Víkurfréttir - 21.11.2013, Qupperneq 22
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR22
Örvar Þór
Kristjánsson
Eiður Smári. . Er
eitthvað annað
hægt en að hafa
orðið hálf klökkur eftir viðtalið
við hann. Hvílíkur leikmaður,
hvílíkur ferill! Tilfinningarnar
báru hann ofurliði áðan sem
sýnir bara svart á hvítu hversu
magnaður karakter hann er...
Takk fyrir allt Eiður
Lauga Sidda
Hérna var litið um
svefn í nótt sökum
þruma og eldinga...
Og svo allt à floti
í morgun held a það hafi bara
aldrei àður rignt 3 daga í röð í
Bahrain
Tómas J. Knúts-
son
Þetta eilífðar smá-
blóm verður að rísa
upp núna og verða
að stórum kaktus sem Króat-
arnir stinga sig á og það illilega,
koma svo strákar!
Nilla Einarsdóttir
Hefur einhver vina
minna keyrt Reykja-
nesbrautina síðustu
tvo tímana? Er á
litlum Yaris og er að velta fyrir
mér hvort leggja skuli í langferð
í dag???
Guðlaugur Helgi
SIgurjónsson
Hey RUV... Þið
megið slíta út-
sendingu þegar
aðrir fagna... Ekki þegar Ísland
fagnar..
Geirþrúður Ósk
Geirsdóttir
Slurkar í sig latte
með piparkökusý-
rópi — feeling won-
derful. :)
Magnea Smára-
dóttir
2 stórar skálar að
brauði farnar ofan í
smáfuglana, verður
keypt smáfuglamatur í næstu
búðarferð
Biggi Möller
Elska Stærðfræði —
feeling accomplis-
hed.
Bryndís María
Leifsdóttir
Fyrsti landsleikurinn
sem ég fer á, hann
er orðinn legendary
og ekki byrjaður - áfram Ísland,
þvílík stemning!
-íþróttir pósturu eythor@vf.is -molar
VIKAN Á
VEFNUM
Suðurnejamenn láta ekki
sitt eftir liggja á samfélags-
miðlunum. Við á Víkur-
féttum munum framvegis
birta það helsta sem ber á
góma á Facebook og Twitter
hjá Suðurnesjamönnum.
Gunnar Ólafsson bakvörður Keflvíkinga í Dom-ino´s deildinni mun líkt og Elvar Már Njarð-
víkingur leika í háskólaboltanum í Bandaríkjunum
á næsta ári. Ekki nóg með það, heldur mun Gunnar
leika í St. Francis skólanum sem er í New York, en
Elvar mun spila með skóla þar í borg. Liðin eru ná-
grannalið og er mikill rígur milli skólanna.
„Ég hef alltaf hugsað að ef tækifærið kæmi að fá að
spila háskólabolta þá myndi ég nýta það. Þetta er
búið að vera markmið hjá mér seinustu tvö til þrjú ár
að komast út í skóla þannig að þetta er bara snilld,“
sagði Gunnar í samtali við vefsíðuna Karfan.is „Þetta
er frekar lítill skóli sem mér líst bara vel á. Aðstaðan
þarna er mjög góð og fólkið sem ég hitti þegar ég fór
út var frábært. Svo skemmir ekki staðsetningin fyrir.“
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er á leið á há-
skólaboltann í Bandaríkjunum
næsta haust. Nú er það orðið ljóst
að Elvar mun leika með Long Isl-
and University (LIU) skólanum í
Brooklynhverfi New York borgar,
en skólinn leikur í efstu deild há-
skólaboltans. Elvar kom heim í
dag eftir heimsókn til Bandaríkj-
anna og gekk frá samingum við
skólann nú fyrir stundu.
Elvar sagðist í samtali við Víkur-
fréttir vera í skýjunum enda hafi það
verið draumur hans lengi að spila í
háskólaboltanum vestanhafs. Elvar
segir að skólinn hafi verið að leitast
eftir leikstjórnanda en sá sem leikur
þá stöðu með skólanum fyrir er nú
að útskrifast. Sá leikstjórnandi var
með flestar stoðsendingar allra í há-
skólaboltanum í fyrra og Elvar hefur
því stóra skó að fylla. „Þeim fannst ég vera svipaður
leikmaður og hann. Þeir sáu myndband með mér og
buðu mér í raun skólastyrk strax í kjölfarið,“ sagði
Elvar en þjálfari annars skóla sem kom til Íslands til
þess að fylgjast með Elvari benti Long Island skólanum
á Njarðvíkinginn unga.
Í skólanum eru 10.000 nemendur og er mikil hefð fyrir
körfubolta í skólanum. Síðustu þrjú ár hefur skólinn
komist í úrslitakeppni háskólaboltans (March Mad-
ness) og mætt þar öflugum liðum á borð við North
Carolina og Michigan State. „Ég er ofsalega ánægður
með þetta. Ég tel að þetta eigi eftir að henta mér vel
þar sem þeir spila evrópskan körfubolta, sem er mjög
hraður. Aðstaðan er líka til fyrirmyndar í skólanum.“
Aðrir skólar voru búnir að vera inni
í myndinni en það gekk ekki alveg
upp. Long Island skólinn bauð Elv-
ari fullan skólastyrk eftir að hafa séð
svipmyndir frá leik hans hér heima
í Domino´s deildinni eins og áður
segir. Njarðvíkingurinn og fyrrum
New York-búinn Brenton Birm-
ingham var Elvari innan handar
en hann aðstoðaði mikið í ferlinu.
