Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Side 3

Bæjarins besta - 08.02.2007, Side 3
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 3 Hótelum og gistiheimil- um fækkar á Vestfjörðum 26 hótel og gistiheimili voru skráð á Vestfjörðum í fyrra, samkvæmt nýrri talningu Hag- stofu Íslands, og fækkaði þeim frá 2005 til 2006. Alls eru hótelin og gistiheimilin með 301 herbergi, þar sem finna má 809 rúm. Ef þróunin er skoðuð frá árinu 2000 hefur hót- elum og gistiheimilum, herbergjum og rúmum fjölgað ár frá ári, þar til í fyrra að þeim fækkaði eins og áður segir. Árið 2000 voru hótel og gistiheimili 20 talsins, en árið 2005 voru þau orðin 31. Herbergjafjöldi var 244 árið 2000, en 319 árið 2005. Rúmin voru 624 árið 2000 en 848 árið 2005. Þessi þróun á sér stað á landsvísu, þó fækkunin sé að vísu nokkuð minni hlutfallslega, en ef litið er til fjölda herbergja fjölgar þeim úr 6.045 í 8.005 frá 2000-2005, en fækkar svo í 7.991 árið 2006. Tölurnar hér að ofan koma frá Hagstofu Íslands og miðast við þá gististaði sem skilgreindir eru sem hótel eða gisti- heimili samkvæmt henni, á árunum 2000-2006. – eirikur@bb.isHótel Ísafjörður. „Hægt að tala allt í gröfina“ Grímur Atlason, bæjar- stjóri í Bolungarvík, segist algjörlega ósammála sýn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, á framtíð Vest- fjarða, og vísar þar til ný- legra orða Kristins um að í hrun stefni ef fólksfækkun og efnahagssamdráttur héldi áfram á Vestfjörðum. Þetta kemur fram á blogg- síðu bæjarstjórans, en þar segir m.a.: „[Kristinn] dreg- ur upp þá mynd í grein að hrun blasi við ef ekkert verði að gert. Þetta þykja mér kaldar kveðjur til þeirra sem hér kjósa að búa. Það er auðvitað rétt hjá Kristni að ýmislegt þurfi að gera og mikið af því megi herma upp á ríkisstjórnina. Hins vegar er svæðinu engin greiði gerður með því að leggja það í sjúkrarúm og tala um það eins og um karl- lægt gamalmenni væri að ræða. Vel má vera að at- vinnulíf sé full einhæft og hagstjórn stjórnvalda hvetji ekki menn ekki til dáða – en því má breyta. Þetta snýst um grundvallaratriðin í hag- fræðinni: Þegar þensla er þá dregur hið opinbera úr framkvæmdum - þegar sam- dráttur er þá eykur hið opin- bera framkvæmdir. Við skulum hjálpa stjórnvöldum að gera þetta.“ Segir Grímur að það sem skipti máli sé sjálfsvirðing og metnaður íbúa svæðis- ins. „Það má vel vera að á Vestfjörðum finnist fólk sem vildi helst geta selt húsin sín og flytjast suður en þorri fólks kýs að vera hérna af fúsum og frjálsum vilja. Það eru ekki frábærar samgöngur eða válynd veð- ur sem hafa haldið fólki hér til þessa dags. Það er hægt að tala allt í gröfina. Það er lögmál að fólk hefur ekki áhuga á því sem fyrirfram er búið að dæma úr leik. Vestfirðir hafa upp á ýmis- legt annað að bjóða sem þykir eftirsóknarvert – og það er það sem við eigum að sýna fólki. Fjölskyldu- vænt umhverfi þar sem öll þjónusta er til staðar er það sem nútímamaðurinn leitar í. – eirikur@bb.is Grímur Atlason. Lagt til að byggingarnefnd Byggða- safns Vestfjarða verði lögð niður Stjórn Byggðasafns Vest- fjarða hefur samþykkt að leggja til við eigendur safns- ins, þ.e. Ísafjarðarbæ, Bolung- arvíkurkaupstað og Súðavík- urhrepp, að byggingarnefnd Byggðasafnsins verði lögð niður og verkefni hennar færð undir stjórn Byggðasafnsins. Byggingarnefndin var skipuð vorið 2003, en þá var engin stjórn starfandi fyrir Byggða- safnið og hafði ekki verið frá því að Ísafjarðarbær var mynd- aður með sameiningu sveitar- félaganna á svæðinu. Vorið 2005 ákváðu Ísa- fjarðarbær, Bolungarvíkur- kaupstaður og Súðavíkur- hreppur að skipa hvert um sig einn fulltrúa í nýja stjórn fyrir Byggðasafnið og hefur sú stjórn verið starfandi síðan. Hins vegar hefur ekki verið boðað til fundar í byggingarnefnd- inni síðan 14. júní 2005, þó svo að formaður stjórnar Byggðasafnsins, sem jafn- framt á sæti í byggingarnefnd- inni, hafi óskað eftir því í tölvupósti til annarra nefndar- manna. Í bréfi sem stjórnin sendir bæjaryfirvöldum segir m.a.: „Málefni nýbyggingarinnar, s.s. framkvæmdir og öflun fjármagns, hafa jafnan verið á dagskrá á fundum stjórnar Byggðasafnsins og stjórnar- menn eru því vel upplýstir um framgang þeirra mála. Í ljósi þess telur stjórnin sig full- færa um að sinna þeim verk- efnum sem byggingarnefndin hefur á sinni könnu og leggur áherslu á mikilvægi þess að halda vel utan um málið til að lokið verði við bygginguna svo fljótt sem auðið er. Ljóst er að í óefni stefnir ef ekki tekst að ljúka verkinu innan fárra ára, því gríðarleg aukn- ing gesta á safnið í tengslum við skemmtiferðaskipin er nú þegar farin að skapa vandræði þar sem varla er aðstaða í Turnhúsinu til að taka á móti öllum þessum fjölda. Þetta mun hins vegar breytast til hins betra þegar hægt verður að taka á móti gestum í ný- byggingunni enda munu gest- ir þá dreifast betur um safna- svæðið í stað þess að þunginn sé allur á einum stað.“ – eirikur@bb.is Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að veita mið- stöð fyrir fólk er býr við skert lífsgæði styrk upp á 50 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu 15. janúar – 31. desember, líkt og sótt var um. Bæjarráð hafði lagt til að styrkurinn yrði 40 þúsund krónur á tímabil- inu. Styrkinn á að nýta til nið- urgreiðslu á húsaleigu. Í bréfi sem Harpa Guðmundsdóttir skrifaði bæjaryfirvöldum fyrir hönd verkefnisstjórnar segir: „Í desember á síðasta ári var sótt um styrk í formi hús- næðisframlags eða niður- greiðslu húsaleigu fyrir mið- stöð fólks sem býr við skert lífsgæði. Í framhaldi af því voru skoðuð tvö húsnæði sem Ísafjarðarbær bauð fram. Það voru Sundstræti 14 sem er húsnæði á annarri hæð og hentar ekki vegna slæms að- gengis og Silfurgata 5 sem er lélegt húsnæði og þyrfti að eyða miklum fjármunum í að gera nothæft. Því er óskað eftir fjárframlagi til niðurgreiðslu húsaleigu frá 15. janúar til 31. desember á þessu ári. Í upp- haflegu umsókninni var óskað eftir 50 þús. króna framlagi á mánuði og er það enn sú upphæð sem óskað er eftir.“ Samþykkt að styrkja miðstöð fólks sem býr við skert lífsgæði Geymsluhúsnæði Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.