Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 2
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 20072
Þennan dag árið1935 strandaði enskur togari,
Langanes frá Grimsby, í ofviðri við Svalvogs-
hamra, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og
fórst öll áhöfnin, fjórtán menn.
Dagurinn í dag
8. febrúar 2007 – 39. dagur ársins
Ekki marktækur munu milli landshluta
Alls tóku 423 nemendur í 4. bekk í Norðvesturkjördæmi samræmt próf í stærðfræði í október síðastliðnum, og var
meðaleinkunn þeirra 6,7. 403 nemendur í 4. bekk tóku samræmt próf í íslensku og var meðaleinkunn þeirra 6,7.
Nemendur í 7. bekk sem tóku samræmt próf í stærðfræði voru 457 og var meðaleinkunn þeirra 7,0. 447 nem-
endur tóku samræmt próf í íslensku og var meðaleinkunn þeirra 6,7. Voru nemendur í 4. bekk nákvæmlega á
landsmeðaltali í báðum sínum prófum, en landsmeðaltal 7. bekkinga í stærðfræði var 7,3 og í íslensku 7,0, og voru
7. bekkingar í Norðvesturkjördæmi því lítið eitt undir landsmeðaltali. Þetta kemur fram í vefriti menntamála-
ráðuneytisins. Þar segir að ekki sé marktækur munur á milli landshluta, og dreifingin sé svipuð og á síðasta ári.
Jóhann Ársælsson, þing-
maður Samfylkingar í Norð-
vesturkjördæmi, segir að ekki
komi til að sveitarfélög verði
lögþvinguð til sameiningar ef
sérstakar aðstæður hindri það,
að mati félagsmálaráðuneytis,
að þau geti myndað félagslega
heild með nágrannasveitarfé-
lögum sínum. Líkt og sagt hef-
ur verið frá er til umræðu á
alþingi frumvarp um að breyta
lögum um lágmarksstærð
sveitarfélaga, þannig að í stað
þess að sveitarfélag geti verið
50 sálir skuli þær ekki færri
en 1.000 talsins, og er Jóhann
einn flutningsmanna frum-
varpsins.
Hafa margir orðið til að
spyrja sig hvernig frumvarpið
komi til með að snerta við
Strandamönnum, því þar má
ímynda sér að erfitt gæti
reynst að ná þúsund manna
lágmarkinu, en Strandabyggð,
Árneshreppur, Kaldrananes-
hreppur og Bæjarhreppur telja
einungis 758 íbúa. Í Reyk-
hólahreppi búa 251 manns,
og myndi sveitarfélagið rétt
ná 1.000 manna markinu ef
þeir væru taldir með, sem væri
væntanlega erfitt sem stendur
en mögulega auðveldara eftir
tilkomu Tröllatunguvegar,
sem samkvæmt áætlun á að
vera tilbúinn fyrir lok árs 2008.
Jóhann hefur svarað þess-
um spurningum í aðsendri
grein sem birtist á Stranda-
vefnum. Þar bendir Jóhann á
að undantekningu frá ákvæði
um lágmarksstærð sveitarfé-
laga er að finna í núgildandi
ákvæði, þar sem kveðið er á
um að sveitarfélag skuli ekki
telja færri en 50 sálir. Segir í
ákvæðinu: „Undantekningu
frá þessu ákvæði skal gera ef
sérstakar aðstæður hindra það
að mati ráðuneytisins að íbúar
hins fámenna sveitarfélags
geti myndað félagslega heild
með íbúum nágrannasveitar-
félags.“
Ekki eru í frumvarpinu
lagðar til aðrar breytingar en
þær sem snúa að fjölda íbúa,
og munu þar af leiðandi sömu
reglur og sjónarmið verða
lögð til grundvallar og áður
við ákvarðanir félagsmálaráð-
herra um lögþvingaða samein-
ingu. Segir Jóhann m.a. í grein
sinni: „Ýmis dæmi eru um að
sveitarfélög hafi verið innan
50 íbúa lágmarksins, jafnvel
áratugum saman. Ég læt nægja
að nefna Mjóafjörð sem vegna
samgöngulegrar einangrunar
féll auðvitað undir þetta
ákvæði. Þessu ákvæði datt
okkur aldrei í hug að hrófla
við og teljum að því skuli beita
þar sem við á.“
Tilgangurinn með laga-
breytingunni er meðal annars
sá að búa til sterkari sveitarfé-
lög sem eigi auðveldara með
að taka við verkefnum frá rík-
isvaldinu. Í greinargerð með
frumvarpinu kemur fram að
flutningsmenn telji þó að í
raun sé 1.000 mann samfélag
lítið og vanmegnugt til þess
að tryggja íbúum þau búsetu-
skilyrði sem nauðsynleg eru
til að treysta byggðina til fram-
tíðar. Frumvarpið er ekki nýtt
af nálinni, heldur var það fyrst
lagt fram á 126. löggjafarþingi
sem fram fór veturinn 2000-
2001, en varð ekki útrætt.
Frumvarpið hefur nokkrum
sinnum verið flutt síðan efnis-
lega óbreytt.