„Þetta er bara atvinnumennska í
raun og veru. Íþróttahúsið er opið
hvenær sem er ef maður vill æfa.“
Elvar hefur verið þekktur fyrir að
æfa vel og mikið. Hann sér þarna
tækifæri til þess til þess að koma
leik sínum á næsta stig.
„Þetta leggst bara vel í mig og það er
spennandi að flytja í þessa stórborg,
New York er að heilla mig mikið,“
sagði Elvar.
Elvar mun klára tímabilið með
Njarðvíkingum og halda til New York næsta sumar.
Hann hefur leikið betur en flestir aðrir í deildinni og
virðist vera í feikilega góðu formi.
„Með aukinni reynslu hef ég öðlast meiri yfirvegun og
undanfarin tvö ár hafa verið ómetanleg. Ég lagði líka
gríðarlega á mig í sumar við æfingar. Það skilar sér líka
ásamt reynslunni.“
Elvar er með langtímamarkmið varðandi körfubolt-
ann. „Ég veit hvað ég vil. Ég hafði planað að fara í há-
skólaboltann í fjögur ár til þess að koma leik mínum
á næsta stig. Draumurinn er svo að vinna við að spila
körfubolta. Ég tel að með þessu skrefi þá ætti ég að geta
bætt mig mikið.“
Hraustasta fólk
landsins kemur
frá Reykjanesbæ
u Fjórðu og síðustu keppni í
Þrekmótaröðinni 2013 lauk um
helgina með keppni í Lífsstíls-
meistaranum sem fram fór í
TM Höllinni. Árangur Suður-
nesjamanna var frábær á mót-
inu. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl
sigraði bæði í opnum flokki og
flokki 39+.
Í parakeppninni voru Sara og
Andri frá Crossfit Suðurnes í 2.
sæti og í 3. sæti voru þau Vikar
og Kiddý frá Lífsstíl, en þau urðu
einnig í 1. sæti í flokki 39 ára og
eldri.
Í einstaklingskeppni karla varð
Vikar Sigurjónsson í 2. sæti í
flokki 39+ og í einstaklings-
keppni kvenna vann Kristjana
H. Gunnarsdóttir bæði í opnum
flokki og flokki 39+, Sara Sig-
mundsdóttir hafnaði þar í 2. sæti.
Suðurnesjakonur stóðu sig frá-
bærlega en Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir hlaut titilinn
„hraustasta kona landsins“ í
opnum flokki kvenna. Kristjana
H. Gunnarsdóttir hlaut titilinn
„hraustasta kona landsins“ í
flokki 39+ ásamt því að verða í
3. sæti í opnum flokki. Liðið 5
fræknar frá Lífsstíl, sem saman-
stendur af Kristjönu H. Gunn-
arsdóttur, Þuríði Þorkelsdóttur,
Ástu Katrínu Helgadóttur, Árdísi
Láru og Elsu Pálsdóttur, hlaut
titilinn „hraustasta kvennalið
landsins“ í flokki 39+. „Hraust-
asta par landsins“ urðu svo þau
Daníel Þórðarson og Sigurlaug
Guðmundsdóttir úr Reykja-
nesbæ.
Davor Suker heim-
sótti Grindavík
uDavor Suker, forseti knatt-
spyrnusambands Króatíu, heim-
sótti Grindavík í fylgd góðvinar
síns Milans Stefáns Jankovic,
þjálfara Grindavíkur. Þeir spil-
uðu saman í fjögur ár með Osijek
á sínum tíma í Júgóslavínu og
hafa haldið sambandi síðan þá.
Suker var einn fremsti knatt-
spyrnumaður Króata á sínum
tíma en hann varð markakóngur
á HM 1998. Suker var að sjálf-
sögðu staddur hér á landi vegna
stórleiks Íslands og Króatíu sem
fram fór á föstudag fyrir tæpri
viku. Suker hitti stjórn knatt-
spyrnudeildar UMFG og skoðaði
íþróttamannvirkin og heilsaði
upp á iðkendur yngri flokkanna.
Hann skellti sér m.a. á vítapunkt-
inn og rifjaði upp gamla takta
með sínum frábæra vinstri fæti.
Suker var afar hrifinn af knatt-
spyrnuhúsinu í Grindavík. Þá
kom hann færandi hendi og gaf
bolta frá króatíska knattspyrnu-
sambandinu fyrir yngri flokkana.
Sjálfur var Suker svo leystur út
með gjöfum, m.a. lýsi og saltfiski.
Elvar Már leikur í Stóra Eplinu
-Samdi við háskóla í Brooklynhverfi New York borgar
Gunnar verður
nágranni Elvars
í Brooklyn
Fylgist einnig
með á vf.is
Það eru ekki amalegar aðstæður
sem bíða Elvars í New York.
Hér er Gunnar í leik með Keflavík fyrr í vikunni gegn KR.
Tvö taplaus lið áttust við í Domino's deild karla í körfu
og fóru KR-ingar með sigur af hólmi 70-81. Fyrsta tap
Keflavíkur staðreynd. Næsti heimaleikur Suðurnesja-
liðanna verður á föstudag þegar UMFN fær Hauka í
heimsókn. VF-mynd/PallOrri.