Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 15.11.2012, Qupperneq 16
vf.is Fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • 45. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting Gríptu tækifærið Í gegnum tíðina hafa mér verið ákaflega mislagðar hendur við að grípa tækifærin. F lest i r s tanda f r a m m i f y r i r þv í , e i n hv e r n tímann á ævinni, að hafa val um að hrökkva eða stökkva. Ákveða að taka áhættuna eða vera „pas- sívur“ og doka við. Bíða og sjá. Ef til vill sjá hvað hinir ætla að gera. Vera eins. Tækifærin liggja alls staðar. Skiptir litlu máli hvar þú ert í lífinu. Alla vega hef ég trú á því. Upplifi þau daglega og horfi á þau líða hjá. Humma hlutina fram af mér allt of lengi. Eins og hálfviti. Sé eftir því alla ævi ef ákvörðunin er röng. Að slá ekki til. Ohhhh, ég hefði átt að....! Stefnan var tekin á að klára stúdentinn. Ákveða síðan hvað gera skyldi í framhaldinu. Fram- undan frábærir tímar í háskól- anum. Að nema það sem hugur og hjarta stóð til. Stórskemmtilegt nám senn að baki í Fjölbrautaskól- anum. Sálfræðitímarnir stóðu upp úr. Konráð hafði einstakt lag á að gera námið skemmtilegt. Endalaus ritgerðarsmíð. Hægt að sökkva sér í óendanleika sálfræðinnar og lemja hugrenningarnar á ritvélina. Skreyta ritgerðirnar með myndum og tilvísunum. Einn í herberginu á Hraunsveginum. Ég ætlaði að verða kennari. Enginn vafi. Umsóknin samþykkt. Svo kom hann. Út- skriftarneminn úr Kennaraháskól- anum. Í tíma hjá okkur. Ég spjallaði við hann um kennaranámið. Bað mig alfarið að gera eitthvað annað. Launin væru ekki þess verð. Fram- tíðin óljós. Það dó eitthvað innra með mér. Sama vetur fékk ég bréf frá Golf-sambandinu. Vinsamlega beð- inn um að koma á landsliðsæfingar. Æfingarnar haldnar í íþróttahús- inu í Hagaskóla. Ég varð spenntur. Árin í Leirunni höfðu verið góð og skilað mér frábærum árangri. Ég hafði háleit markmið til framtíðar í íþróttinni sem hafði heltekið huga minn og hjarta. Endalaus vinna og æfingar. Taldi mig hafa þetta í mér. Mætti spenntur á fyrstu æfingarnar. Hvað er þetta, engar sveiflur, engar kylfur? Gekk bara út á þrekæfingar og líkamlegt puð. Skildi þetta engan veginn. Fannst ég alveg nógu þrek- inn til þess að þurfa ekki að standa í svona löguðu. Meiri vitleysan. Hætti eftir nokkrar æfingar. Hann veit nú ekkert hvað hann er að gera þessi þjálfari! Árin líða og lífið heldur áfram sinn vanagang. Ég lít til baka og innst inni hverfur hugurinn aftur í tímann og gerir upp fortíð- ina. Sáttur eða ósáttur? Allt spurn- ing um hvernig lífið hefur leikið við þig. Eitt er þó víst, að tækifærin bíða mín ennþá. Bara önnur. VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS MARTA EIRÍKSDÓTTIR Æskuminningarúr bítlabænum Keflavík Mei míbeibísitt? Geggjuð bók! Lífleg og hnitm iðuð frásögn. - Þorsteinn Eggertsson VÍKURFRÉTTIR EHF. 2012 MARTA EIRÍKSDÓTTIR M ei m í beibísitt? Mei mí beibísitt?er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún bjó. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin. Höfundur bókarinnar, Keflvíkingurinn Marta Eiríksdóttir, er vel þekkt fyrir öflugt námskeiðahald á vegum Púlsins en einnig fyrir jákvæð og skemmtileg viðtöl, sem birst hafa eftir hana í Víkurfréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beibísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta bók Mörtu Becoming Goddess – Embracing Your Power! kom út á ensku, á vegum Balboa Press, deild innan Hay House í Bandaríkjunum sumarið 2012. Bókakynning Marta Eiríksdóttir les í fyrsta sinn opinberlega upp úr nýrri bók sinni Mei mí beibísitt? á göngugötunni í Kjarna, Flughóteli Keflavík laugardaginn 17. nóvember frá kl. 15:00 - 17:00. Marta gefur bókina út í samvinnu við Víkurfréttir. Höfundur áritar bókina fyrir þá sem vilja tryggja sér eintak fyrir jól! - Tónlistaratriði - Léttar veitingar og fleira skemmtilegt á dagskrá. Okkur þætti vænt um að sjá þig! Marta og Víkurfréttir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.