Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Síða 15

Víkurfréttir - 15.11.2012, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 15 Ingibjörg Elva leggur skóna á hilluna Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir leikmaður Njarð- víkinga í Dom- inos-deild kvenna í körfubolta hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ástæðan mun vera þrálát meiðsli í hné sem hafa plagað hana. „Þetta var vissulega gríðarlega erfið ákvörðun en ég verð að hugsa til framtíðar varðandi mig sjálfa,“ sagði Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir í samtali við vefsíðuna Karfan.is „Ég meiddist á ökkla í leik fyrir skömmu en hef náð mér af því en þetta eru þrálát meiðsli sem ég hef verið að glíma við síðan í mars sem hafa verið að plaga mig. Þetta eru álagsmeiðsli og læknar segja þetta örvefsmyndun í hnénu,“ sagði Ingi- björg enn fremur. Þessar fréttir eru svo sannarlega enn ein blóðtakan á liði tvöfaldra meistara UMFN sem hafa núna horft á eftir nánast öllu sínu byrjunarliði síðan í fyrravetur. Ingi- björg sem 24 ára gömul mætti aftur til leiks í heimahaga í Njarðvík í fyrra eftir barnsburð. Njarðvíkingar hafa þó fengið liðs- styrk því Svava Ósk Stefánsdóttir hefur ákveðið að taka fram skóna og leika með Njarðvík í vetur. Svava Ósk er uppalin Keflvíkingur og lék síðast með Keflavík tímabilið 2009- 2010. Hún hefur eignast tvö börn undanfarin ár en ætlar að taka fram skóna á ný og leika í grænu það sem eftir lifir tímabilsins. Ásmundur Ernir valinn efnilegasti knapi ársins Mánamaðurinn efnilegi Ásmundur Ernir Snorrason var valinn efnilegasti knapi ársins 2012 á uppskeru- hátíð hestamanna sem fram fór á Broadway laugardaginn 10. nóvember síðastliðinn. Ásmundur Ernir náði mjög góðum árangri á nýliðnu keppnis- tímabili og varð m.a. í öðru sæti á Landsmótinu í sumar í ungmennaflokki. Einnig varð hann þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmótinu á Hellu og náði mjög góðum árangri á flestum mótum sem hann tók þátt í á þessu ári. SPORT LEIKSKÓLINN TJARNARSEL ATVINNA Leikskólinn Tjarnarsel óskar eftir leikskólakennara í 100% starf til a.m.k. eins árs. Hann þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. desember. Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu af starfi í leikskóla. Lögð er áhersla á fjölbreytta starfs- og kennsluhætti og megin áherslur eru á mál og læsi, lýðræði og mannréttindi, umhverfismennt og útinám. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar veitir leikskóla- og aðstoðarleik- skólastjóri Tjarnarsels og einnig má nálgast upplýsingar um leikskólann, á vefsíðunni, www.tjarnarsel.is. TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR HAUSTTÓNLEIKAR LÚÐRASVEITARINNAR Bíótónleikar Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 19:30 í Stapa, Hljómahöllinni. Fram koma yngsta-, mið- og elsta sveitin. Þema tónleikanna verður kvikmyndatónlist af ýmsum toga sem leikin verður með stiklum úr viðeigandi kvikmynd. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Skólastjóri SAMSTARF ER LYKILL AÐ ÁRANGRI Opinn fundur fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans. Icelandair Hótel Keflavík, Hafnargötu 57 16. nóvember kl. 13.00 – 17.00 Dagskrá: Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins Mannvirkjastofnunar Mannvirkjastofnunar Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri, Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI Léttar veitingar Holtsgötu 24 - 260 Reykjanesbæ Sími: 421 5010 Meistaraf lokkur karla og kvenna hjá körfu- knatt leiksdei ld Njarðvíkur notar ís lenskt fæðubótarefni án al l ra aukefna Krakkaskák æfingar eru í 88 húsinu á laugardögum og miðvikudögum og hafa gengið mjög vel. Einnig eru æfingar í báðum grunnskólum Grinda- víkur á föstudögum. Í vor fór ég í sjö skóla á Suðurnesjum í nokkur skipti. Það er mjög gaman að koma í skólana og skynja ég mikinn áhuga. Börn hafa áhuga fyrir því að tefla í skólanum, bæði strákar og stelpur og taflborðin sem skólarnir eiga eru í stöðugri notkun. Eftir nokkrar vikur sá ég að mér myndi aldrei takast að halda út að mæta í alla skólana og úr varð ákvörðun um að bjóða öllum krökkunum á einn stað og hafa það tvisvar í viku, tvo tíma í senn, samtals fjögurra tíma æfing í staðinn fyrir eina klukkustund á viku sem er auðvitað miklu markvissari skákæfing. Þarna hafa börnin tækifæri á því að hitta önnur börn úr öðrum skólum og fá miklu meiri skákþjálfun. Það eru ekki allir krakkar sem finna sig í því að mæta utan skóla án félaga sinna í markvissa skákæf- ingu. Það er frábært fyrir þá sem hafa mikinn áhuga enda er kjarni af krökkum sem mætir alltaf og nær miklum og hröðum árangri. Markmiðið er að kynna skákina fyrir flestum og gefa sem flestum tækifæri á að fá kennslu í skák og þannig getur myndast stór hópur sem teflir á mótum og þannig geta skólarnir myndað lið og gert margt skemmtilegt. Félag eldri borgara á Suðurnesjum hefur í hyggju að halda utan um skákkennlsu í ein- hverjum skólum á Suðurnesjum ásamt því að kenna börnum margt annað eins og brids og önnur spil. Mánudaginn 19. nóvember, mun ég halda fyrirlestur í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum um skákkennslu og hvet alla skólastjórnendur, kennara, for- eldra og þá sem hafa áhuga fyrir því að koma upp skákkennslu innan skólaveggjanna til þess að mæta og kynna sér málin um hvernig er hægt að ná því markmiði. Æfingar í 88 húsinu eru: Eldri hópur 9 -15 ára á laugardögum kl. 10-12 og á miðvikudögum kl.16- 18. Yngri hópur 6-8 ára á laugar- dögum kl.12:15 -13:15. Æfingar eru ókeypis og allir velkomnir. Siguringi Sigurjónsson Hvítur mátar svartan í 4 leikjum í svokölluðu ”kæfingarmáti”. Lausn: Rf7+ Kg8 Rh6+ Kh8 Dg8+ Hxg8 Rf7# Kæfing með riddaranum. Skákkennslan á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.