Bæjarins besta - 08.02.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 9
Kvensjúkdóma-
læknir á Ísafirði
Kristín Jónsdóttir, kvensjúkdómalæknir
verður með móttöku á Ísafirði dagana 7. til
10. febrúar.
Tímapantanir í síma 450 4500 á milli kl.
08:00 og 16:00 alla virka daga.
Óska umsagnar um reykingabann
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um drög að reglugerð um takmarkanir
á tóbaksreykingum. Í reglugerðinni eru tekin upp ákvæði laga um tóbaksvarnir sem takmarka eða banna tóbaksreykingar.
Helsta nýmæli reglugerðarinnar lýtur að nánari útfærslu á banni við tóbaksreykingum í þjónusturýmum stofnana, fyrir-
tækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum. Samkvæmt lögunum eru tóbaksreykingar óheimilar í
þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og
félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf. Sama gildir um tilsvarandi svæði utan húss séu þau ekki
nægilega opin til að tryggja viðunandi loftstreymi. Óskað er eftir því að umsögn Ísafjarðarbæjar berist fyrir 12. febrúar.
Ljósastaurar fluttir vegna kvartana
húseigenda að Túngötu 1 á Ísafirði
Verið er að endurskipu-
leggja staðsetningu ljósa-
staura við bæjarbrekkuna á
Ísafirði. Í ágúst síðastliðnum
barst bæjarfélaginu erindi frá
eigendum húseignarinnar við
Túngötu 1, undirritað af Ragn-
heiði Hákonardóttur og Guð-
bjarti Ásgeirssyni, þar sem
staðsetningu nýs ljósastaurs
er mótmælt. Segir í bréfinu að
miklu muni um nýja staurinn,
sem staðsettur var á horni
Túngötu og Hafnarstrætis, þar
sem hann falli þvert yfir garð-
myndina, séð út eftir götunni,
ólíkt því sem eldri ljósastaur
við Túngötu gerir. „Nýi ljósa-
staurinn sker því götumyndina
og verður ávallt í forgrunni,
bæði við hús og götu og rýfur
friðhelgi götumyndarinnar.“
Þá segir einnig í bréfinu: „Í
bæjarbrekkunni var áður einn
staur staðsettur rétt við lóðar-
mörk Túngötu 1 og Sóltúns.
Breyting hefur nú orðið á þar
sem reistir hafa verið þrír
staurar í brekkunni. Það skal
tekið fram að ekkert samráð
var haft við eigendur Túngötu
1 um þetta staðarval fremur
en aðrar framkvæmdir við lóð
og nágrenni húss.“ Nú verða
fjarlægðir tveir ljósastaurar í
brekkunni, og verður einn
staur settur í staðinn og fer
hann niður ofar í brekkunni. Í
sumar munu svo gatnamótin
löguð, og ljósastaur sem
stendur við Hafnarstræti, tæp-
um tíu metrum frá gatnamót-
um Túngötu og Hafnarstrætis,
færður nær Túngötu.
Að sögn Jóhanns Birkis
Helgasonar, bæjartæknifræð-
ings Ísafjarðarbæjar, er útlit
fyrir að framkvæmdin verði
verulega kostnaðarsöm. „Þetta
er gröftur innan um vatnslagn-
ir, háspennustrengu og ljós-
leiðara“, segir Jóhann og
enda hafi ekki verið haft sam-
ráð við íbúa þegar nýr ljósa-
staur þar var settur niður. „Þeg-
ar kvörtunarbréf okkar er tekið
fyrir vorum við búin að hafa
samband við bæjartæknifræð-
ing og bæjarstjóra, og óska
eftir viðræðum“, segir Ragn-
heiður. „Við komum úr sum-
arfríi og urðum þess vör að
búið var að grafa frá allri girð-
ingunni svo ekki var mannfært
inn í húsið, sem er í útleigu.
Þetta verk var framkvæmt án
samráðs við okkur, hvað þá
að við hefðum verið látin vita.
Við óskuðum eftir viðræðum
um þetta mál, en okkur var
ekki ansað með það. Litlu
seinna sé ég að verið er að
leggja fyrir staurunum.
