Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.2013, Side 8

Víkurfréttir - 21.11.2013, Side 8
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR8 Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – KADECO Auglýsir Óskað er eftir tilboðum í verkið „Bygging 2045 – Niðurrif og brottflutningur“. Bygging nr. 2045 er um 350 m² stálgrindarskemma á steyptum sökkli. Verktaki skal rífa og fjarlægja bygginguna fyrir 9. febrúar 2014. Bjóðendum er heimilt að nýta það sem þeir telja heillegt af byggingarefni svo sem stálbita og ása o.fl. Verkkaupi tekur þó enga ábyrgð á gæðum efnisins. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000, (aðeins á geisladiski) og er hægt að kaupa þau á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13 230 Reykjanesbæ. Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, eigi síðar en mánudaginn 9. desember 2013 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum bjóðendum. Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Við hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um! Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: • Sérkennslustjóra í hlutastarf • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu stuðningsfulltrúa frá áramótum. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn. Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.skolar.is Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Okkar ástkæra Sigríður Halla Einarsdóttir, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 17. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Ytri- Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Auður Ingvarsdóttir Hildur Inbarsdóttir Björg Ingvarsóttir Rósa Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Snorri Gestsson Leifur V. Eiríksson Snæbjörn Sigurðsson Ólafur Björnsson Alþjóðlega líftæknifyrir-tækið Algalif er að setjast að á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrir- tækið hefur þróað fæðubótarefni úr þörungum. Fjárfesting fyrir- tækisins á næstu árum verður um 2,2 milljarðar króna. Stærstur hluti starfseminnar verður settur upp á næsta ári og hluti fram- leiðslunnar hefst einnig þá. Gert er ráð fyrir að 20-25 manns muni vinna við framleiðsluna en stór hluti þeirra starfa eru hámenntuð störf. Stærstur hluti fjárfestingar- innar er í tækjum og búnaði, auk þróunarkostnaðar. Leigja hús af Kadeco Algalif mun koma sér fyrir í hús- næði á iðnaðarsvæðinu á Ásbrú en þar hefur fyrirtækið mikla stækk- unarmöguleika. Fyrirtækið leigir húsnæði á Þróunarfélagi Kefla- víkurflugvallar, Kadeco. Aðstæður á Ásbrú eru ákjósan- legar fyrir uppbyggingu líftækni- fyrirtækja. Nauðsynlegt aðgengi að vatni og orku er til staðar. Hér er einnig auðveldara að forð- ast mengun heldur en í löndum þar sem hitastig fer yfir 25 gráður á sumrin. Þá skiptir nálægð við Keflavíkurflugvöll miklu máli. Nú er unnið að fjárfestingasamningi milli Algalif og íslenska ríkisins og eru þeir samningar að komast í höfn. „Það hefur verið rætt mikið um fjölbreytta nýtingu á íslenskri umhverfisvænni orku og í okkar uppbyggingu á Ásbrú hefur verið horft til þessa. Hjá Keili hefur verið byggt upp nám í orkutæknifræði og jafnframt höfum við byggt upp flotta rannsóknarstofu sem er m.a. grunnur að því að draga svona starfsemi inn á svæðið,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar, Kadeco, í samtali við Víkurfréttir. Kjartan segir að hjá Kadeco hafi orkunotkun við ræktun verið til skoðunar og þá sérstaklega há- virðisræktun. Þar sé horft til dýrari grænmetistegunda og t.d. þess sem ORF Líftækni sé að gera í Grinda- vík með sérhæfðu góðurhúsi í framleiðslu á hávirðis vöru. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur verið í viðræðum við Alga- lif í nokkuð langan tíma um upp- byggingu framleiðslunnar hér en fyrirtækið hefur verið að skoða að- stöðu bæði erlendis og á nokkrum stöðum hér á landi. Kjartan segir að Algalif sé í raun að sækja í það samfélag sem byggt hafi verið upp á Ásbrú á undanförnum árum og það nýtist fyrirtækinu vel. Líftæknifyrirtæki með 20-25 störf sest að á Ásbrú Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt sam- hljóða að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning þess að Sveitar- félagið Garður sæki rétt sinn til þess að innheimta fasteignaskatt af mannvirkjum innan sveitar- félagsins á fyrrum varnarsvæði við Helguvík. Ásbjörn Jónsson hæstaréttarlög- maður mætti á fund bæjarráðs á dögunum og fór yfir lög og reglur sem ná yfir fyrrum varnarsvæði við Helguvík, en á því svæði sem nú er skilgreint sem öryggissvæði eru olíubirgðatankar sem a.m.k. að hluta til eru nýttir til borgaralegra nota af olíufélögum. Mannvirki á þannig skilgreindum svæðum hafa ekki verið metin í fasteignamati og því ekki verið innheimtir af þeim fasteignaskattar. Garðmenn undirbúa innheimtu fasteignagjalda í Helguvík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.