Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 08.02.2007, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200710 „Gamla sundlaugin okkar er barn síns tíma og mætir ekki lengur kröf- um samfélagsins, hún er of stutt til að þeir fjölmörgu sem æfa keppnis- sund hafi viðunandi æfingaaðstöðu, að ekki sé nú talað um aðgengi t.d. fyrir fatlaða. Margir íbúar bæjarins fara reyndar í næstu bæi, til Suður- eyrar eða Bolungarvíkur til þess að komast í almennilega laug.“ Sævar Óli Hjörvarsson er mikill athafna- maður en hann hefur ásamt öðrum góðum mönnum byggt upp frá grunni verktaka- fyrirtækið KNH sem nýverið hóf fram- kvæmdir við gerð Djúpvegar í Ísafjarðar- djúpi sem er eitt stærsta verk í vegagerð sem ráðist hefur verið hérlendis í lengri tíma. Auk þess hefur hann komið að stofnun margra annarra fyrirtækja. Sævar er einn þeirra sem hafa háleitar hugmyndir um hvernig bæta megi og styrkja heimabæ sinn, Ísafjörð þar sem hann býr með konu sinni Halldóru Þórðardóttur. Meðal annars hefur hann unnið að því að gera að veruleika hugmynd að byggingu íþróttamiðstöðvar og nýrrar sundlaugar á Ísafirði. Nýverið vakti athygli hugmynd um að stækkun eyrarinnar fyrir neðan Torfnes til að búa til landrými til þess að byggja á, en sú hugmynd var runnin undan rifjum Sævars meðal annarra. Bæjar- ins besta fékk Sævar til að taka sér frí frá önnunum til þess að spjalla um verktaka- bransann og hugmyndir um uppbyggingu bæjarins. Hvert var upphafið að þessu öllu saman? „Það byrjaði með því að ég og Siggi félagi minn (Sigurður Óskarsson) keyptum steypu- stöðina árið 1996. Áður var ég að vinna hjá Magga Helga (Magnúsi Helgasyni) í Tré- smiðjunni Hnífsdal. Um ári seinna opnuðum við Bílagarð þar sem við seldum nýja og notaða bíla ásamt varahlutum. Við ætluðum að stækka það fyrirtæki mikið en það fór allt í bruna árið 1999. Eftir brun- ann byrjuðum við með bíla- söluna aftur á öðrum stað, í Edinborgarhúsinu. En það gekk brösuglega að hafa starf- semina á tveimur stöðum. Þegar við byrjuðum svo í vörubílabransanum upp úr aldamótunum hættum við með bílasöluna, það gekk ekki upp að reka þetta saman. Þá stofnuðum við verktakafyrir- tækið Kubb og byrjuðum með einn vörubíl en sá bíll hefur bara stækkað, ef svo má segja. Við sameinuðumst Stíg Arn- órssyni og fyrirtækið óx smám saman. Í upphafi vorum við eingöngu að vinna á Vest- fjörðum en þegar félagið stækkaði var ekki nóg um verkefni á svæðinu svo að til að geta boðið í stærri verkefni annars staðar sameinuðumst við tveimur öðrum fyrirtækj- um, Norðurtaki ehf. á Sauðár- króki og Hetti sf. í Hrútafirði og úr varð KNH ehf. Ári seinna keyptum við Norðurtak út, og KNH hefur bara stækk- að síðan. KNH kom að stofnun nýs þjónustufyrirtækis, Símavers- ins, á síðasta ári sem hefur verið að bæta við sig verkefn- um og starfsfólki, vonandi á það eftir að stækka og dafna. Nú stendur fyrir dyrum samvinna við smíðafyrirtækið Geirnaglann sem er í eigu Magnúsar Helgasonar. Fyrir- tækið á húsnæðið þar sem Tré- smiðjan Hnífsdal var áður til húsa, og er að koma á fót litlu verkstæði þar. Geirnaglinn vinnur núna að verkefnum í Reykjavík þar sem nóg er að gera og reyndar á Ísafirði líka. Við frúin eigum svo hlut í harðfiskfyrirtækinu Vestfiski sem er í örum vexti, salan hefur margfaldast undanfarið ár og nú er fyrirtækið að stækka við sig húsnæðið, flytja til Súðavíkur og kaupa bát, þetta er því orðið ágætis bland í poka.“ Vona að bærinn stækki og dafni – Það má því segja að þið stuðlið ötullega að auknu at- vinnulífi á Ísafirði og ná- grenni. „Við gerum okkar besta, við viljum búa hérna og þar af leiðandi viljum við að bærinn verði blómlegri. Ef við sjáum tækifæri munum við grípa þau; stækka við okkur og opna ný fyrirtæki með öðrum aðil- um.