári og sóknaráætlun landshluta efld. Við- haldsverkefnum á byggingum í eigu ríkisins verður fjölgað. Öll þessi verk skipta verulegu máli fyrir byggðirnar sem þeirra munu njóta og styrkja innviði samfélagsins svo um munar. Með fjárfestingaráætluninni er há- skóla- og atvinnulíf framtíðarinnar jafnframt stóreflt með auknu fé til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunar- sjóðs ásamt sérstökum áhersluvið- miðum stjórnvalda í vísinda- og atvinnumálum. Græna hagkerfið verður styrkt og einnig skapandi greinar, s.s. Kvikmyndasjóður og verkefnasjóðir fyrir myndlist, bók- menntir, hönnun og tónlist. Einnig verða teknar upp endurgreiðslur kostnaðar fyrirtækja vegna fjár- festinga, rannsóknar og þróunar sem draga úr neikvæðum umhverfisá- hrifum af starfsemi þeirra og stuðlað er að vistvænum innkaupum. Vegna skuldsetningar hefur ríkis- sjóður ekki getað ráðist í fjárfestingar svo heitið geti eftir hrun. Nú þegar færi gefst með arði af náttúruauð- lindum og eignarhlutum í bönkum er ráðist í verk sem styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Fjárfest- ingaráætlunin er liður í nýrri sókn fram á veginn eftir efnahagsáfallið. Hún er metnaðarfull og framsækin, skapandi og græn. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar Á undanförnum árum hef ég verið óvæginn í gagn- rýni minni á ýmis mál er snerta nærsamfélag mitt á Suðurnesjum. Það hefur verið skoðun mín, að opin umræða um mál sem snúast um hagsmuni almennings, væri af hinu góða. Að hver og einn geti myndað sér skoðun, og jafnvel lagt sitt af mörkum til lausnar. Gagnrýni mín hefur verið sett fram af góðum hug; varnaðarorð, þegar mér hefur sýnst gengið gegn hagsmunum heildarinnar, en jafn- framt bent á aðrar og raunhæfari lausnir. Nægir hér að nefna málefni Hitaveitu Suðurnesja, Eignarhalds- félagsins Fasteignar, og svo nú síðast málefni Hjúkrunarheimilis að Nes- völlum. Það fylgir því mikil ábyrgð, að bjóða sig fram til þingsetu í jafn stóru kjör- dæmi og Suðurkjördæmi. Eitt helsta einkenni kjördæmisins er litrík flóra atvinnugreina; ólíkar áherslur í at- vinnulífi. Hins vegar er lítil áherslu- breyting þegar kemur að mikilvægum þjónustuþáttum eins og heilbrigðis- málum, samgöngum og löggæslu. En mikilvægust, nú um stundir, eru atvinnumálin, sem hljóta að verða í algjörum forgangi hjá hverjum ein- asta frambjóðanda, sem vill láta taka sig alvarlega. Miklar skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja munu setja framtíðar- horfum um vöxt einkaneyslu og fjár- festingar miklar skorður, og um leið hefta hagvöxt hér á landi á næstu árum. Það ætti því að vera öllum ljóst að afnám verðtryggingar, sem er meginástæða mikillar skuldsetningar, er brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Sú áþján, sem fylgir verðtryggingunni, verður ekki kveðin í kútinn nema með samstöðu þvert á flokka og hagsmunasamtök. Það verður mitt aðal baráttumál. Fyrir rúmlega þrjátíu árum gerði Vilmundur heitinn Gylfason að umræðuefni merki jafnaðarmanna, hnefann og rósina. Hann sagði: “Merki okkar jafnaðarmanna er hnefi og rós. Hnefinn táknar afl, rósin feg- urð. Kannski finnst ykkur að hnefinn skipi of mikið rúm í málflutningi okkar, að rósin, fegurðin, komist ekki að sem skyldi. Mér finnst þetta stundum sjálfum. En við erum þjóð í vanda, við hverfum ekki frá efnahags- legri óstjórn, siðferðilegri upplausn, við komum ekki umbótum okkar í gegn nema að við setjum hnefann í borðið. Hnefinn og rósin eru hvort öðru háð. Við trúum því að aukist afl okkar þá verði meira rúm fyrir rósina, meira rúm fyrir fegurðina í íslensku þjóðfélagi”. Það er mín skoðun, að það sé komið að tíma rósarinnar; rósar allra heim- ila í landinu. Það þarf að skapa þeim skilyrði til að njóta fegurðar eftir erfiðleika síðustu ára. Það er fyrir því sem ég vil berjast, þess vegna hef ég boðið mig fram og bið um stuðning í 3. sæti í flokksvali Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson n hannes friðriksson skrifar: Hnefinn og og rósin n oddný harðardóttir skrifar: Fjárfestingaráætlun – hagfelld, skapandi og græn vf@vf.isPÓSTKASSINN Fórnarkostnaður lítillar þjóðar við að halda úti sjálf- stæðum gjaldmiðli er afar hár. Beinn kostnaður vegna viðvarandi hærri vaxta hleypur á tugum milljarða á ári. Milljarða kostnaður fellur á heimili og fyrirtæki ár hvert, þegar allt leikur í lyndi, en við fall gjaldmiðils í kreppu margafaldast kostnaðurinn við krónuna og kemur fram á mörgum sviðum. Lánin