Bæjarins besta - 08.02.2007, Side 8
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 20078
STAKKUR SKRIFAR
Grænna hinu megin?
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Mikil aðsókn í ungbarnasund
Mikil aðsókn er á námskeið í ungbarnasundi sem fram fer í sundlaug Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafirði. Yfirfullt er á
námskeið sem hófst um miðjan janúar og komust færri að en vildu. Af þeim sökum var ákveðið að halda annað
námskeið fyrir byrjendahóp sem verður hleypt af stokkunum innan tíðar. Að sögn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur,
íþróttafræðings, sem hefur staðið fyrir námskeiðunum hefja börnin yfirleitt sundiðkunina upp úr þriggja mánaða
aldri og hafi hún talsverð áhrif á hreysti barnanna, sem eykst til muna. Einnig aukast félagsleg tengsl milli foreldra og
barna. Eitt það ánægjulegasta segir Guðný þó vera þá staðreynd að foreldrar haldi oft áfram að vera dugleg að fara
í sund með börn sín eftir að námskeiði lýkur. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og fer kennsla fram tvisvar í viku.
Opnunarávarp Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra á Hornstrandaráðstefnunni í Hömrum á Ísafirði
Hvetur fólk til að vinna að upp-
byggingu Hornstrandafriðlandsins
Jónína Bjartmarz umhverf-
isráherra sagði í opnunar-
ávarpi Hornstrandaráðstefn-
unnar sem fram fór á Ísafirði
fyrir stuttu að henni finndist
Vestfirðingar hafa verið fram-
sýnir þegar þeir samþykktu
tillögu Náttúruverndarráðs ár-
ið 1975 að friðlýsa Horn-
strandir. Sagði hún ennfremur
að svæðið nyti sífellt meiri
vinsælda meðal íslenskra og
erlendra ferðamanna sem
göngu- og útivistarland, þrátt
fyrir „erfiðleikana” við að
komast þangað. Sérstaða
svæðisins byggðist meðal
annars á því að hvorki búseta
né búfjárbeit hefur verið á
svæðinu í rúmlega hálf öld.
Gróðurfar væri þess vegna
óvenju gróskumikið.
Jónína sagði að með frið-
lýsingunni hefði verið tekin
ákvörðun um að nýta landið
til náttúruverndar, útivistar og
annarrar ferðamennsku og
segir hún því að skipulagning
svæðisins hljóti að taka fyrst
og fremst mið að því. Hún
segir það hins vegar mikilvægt
að gera sér grein fyrir því að
landið sé í einkaeigu og þess
vegna sé nauðsynlegt að við
skipulagningu þess, verði
tekið á því hvernig sumar-
húsabyggðin geti þróast og
að skilgreina þurfi verndar-
markmið svæðisins í heild, og
deilimarkmið eftir svæðum,
til þess að varðveita það sem
sérstætt er í náttúru svæðisins
og til að jafna út áhrif ferða-
mennsku.
Stækkun friðlandsins hefur
oft borið á góma á undanförn-
um misserum og segir Jónína
það alls ekki vera útilokað að
svo geti orðið og ekkert því til
fyrirstöðu af hálfu umhverfis-
ráðuneytis að auglýsa stækk-
un friðlandsins svo fremi að
samkomulag um stækkunina
verði á milli sveitarfélaga,
landeigenda og annarra sem
hagsmuna eiga að gæta.
Jónína gerði að umtalsefni
sínu bæði landvörslu á Horn-
ströndum sem og hugmyndir
um Hornstrandastofu sem hún
segir bæði geta þjónað veiga-
miklum hlutverkum. „Í mín-
um huga er skiptir miklu að
auka þjónustu- og upplýsinga-
gjöf auk þess sem mikilvægt
er að sem mest af þeim rann-
sóknum sem gerðar eru í
tengslum við Hornstrandir fari
fram hér fyrir vestan og óhjá-
kvæmilegt annað er að Nátt-
úrustofa Vestfjarða gegni þar
auknu hlutverki Samkvæmt
vaxtarsamningi Vestfjarða
getur frumkvæðið að aukinni
landvörslu eða Hornstranda-
stofu komið hvort heldur sem
er frá umhverfisráðuneytinu
eða Ísafjarðabæ. Við eigum
að taka höndum saman og ég
er reiðubúin að leggja mig
fram um að ná fram þeim
markmiðum um eflingu starf-
semi hér í tengslum við Horn-
strandafriðlandið.“
Jónína Bjartmaz umhverfisráðherra á Hornstrandaráðstefnunni.
