Bæjarins besta - 08.02.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 15
Blaðamaður
Blaðamaður óskast til starfa á Bæjarins
besta og fréttavefinn bb.is. Um er að ræða
fullt starf frá mars-apríl 2007.
Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ís-
lensku og góða almenna þekkingu, eink-
um á vestfirsku samfélagi. Jafnframt þarf
hann að vera framtakssamur og áræðinn.
Nánari upplýsingar gefur Sigurjón J. Sig-
urðsson í síma 456 4560.
Flestar nýskráningar til smábátaútgerða
Eins og sagt hefur verið frá voru nýskráð hlutafélög og einkahlutafélög á Vestfjörðum á nýliðnu ári
57 talsins. Langflestar voru nýskráningar smábátaútgerða, eða alls 21 talsins. Næstflest voru hluta-
félag sem stunda leigurekstur atvinnuhúsnæðis, eða 4. Þrjú hlutafélög um húsbyggingar og aðra
mannvirkjagerð voru stofnuð. Tvö hlutafélög voru stofnuð um hvern eftirtalinna rekstra: Leigu á
vinnuvélum með stjórnanda; bílaviðgerðir og viðhald; matsölustaðir; leigu á íbúðarhúsnæði; og
rekstur eignarhaldsfélaga. Eitt hlutafélag var stofnað í hverjum af nítján öðrum flokkum. Tölur þessar
koma frá Hagstofu Íslands og miðast við nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga á síðasta ári.
Fegurðarsamkeppni Vest-
fjarða verður haldin á Ísafirði
4. apríl og er undirbúningur
keppninnar þegar hafinn.
Samkvæmt venju á keppnin
að vera haldin annað hvert ár
en ekki fengust nógu margir
þátttakendur í fyrra og var hún
því blásin af. Nokkrar stúlkur
hafa nú þegar samþykkt þátt-
töku en enn er leitað eftir fleiri
keppendum. Metþátttaka var
í síðustu keppni sem haldin
var 2004 þar sem níu stúlkur
tóku þátt. Af þeim tóku þrjár
stúlkur þátt í keppninni um
titilinn Ungfrú Ísland sem
haldin var í Reykjavík þar sem
tvær vestfirskar stúlkur kom-
ust í fyrstu fimm sætin sem er
besti árangur fulltrúa Vest-
fjarða í keppninni til þessa.
Þá vakti hin ísfirska Ásdís
Svava Hallgrímsdóttir mikla
athygli í fegurðarsamkeppn-
um á síðasta ári þar sem hún
keppti fyrir hönd Íslands í
Ungfrú Heimi og Ungfrú Evr-
ópu eftir góðan árangur hér
heima í keppnunum um titil-
inn Ungfrú Reykjavík og
Ungfrú Ísland. Í viðtali sem
birtist í BB í nóvember segir
Ásdís Svava: „Það hefði verið
gaman að taka þátt í Ungfrú
Vestfirðir en það var því
miður ekki haldin nein keppni
í ár. Ef svo hefði verið hefði
ég tekið þátt í henni.“ Óhætt er
að segja að margir bíði spennt-
ir eftir að sjá hver árangur vest-
firsku stúlknanna verður í ár.
Tekið er á móti ábendingum
um vænlega þátttakendur í
Stúdíó Dan í síma 456 4022
eða hjá framkvæmdastjóra
keppninnar í ár, Rakel Magn-
úsdóttur, í síma 867 5161.
Fegurðarsamkeppni
Vestfjarða haldin í apríl
Félagar í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga eru ánægðir með störf sín
Margir ósáttir við launin
Mun fleiri félagar í Verka-
lýðsfélagi Vestfirðinga, eða
44%, telja líklegt að þeir verði
í sama starfi en hjá öðrum
félögum SGS. Þetta kemur
fram í niðurstöðum kjara- og
viðhorfskönnunar sem Capa-
cent Gallup vann fyrir Starfs-
greinasamband Íslands í haust.
Að öðru leiti var útkoman svip-
uð hjá Verk-Vest og öðrum
aðildarfélögum Starfsgreina-
sambandsins. Þó voru mun
fleiri félagsmenn Verk-Vest
ekki sáttir við laun sín en aðrir.
25% þeirra Verk-Vestfélaga
sem svöruðu könnuninni sögð-
ust vera mjög ósáttir við laun
sín. Ánægja með launin er því
varla ástæðan til að fólk telur
líklegt að það verði í sömu
vinnu eftir þrjú ár. Rétt er að
taka fram að ekki kom fram
marktækur munur á meðal-
launum milli Verk-Vest og
annarra félaga SGS.
Á vef Verk-Vest er tekið
fram að grennslast hefur verið
eftir því hvort launahækkun
1. júlí sl. hafi skilað sér til
félaganna. Ekki hafa komið í
ljós teljandi misbrestir á því.
Hið sama virðist eiga við um
önnur félög Starfsgreinasam-
bandsins, en u.þ.b. 40% þeirra
sem þátt tóku í könnuninni
töldu að þeir hefðu ekki fengið
hækkun eins og þeim bar.
Hlutfallið var svipað hjá Verk-
Vest og öðrum í SGS hvað
þetta snerti.
Niðurstöður könnunarinnar
voru kynntar á fundi trúnaðar-
mannaráðs Verk-Vest. Var
það Þórhallur Ólafsson starfs-
maður Capacent Gallup sem
kynnti helstu niðurstöður fyrir
fundarmönnum.
Alls voru nýskráð 57 hluta-
félög og einkahlutafélög á
Vestfjörðum í fyrra, en árið
þar á undan voru skráð félög
61 talsins. Aðeins einu sinni
frá árinu 1999 hafa nýskrán-
ingar verið færri, en það var
árið 2004 þegar 49 félög voru
skráð. Alls voru nýskráningar
hlutafélaga og einkahlutafé-
laga í ár 3.191, og voru því
1,8% nýskráðra félaga skráð
á Vestfjörðum. Til saman-
burðar má geta þess að Vest-
firðingar eru um 2,4% lands-
manna.
Nýskráð fyrir á hverja 1.000
íbúa voru þannig 8 á Vest-
fjörðum en 10 á landsvísu.
Undanfarin þrjú ár hafa ný-
skráð félög á Vestfjörðum ver-
ið færri en nýskráð félög á
landsvísu en á árunum frá
1999-2003 voru þau jafnan
fleiri á Vestfjörðum en á
landsvísu. Flestar voru ný-
skráningar árið 2002 þegar
alls 128 félög voru nýskráð,
eða 16 á hverja 1.000 íbúa.
Voru þá 4,1% nýskráðra fyrir-
tækja skráð á Vestfjörðum.
Tölurnar hér að ofan eru frá
Hagstofu Íslands og eiga allar
við nýskráningar hlutafélaga
og einkahlutafélaga á tímabil-
inu 1999-2006. – eirikur@bb.is
Nýskráningum hlutafélaga og einka-
hlutafélaga fækkar á Vestfjörðum
Ísafjörður.