“ Nú var KNH ásamt Vest- firskum verktökum að takast á hendur eitt af stærstu verkum sem boðin hafa verið út í vega- gerð hérlendis, er það ekki rétt? „Jú, ég veit ekki betur en að þetta sé stærsta verk á Vest- fjörðum frá því að Vestfjarða- göngin voru gerð 1996, svo erum við einnig að vinna nokkur verk í Reykjavík og nágrenni, vegagerð í Kolla- firði auk þess sem við erum nýbúnir að klára sjóvarnar- garð á Neskaupsstað svo það er alveg nóg að gera.“ – Er ekki erfitt að vera að vinna um allt land og búa á Ísafirði? „Það er ekkert erfiðara en fyrir reykvíska verktaka að fara um allt land. Jú, reyndar eru samgöngurnar erfiðari en við erum að vinna í því, það verður þó að viðurkennast að það er ansi langt að fara til Neskaupstaðar frá Ísafirði, þetta hefur samt gengið ágæt- lega.“ Svo að þú ert ekkert á förum frá Ísafirði á næstunni? „Nei ég vil búa hér. Ég vona auðvitað að bærinn stækki og dafni en við höfum ekki hugs- að okkur að fara héðan. Ég hef reyndar grínast með það að ef ég fæ ekki nýja sundlaug á Ísafjörð muni ég flytja héð- an“, segir Sævar og hlær. Sundlaug fyrir alla – Er eitthvað að frétta af fyrirhugaðri byggingu íþrótta- miðstöðvar á Ísafirði? „Ísafjarðarbær hefur látið gera þarfagreiningu og kostn- aðaráætlun sem bæjaryfirvöld eru að skoða þessa dagana, nú bíður maður eftir viðbrögðum. Þetta gengur ansi seint, við byrjuðum fyrir rúmu ári að leggja tíma og peninga í að koma þessu á framfæri og við erum ekki miklu nær takmark- inu í dag. Ráðamenn eru þó farnir að skoða hlutina af al- vöru, við viljum auðvitað fara að fá svör, já eða nei og hve- nær. Jafnvel þótt það verði ekki fyrr en 2008 eða -9 þá væri gott að fá einhver við- brögð svo menn geti farið að gera einhverjar áætlanir. Það er full þörf á slíkri miðstöð fyrir bæjarbúa og til að gera bæinn meira aðlaðandi. Mað- ur sér það alls staðar um landið að sveitarfélög eru ýmist að byggja svona hús og bjóða svo út reksturinn, eða bæta þá aðstöðu sem fyrir er. Það hlýt- ur að koma fram í þessari þarfagreiningu að það sé þörf fyrir svona aðstöðu hér í bæ.“ – Hvernig hafa viðbrögð bæjarbúa verið? „Þau hafa verið alveg gífur- leg. Ég er spurður frétta af þessu á hverjum degi. Allir vilja nýja og stærri sundlaug, fá svör hvort af byggingunni verði eða ekki. Þetta er í grundvallaratriðum það sama og að maður vilji gera heimili sitt fínt og þægilegt, sömu- leiðis viljum við hafa bæinn okkar vistlegan og eiga kost á góðri aðstöðu til að rækta heilsuna. Góð sundlaug með pottum og leiktækjum væri fyrir alla, unga sem aldna. Gamla sundlaugin okkar er barn síns tíma og mætir ekki lengur kröfum samfélagsins, hún er of stutt til að þeir fjöl- mörgu sem æfa keppnissund hafi viðunandi æfingaað- stöðu, að ekki sé nú talað um aðgengi t.d. fyrir fatlaða. Margir íbúar bæjarins fara reyndar í næstu bæi, til Suður- eyrar eða Bolungarvíkur til þess að komast í almennilega laug. Auðvitað ættum við hér á Ísafirði að drífa okkur í hlut- unum og gera það með glæsi- brag. Það er ekki auðvelt að stuðla að heilsueflingu en krafan í dag er einfaldlega sú að fólk geti ræktað líkamann í sinni heimabyggð. Stebbi Dan (Stef- án Dan Óskarsson) hefur gert kraftaverk og ég dáist að hon- um, en það þarf að lyfta þessu upp og koma með betri að- stöðu. Ég er þá ekki að tala um einhverja gríðarlega að- stöðu eins og t.d. hjá World Class í Reykjavík, heldur bara góða aðstöðu fyrir fólk. Íþrótta- hús, fótboltavöllur og