Eina sveitarfélagið á Vest-
fjörðum sem telur yfir 1.000
manns er Ísafjarðarbær. Lík-
lega myndu Tálknafjarðar-
hreppur og Vesturbyggð neyð-
ast til að sameinast, verði þessi
lög að veruleika. Þá myndu
Bolungarvík og Súðavík líkast
til þurfa að sameinast hvort
öðru eða bæði Ísafjarðarbæ.
Óvíst er síðan hvernig íbúar
umræddra sveitarfélaga taka
því að sameinast nágrönnum
sínum, en ljóst er að einhver
sveitarfélaganna hafa fellt
slíkar sameiningar í kosning-
um áður. – eirikur@bb.is
Sveitarfélög ekki þvinguð til sameining-
ar geti þau ekki myndað félagslega heild
Nokkur mál eru nú til
rannsóknar hjá lögregl-
unni á Ísafirði, m.a. tvö
innbrot, annað framið
snemma í janúar þar sem
brotist var inn í söluskála
Esso á Suðureyri, þar sem
þjófurinn hafði meðferðis
nokkra smokkapakka, og
síðan annað sem framið
var undir lok janúar þar
sem brotist var inn í þjón-
ustuver Glitnis á Ísafirði
og þar stolið tölvuskjá.
Lögreglan á Ísafirði vill
koma þeim ábendingum
til fólks, ef það hafi ein-
hverjar upplýsingar um
innbrotin að hafa sam-
band.
Fyrir skömmu bárust
lögreglu tilkynningar frá
unglingsstúlkum á Ísa-
firði, þess efnis að ókunn-
ur aðili eða aðilar bæðu
um leyfi til að eiga samtal
við þær á MSN tölvusam-
skiptaforritinu og beraði
sig svo í vefmyndavél. Að
sögn lögreglu er lítið hægt
að segja um það mál á
þessum tímapunkti.
– annska@bb.is
Málum hjá
lögreglunni
miðar misvel
Ísafjarðabær hefur gert
tveggja ára þjónustusamning
við Símann um talsíma, far-
síma og gagnaflutningsþjón-
ustu. Sævar Freyr Þráinsson
framkvæmdastjóri hjá Síman-
um segist afar ánægður með
þennan samning. „Ég er afar
sáttur með það traust sem Ísa-
fjarðarbær sýnir okkur“, segir
Sævar. „Við höfum átt í góð-
um tengslum við bæjarstjórnir
á Vestfjörðum við uppbygg-
ingu á traustum fjarskiptum á
svæðinu og má þar nefna að
flest allir þéttbýliskjarnar
svæðisins hafa aðgang að
ADSL þjónustu Símans og var
Bolungarvík til dæmis fyrsti
staðurinn á landinu til að fá
aðgang að sjónvarpsþjónustu
yfir ADSL. Þá hefur GSM
kerfið einnig verið í stöðugri
þróun með það að markmiði
að þétta dekkunina. Nýlega
var settur upp sendir í Ísafjarð-
ardjúpi og verið er að vinna
að því að koma á GSM sam-
bandi á Steingrímsfjarðaheiði
í samvinnu við fjarskipta-
sjóð.“
Fram kemur í tilkynningu
að það sé Símanum mikið
fagnaðarefni að fá Ísafjarðar-
bæ í endurnýjuð viðskipti og
„efla áfram það trausta sam-
starf sem Síminn og Ísafjarð-
arbær hafa átt undanfarin ár“.
Þá segir einnig að Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, sé ánægður með
samninginn en með honum sé
lækkaður rekstrarkostnaður
bæjarins til muna.
Fyrir rúmu ári síðan var það
kannað hvort hætta ætti við-
skiptum við Símann. Þá komu
forsvarsmenn OgVodafone til
Ísafjarðar og áttu m.a. fund
með Halldóri Halldórssyni,
bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar,
þar sem þeir kynntu starfsemi
fyrirtækisins. Eins og kunnugt
er lokaði Síminn símaveri 118
í byrjun síðasta árs, og misstu
fimm starfsmenn atvinnu sína
við það. Þegar tilkynning um
lokunina var kunngerð komu
fram hugmyndir um að Ísa-
fjarðarbær endurskoðaði við-
skipti sín við Símann og var
sérstakur starfshópur skipaður
til verksins.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins lögðu fulltrúar Voda-
fone ekki fram nein tilboð í
símaþjónustu og engar ákvarð-
anir voru teknar á fundinum.
Sagði bæjarstjóri þá að starfs-
menn og viðskiptavinir Ísa-
fjarðarbæjar myndu ekki finna
neinn mun á þjónustunni, yrði
sú ákvörðun tekin að flytja
viðskiptin yfir til Vodafone.
Ekki varð af flutningnum.
Ísafjarðarbær gerir tveggja ára
þjónustusamning við Símann
Skrifað var undir þjónustusamning á mánudag. F.v. Eyþór Ólafur Bergmannsson, viðskiptastjóri hjá Símanum,
Ingi Þór Ágústsson bæjarfulltrúi, Sævar Freyr Þráinsson framkvæmdastjóri hjá Símanum og Þorleifur Pálsson bæjarritari.