hækka, matur og elds- neyti einnig og almennt dregur úr kaupmætti fólks. Samfylkingin hefur einn flokka svarað því hvert hún stefnir í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar og lagt fram skýra stefnu í gjald- miðils- og peningamálum landsins til lengri tíma litið. Aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af því er okkar markmið og eini sjáanlegi val- kosturinn við núverandi stöðu. Hins vegar þarf Samfylkingin eins og aðrir flokkar að leggja fram til- lögur um skammtímaaðgerðir til að verja húsnæðislán heimilanna fram að upptöku evru. Ein slík aðgerð gæti verið að festa mögulega hækkun neysluverðsvísitölu veittra lána á ári t.d. við tiltekna prósentu, hvort sem það er 2 eða 3% svo dæmi sé tekið. Með slíku þaki á verðtrygg- ingu yrði kostnaði við verð- lagsbreytingar skipt af sann- girni á milli lánveitenda og skuldara. Stærstu álitaefnin í aðildar- viðræðunum við Evrópu- sambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfir- ráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnar- svæði. Einnig að skapa landbúnað- inum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta minni tollvernd og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari viðfangs vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES- samninginn. Verðtryggð króna í höftum og sí- felldri verðmætarýrnun er val- kosturinn við upptöku evru. Einhliða upptaka annarra þjóða mynta hefur alltaf verið slegin út af borðinu. Enda fylgja því margvíslegar og meiriháttar skuldbindingar að hleypa einu sam- félagi inn á myntsvæði annars. Afnám verðtryggingar og viðvarandi lágir vextir eru ekki einu kostirnir við að kasta krónunni og taka upp traustan og stöðugan gjaldmiðil. Þeir felast ekki síður í því að byggja upp trausta og stöðuga umgjörð efnahags- mála. Öfluga umgjörð sem bindur endi á tímabil öfgakenndra sveiflna liðinna áratuga. Þær sveiflur hafa þýtt eignaupptöku og kaupmáttarrýrnun hjá almennu launafólki en ábata fyrir útflutningsgreinarnar. Umsóknin um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu er að mínu mati mikilvægasta ákvörðun Alþingis í utanríkismálum um áratugaskeið. Aðildarumsóknin er einstakt tæki- færi til að komast út úr því samfélagi hafta og sérhagsmuna sem lengi hefur verið til staðar á Íslandi. Aðildin er ekki síður rækileg tiltekt eftir margra áratuga óstöðugleika í gjaldmiðils- og efnahagsmálum. Því er til mikils vinnandi að umræðan um aðild sé málefnaleg og hófstillt. Hún hefur einkennst af hræðslu- áróðri og heimsendaspámennsku sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Við höfum í tæpa tvo áratugi verið auka-aðilar að Evrópusambandinu án nokkurra áhrifa á störf þess né möguleika á að taka þátt í því sem mestu skiptir fyrir litla þjóð við nyrsta haf; gjaldmiðilssamstarfi. Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis. n BJÖrGVin G. siGUrðsson skrifar: Þak á verðtryggingu fram að upptöku evru VIÐ VERÐUM ALLTAF Í LEIÐINNI VIÐ MUNUM LÆKKA LYFJAKOSTNAÐ SUÐURNESJAMANNA AÐALFUNDUR AÍFS Akstursíþróttafélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember í félagsheimili AÍFS Eyktartröð 15 að Ásbrú. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf   Félagsmenn eru hvattir til að mæta Kv. stjórn AÍFS Sunnudaginn 18. nóvember kl. 15:00 tekur listakonan Þorbjörg Höskuldsdóttir á móti gestum í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum þar sem sýning á nýjum mál- verkum hennar stendur yfir. Sýningin sem ber titilinn Ásýnd fjarskans er fyrsta einkasýning hennar í hartnær átta ár. Þorbjörg á að baki langan og far- sælan feril sem myndlistarmaður, auk þess sem hún hefur lagt gjörva hönd á leirkerasmíði og leikmyndagerð. Verk hennar er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins, og frá 2006 hefur hún verið handhafi heiðursverðlauna frá Alþingi Íslendinga. Aðgangur að Listasafni Reykja- nesbæjar er ókeypis og heitt verður á könnunni. Þorbjörg Höskulds- dóttir með leiðsögn Miklu magni verkfæra stolið Miklu magni verkfæra var stolið úr geymslu Golf- klúbbs Vatnsleysustrandar fyrir fáeinum dögum. Sá eða þeir sem þar voru að verki brutu upp hurð geymslunnar og komust inn með þeim hætti. Ekki komu þeir þó alveg öllu því út sem þeir höfðu ætlað sér því ýmsir smáhlutir, sem þeir virtust hafa misst, lágu á gólfinu og rörtöng fyrir utan húsið. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. ÞaRFTU að aUglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.