Í kjölfar þessa ítrekum við
fyrirspurn um viðræður, þar
sem sýnt var að staurarnir voru
ekki settir niður með þeim
hætti að þeir fylgdu samþykkt
Ísafjarðarbæjar um friðaða
götumynd Túngötu. Friðuð
götumynd þýðir að þær kvaðir
eru lagðar á húseigendur við
kveður verkið vandasamt.
„Það má segja að það þurfi að
handgrafa þetta.“
„Kostnaðurinn
skrifast alfarið
á bæjaryfirvöld“
Ragnheiður Hákonardóttir
segir að kostnaður við breyt-
ingarnar sé ekki á sína sök,
þessa götu að þeir mega ekki
hrófla við eða breyta götu-
mynd eða ásýnd götunnar
Túngötumegin frá“, segir
Ragnheiður, en umræddur
staur var settur niður Túngötu-
megin á horni Hafnarstrætis
og Túngötu. „Við óskuðum
eftir viðræðum um þetta, og
vildum í rauninni fara fram á
að staurarnir yrðu ekki settir
niður með þessum hætti, en
því var ekki sinnt.“
Þá segir Ragnheiður að
kvörtunarbréf hafi verið skrif-
að. Fengust þær upplýsingar
bréfið yrði tekið fyrir í bæjar-
ráði. „Síðan heyrði ég í for-
manni bæjarráðs sem sagði
að samkomulag væri um að
leysa þetta mál, svo bréfið var
ekki tekið fyrir strax. Samt
sem áður er bréfið tekið fyrir
nokkru seinna, þar sem ekkert
hafði orðið um efndir í viðtöl-
um við bæjarstjóra og bæjar-
tæknifræðing, enda hafði
verkinu allan tímann verið
haldið áfram þrátt fyrir þessar
málaleitanir. Okkur var líka
sagt það af bæjartæknifræð-
ingi að okkur kæmi þetta ekki
nokkurn skapaðan hlut við.“
Segir Ragnheiður að þau
hafi fengið skriflegar upplýs-
ingar um niðurstöðu bæjar-
ráðs, sem var á þá leið að
settur skyldi niður staur ofar í
brekkunni. „Ég sá svo í gær
(þriðjudag í síðustu viku) að
verið var að setja niður staur
þétt við hliðstólpann, og tók
myndir af því verki. Ég hef
ekki gert athugasemdir við
þessa ákvörðun bæjarráðs, en
það var ljóst frá upphafi að sá
kostnaðarauki sem Jóhann
Birkir, bæjartæknifræðingur,
vísar til væri alfarið sök bæj-
arins, vegna þess að ekki var
gengið í þetta verk í upphafi
eins og við höfðum farið fram
á. Með því hefði mátt koma í
veg fyrir þennan kostnað. Þess
vegna er það bæði rangt og
ósanngjarnt að bæjartækni-
fræðingur skuli, með orðum
sínum, varpa slíku yfir á okkur
til að hleypa illu blóði í fólk.
Ég tel nóg hafa verið gert í
sumar þegar bæjarstjóri og
bæjartæknifræðingur kenndu
okkur um að ekki væri hægt
að lýsa Hlíðarveginn í viðtöl-
um við íbúa þar. Það er óþol-
andi í litlum samfélögum að
starfsmenn bæjarins skuli etja
íbúum saman með svona fram-
komu og ósannsögli.“
Jóhann Birkir segist aldrei
hafa sagt að kostnaður við
flutning ljósastaura við Tún-
götu væri sök þeirra sem
kvörtuðu, líkt og Ragnheiður
Hákonardóttir, húseigandi
Túngötu 1, heldur fram hér að
ofan. „Ég vil koma því á fram-
færi að þar sem talað er um
kostnað við færslu tveggja
staura, að ég hef aldrei sagt að
kostnaður við færslu þeirra
væri sök þeirra sem kvört-
uðu“, segir Jóhann Birkir.
„Enda var bara óskað efir því
að það yrði gert. Bréfið var
tekið fyrir í bæjarráði sem
ákvað að staurarnir yrðu færð-
ir og þar af leiðandi er það
ákvörðun bæjarins að fara út í
þann kostnað.“ – eirikur@bb.is
Túngata 1 og staurinn sem hefur nú verið fjarlægður.