Bæjarins besta - 08.02.2007, Blaðsíða 1
Gríp tækifærin
þegar ég sé þau
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 8. febrúar 2007 · 6. tbl. · 24. árg.
– athafnamaðurinn Sævar Hjörvarsson ætlar
sér stóra hluti á Ísafirði. Sjá viðtal í miðopnu
Unglingastigið ekki flutt í
andstöðu við foreldra og íbúa
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, telur
mikilvægt að haldnir verði
opnir fundir um mögulegan
flutning unglingastigs grunn-
skólanna á Flateyri og Suður-
eyri til Ísafjarðar. Segir hann
einsýnt að ekki verði af flutn-
ingi í andstöðu við foreldra
og íbúa. „Sú andstaða hefur
komið fram og því verður bæj-
arstjórn að taka ákvarðanir
sínar í samræmi við það“, seg-
ir Halldór. Vísar Halldór auk
þess í bókanir um málið þar
sem skýrt komi fram að
ákvörðunin verði ekki tekin
einhliða af bæjaryfirvöldum.
Segist Halldór vilja rifja þetta
upp til að undirstrika hvernig
meirihluti hefur afgreitt málið
síðan það var tekið á dagskrá
við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Þann 28. nóvember 2006
var eftirfarandi bókun gerð í
fræðslunefnd: „Fræðslunefnd
vísar hugmyndum um hag-
ræðingu til bæjarráðs og legg-
ur áherslu á að hugmyndir um
aukna samkennslu unglinga-
stigs Flateyrar og Suðureyrar
við Ísafjörð þarf að kynna og
ræða á vettvangi foreldra,
nemenda, kennara og stjórn-
enda.“
Þann 7. desember 2006 var
eftirfarandi bókun lögð fram í
bæjarstjórn: „Gísli H. Hall-
dórsson, forseti, lagði fram
svohljóðandi bókun meiri-
hluta við 7. lið 246. fundar-
gerðar fræðslunefndar. ,,Meiri-
hluti bæjarstjórnar leggur
áherslu á að hugmyndir um
aukna samkennslu unglinga-
stigs á Flateyri og Suðureyri
eru á þessu stigi til umræðu
og kynningar. Megináherslan
er á faglegan þátt skólastarfs-
ins fremur en fjárhagslegan.
Ekki verður tekin ákvörðun
um útfærslu fyrr en að loknu
samráði við foreldra, nemend-
ur, kennara og skólastjórnend-
ur.“
Í stefnuræðu við síðari um-
ræðu með fjárhagsáætlun
þann 21. desember 2006 kom
þetta fram varðandi unglinga-
stigið á Flateyri og Suðureyri:
„Hagræðingarkrafa á fræðslu-
sviði vegna 8. 9. og 10. bekkj-
ar á Suðureyri og Flateyri
verður ekki tekin fyrir fyrr en
að loknu samráðsferli við alla
hlutaðeigandi eins og áréttað
hefur verið margoft áður.“
– eirikur@bb.isGrunnskólinn á Ísafirði.