Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 08.02.2007, Qupperneq 16
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200716 Hæstánægður með að vera byrjað- ur aftur að þjónusta Vestfirðinga Bjargvætturinn Þau tímamót urðu á dögun- um að flugfélagið Ernir, sem segja má að sé fætt og uppalið á Ísafirði, hóf að fljúga áætlun- arflug í heimahagana. For- svarsmenn flugfélagsins buðu í og fengu flug milli Reykja- víkur annars vegar og Bíldu- dals og Gjögurs hins vegar, en fram að því hafði félagið ekki sinnt reglubundnu flugi á Vestfjörðum í meira en ára- tug. Af þessu tilefni sló blaðið á þráðinn til Harðar Guðmunds- sonar, flugmanns og eiganda Ernis, og ræddi við hann um starfsemi félagsins sem hefur vaxið fiskur um hrygg undan- farin ár og er nú viðameiri en nokkru sinni áður. Veruleg aukning í vélarflota og mannskap „Starfsemi félagsins gengur bara þokkalega um þessar mundir, það er hellingur að gera og mikið um flutninga á þessa staði sem við erum að fljúga á í áætlunarflugi; Horna- fjörð, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur.“ – Nú eru þessar fjórar flug- leiðir niðurgreiddar af ríkinu. Hvernig gerðist það að þið fóruð að fljúga á þessum leið- um? „Þetta var bara boðið út og við skiluðum inn tilboði. Að vísu vorum við ekki með læg- sta boð, en eftir að áreiðan- leikakönnun hafði farið fram var okkur boðið að taka þetta að okkur. Um leið og við fengum verkið varð ljóst að við þyrft- um að bæta verulega við okkur í vélaflota og mannskap. Við höfum verið að því að undan- förnu, keyptum eina 19 sæta skrúfuþotu og erum að leita að annarri slíkri sem þá er ætluð í Vestfjarðaflugið.“ Reksturinn aldrei viðameiri – Nú hefur rekstur flugfé- lagsins ekki verið viðameiri í langan tíma. „Hann hefur bara aldrei nokkurn tímann verið viða- meiri. Áætlunarflug krefst mikils mannskaps og Ernir verður innan tíðar orðinn að 25-30 manna fyrirtæki. Við vorum á bilinu 12 til 14 þegar mest var á Ísafirði.“ – Rekstur Ernis var lítill eða enginn fyrst eftir að póstflug lagðist af á Vestfjörðum með tilkomu Vestfjarðaganga, ekki satt? „Það er rétt. Við seldum flestar okkar vélar og ég fór sjálfur að vinna erlendis, fyrst í Þýskalandi og síðar í Afríku. Við héldum þó félaginu gang- andi og áttum alltaf flugvél sem nýtt var í túristaflug og annað sem til féll. Við áttum húsnæði í Reyk- javík sem við leigðum út, en tókum aftur í notkun fyrir um þremur árum síðan. Þá var eiginlega enginn á leigu- og túristaflugsmarkaðnum hérna á Íslandi svo við litum á það sem tækifæri til að endurvekja starfsemina. Það vantaði stöð- ugan og áreiðanlegan rekstr- araðila í þessum geira flugs- ins, rekstri á minni og meðal- stórum flugvélum. Fyrst um sinn leit ég á þetta sem eitthvað sem ég gæti dundað mér við, en síðan þá hefur verkefnum fjölgað jafnt og þétt og vélum og starfs- mönnum með. Það hefur líka margt breyst á þessum þremur árum. Fyrst um sinn kom megnið af veltunni frá leigu- og sjúkraflugi til annarra landa og úr styttri túrum með er- lenda og innlenda ferða- menn.“ Sveitamenn í eðli okkar – Þið eruð væntanlega ánægðir með að vera komnir aftur vestur að hluta, þó höf- uðstöðvarnar séu ennþá í Reykjavík? „Jú, það er vissulega mjög ánægjulegt. Við erum náttúr- lega sveitamenn í eðli okkar og vitum vel hvað brennur á landsbyggðarfólki í samgöngu- málum og öðru. Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970 og ég og aðrir sem hjá mér starfa hafa flogið á Vestfjörð- um í á fjórða áratug. Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í Vest- fjarðaflug og hef náð mér í menn með mikla reynslu af þessu fjarðarhoppi. Hálfdán Ingólfsson er farinn að fljúga fyrir mig aftur og sömuleiðis Halldór Bjarni Árnason sem flaug Islander vél fyrir mig á sínum tíma. Þá er enn einn Vestfirðingurinn hjá okkur, Ingimar Sigurðarson. Svo hef ég náð mér í mikla jaxla að sunnan sem hafa góða reynslu af Vestfjarðaflugi.“ Ómetanleg reynsla úr Vestfjarðaflugi – Nú hafa gífurlega margir flugmenn unnið hjá þér í gegn- um tíðina, og flugfélagið Ernir virkaði fyrir marga sem hálf- gerður stökkpallur yfir í störf hjá öðrum og stærri flugfé- lögum, ekki satt? „Jú, það má kannski segja það. Við fengum oft efnilega flugmenn með mikinn áhuga fyrir flugi til að koma vestur. Þetta voru menn sem ætluðu sér eitthvað í bransanum og voru ekki bara að bíða eftir því að stóru flugfélögin köll- uðu í þá, voru tilbúnir að leggja svolítið á sig og fljúga fyrir vestan í eitt, tvö, þrjú ár eða jafnvel lengur. Þarna fengu þessir menn ómetanlega reyn- slu sem hefur nýst þeim vel í því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur.“ – Þetta er nú allmennt talið eitt mest krefjandi og spenn- andi flug sem menn komast í. „Jú, margir vilja meina það. Á sínum tíma var flogið fimm daga vikunnar frá Ísafirði til Súgandafjarðar, Flateyrar, Ingjaldssands, Þingeyrar, Bíldudals, Patreksfjarðar og jafnvel komið við á Tálkna- firði og á Hrafnseyri. Síðan var lent á völlum í Djúpinu, í Bolungarvík, Reykjanesi, á Arngerðareyri, Melgraseyri og Bæjum. Alls voru milli 20 og 30 flugvellir skráðir á Vest- fjörðum og við lentum á þeim öllum. Á mörgum þessara staða var flugið eini raunhæfi samgöngumátinn stóran hluta úr ári.“ Hef verið ótrúlega heppinn með fólk – Hvaða flugmenn eru það sem þú manst best eftir frá þeim tíma þegar félagið var starfrækt á Ísafirði og hvað eru þeir að gera núna. Margir þeirra eru jú Vestfirðingar. „Jú, þetta er sægur af mönn- um sem hafa verið hjá mér í gegnum tíðina og margir þeirra Vestfirðingar. Halli Ingólfs byrjaði nú hjá okkur korn- ungur og var mjög lengi. Hann er núna nýbyrjaður að vinna hjá mér aftur. Þá var Jón Ívars- son mjög lengi hjá okkur, sennilega í um tíu ár, en hann er núna flugstjóri hjá Atlanta. Egill Íbsen frá Suðureyri er núna flugstjóri hjá Flugleiðum og sömuleiðis Gunnar Hauks- son. Stefán Þórisson frá Patr- eksfirði er flugstjóri hjá Atl- anta. Bolvíkinginn Óttar Hreins- son tók ég með mér til Afríku og skildi hann þar eftir í þrjú ár. Hann er núna flugstjóri hjá Flugleiðum. Sonur minn Guð- mundur, sem aldrei ætlaði að verða flugmaður en fékk dell- unna á unglingsárum og hefur haft ólæknandi flugbakteríu síðan, er flugstjóri hjá Cargo- lux í Luxemburg. Litlu vélarn- ar eru hans uppáhald, sérstak- lega stélhjólsvélar sem þarf að hafa svolítið fyrir. Þetta er þvílíkur fjöldi manna sem hefur unnið fyrir mig og í raun ómögulegt að ætla að muna eftir þeim öllum. En ég hef verið einstaklega heppinn með fólk fram að þessu og vona og trúi að ég verði það áfram. Þá lítum við björtum augum til framtíðar fyrir vestan og vonum að heimamenn verði ánægðir með þjónustuna okk- ar. Ég hef hingað til haft ánægju af því að þjónusta mitt fólk og efa ekki að svo verði áfram,“ sagði Hörður í samtali við blaðið. Hörður Guðmundsson, flugstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis. Ljósm: Golli.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.