Hvar standa Vestfirðir og Vestfirðingar á hagrænum mælikvarða? Hag-
vöxtur er stika sem mælir vöxt enahagslífsins. Nú hafa verið birtar tölur
sem sýna að Vestfirðir sem landshluti hafi búið við lakari hagvöxt en aðrir
hlutar Íslands að fráteknu því svæði sem kennt er við Norðurland vestra. Þar
mun ástandið vera svipað og hér. Samhengi virðist nokkuð glöggt milli
gangs efnahags og fólksfjölda. Þessir tveir hlutar Íslands hafa tapað í bar-
áttunni um að halda íbúum. Heldur hefur fækkað og hvert stefnir nú.
Tölur eru ágætar og sérdeilis góðar til samanburðar. Sumir vilja meina að
tölur séu hagstæðar til að hagræða sannleikanum. En í þessu tilviki koma
þær heim og saman við það sem hefur verið að gerast. Íbúum fækkar jafnt
og þétt á Vestfjörðum. Svo djúpt erum við sokkin að við gleðjumst þegar
íbúum fækkar hlutfallslega minna eitt árið en árið á undan. Á sama tíma
spyr þingmannsefni ráðherra að því af hverju Vestfirðingum fækki. Svarið
getur hvorki verið langsótt né flókið. Auðvitað fækkar þeim vegna þess að
fólk flytur burt, færri börn fæðast og það koma ekki nógu margir til að fylla
í skörð sem verða til þegar fólk tekur pokann sinn og heldur á nýjar lendur.
Ef til vill hefði verið nær að spyrja hvers vegna fjölgar Vestfirðingum
ekki? Svar hefði orðið hið sama. En hvað er þá hægt að gera til þess að snúa
vörn í sókn? Torsóttara kann að vera að finna svörin við þeirri spurningu.
Verra er reyndar að ekki virðist þau að finna í stefnuskrám stjórnmálaflokka
og þingframboða og hallar þar hvorki á ráðherra né þingmannsefni. Stundum
þætti okkur betra sauðsvörtum almúganum að fá einhverja línu frá þeim
sem vilja fá okkur til að greiða þeim atkvæði. Eitt er þó víst að grafalvarlegt
er að sjá þróunina og flestum skynugum mönnum bregður ekki við sam-
hengið milli vaxtar efnahagslífs og fólksfjölgunar.
Það er ekki alltaf út í hött að mörgum þyki grasið grænna hinu megin
girðingar og það eru ekki bara skepnurnar sem taka eftir því og leita í grös-
ugri haga. Það gerir fólkið líka enda vilja flestir tryggja hag sinn og sinna
til að komast betur af en þeir gera. Þannig er mannlegt eðli. Búast má við
því að fréttir af slöku gengi efnhagslífsins, framleiðslu á Vestfjörðum,
kunni að ýta undir einhverja að leita gösugri haga. Hitt gerist vonandi líka
að samstaða myndist um það að leita nýrra leiða til að efla hagvöxt á Vest-
fjörðum. Þá er afar mikilvægt að muna að hversu góð sem ferðaþjónusta
kann að reynast, þá mun hún ekki reynast sú lausn sem margir vonast eftir.
Fleira þarf til.
Vilji Vestfirðingar sniðganga stóriðju getur verið þrautin þyngri að finna
leið. Hátækni er oft nefnd í þessu samhengi en dugar ekki til nema að svo
vel heppnist að skapa fjölbreytni og efla byggð með fleira fólki. Þeir sem
stunda hátækni, upplýsingatækni og allt sem til þarf vilja vera innan um
sína líka. Fjölbreytni er skilyrði vænlegs mannlífs.