skíða- aðstaða er allt saman góðra gjalda vert en betur má ef duga skal og nú finnst manni komið að því að fá í bæinn almenni- lega aðstöðu til líkamsræktar og sundlaug sem allir frá 0- 100 ára geta notað. Þetta má ekki standa fast í kerfinu, menn þurfa bara að setjast niður og taka ákvarðanir. Hjá öllum flokkunum var bygging sundlaugar eitt af kosningaloforðunum. Svo gerist ekki neitt og við þurfum að fá svör, er þetta af eða á. Auðvitað skil ég að bærinn sé blankur en stundum þarf að hugsa til framtíðar þó það kosti peninga, fólk vill ekki búa þar sem þjónustustigið er lágt. Þetta er bara spurning um hvernig litið er á hlutina.“ Við ættum að fara að dæmi Súðvíkinga og reyna að laða fólk og fyrirtæki að bænum. Fyrirtæki skapa atvinnu, við eigum að nota tækifærið á meðan uppsveiflan er. Fólk er farið að byggja á Ísafirði á ný eftir ládeyðu í fjöldamörg ár og fasteignaverð hækkar. Það þarf að halda þessum bolta á lofti og hamra járnið á meðan það er heitt.“ Stærri bæ til að byggja á – Nú hefur þú ásamt fyrir- tæki þínu Eyrarsteypu ehf. óskað eftir samstarfi við Ísa- fjarðarbæ um landmótun og uppbyggingu verslunar- og íbúðabyggðar við Pollinn á Ísafirði. Hvernig kom sú hug- mynd upp? „Þegar við byrjuðum að varpa fram hugmyndinni um sundlaugina höfðum við hugs- að okkur að byggja hana í Pollinum. Það þótti of dýr framkvæmd að fara að dæla upp fyllingu og verja með grjóti. Svo þegar flæddi yfir eyrina um jólin datt okkur í hug að slá tvær flugur í einu höggi og búa til landsvæði um leið og við myndum verja bæinn fyrir sjógangi. Stóra spurningin er bara hvernig eigi að gera það. Menn deila um það og þurfa einfaldlega bara að ræða málin og komast til botns í því. Miðbærinn á Ísafirði er ein- stakur og við bæjarbúar vilj- um halda honum lifandi og huggulegum. Á mörgum öðr- um stöðum á landinu er enginn miðbær sem slíkur. Við þurfum að halda mið- bænum óskertum en búa samt til rými fyrir fólk til að byggja á. Mín skoðun er sú að verk- smiðjuhverfið á höfninni sé ekki rétti staðurinn til að byggja íbúðarhúsnæði. Hvar á svo að koma iðnaðarhús- næði fyrir þegar þörf verður á því. Hugmyndin var sú að koma með landfyllingu fyrir neðan Torfnes sem myndi skapa pláss til byggingar. Það má svo deila um það hvort ekki ætti að stækka eyrina frekar að norðanverðu. Það hefur verið rætt um að til að stóru skemmtiferðaskipin geti kom- ið inn á Pollinn, þyrfti að dýpka sundin þar sem grynn- ingarnar eru og þá væri hægt að nota sandinn sem til félli í landfyllingu.“ – Hvernig hafa viðbrögð bæjarbúa verið? „Þau hafa verið góð, ég hef allavega ekki heyrt neitt annað en gott. Þetta eru náttúrulega bara hugmyndir sem enn eru á frumstigi. Það væri samt gaman að gera þetta, búa til landrými svo hægt sé að byggja húsnæði og kannski smábátahöfn rétt við bensín- stöðina, gera eitthvað sniðugt. Auðvitað er þetta marga ára plan en menn þurfa að huga að þessu og hvernig hægt sé að framkvæma það. Það er allt á uppleið, bærinn verður alltaf fallegri og nýjar hugmyndir kvikna. Tökum sem dæmi að þegar háskólinn kemur þarf að hafa gott pláss undir hann í staðinn fyrir að hola honum niður í verk- smiðjuhverfi. En þetta eru náttúrulega allt langtímaáætl- anir og fyrsta tillaga er nú ekkert heilög. Menn þurfa að spekúlera í því hvernig eigi að gera þetta allt saman. Þetta er bara spurning hvernig við viljum hafa bæinn okkar. Eig- um við að stækka hann að norðanverðu þar sem nepjan er, eða eigum við að stækka hann inn í Pollinn þar sem oft er logn og gott veður. Hvernig sjá bæjarbúar Pollinn fyrir sér? Væri hann eitthvað minna fallegur ef hann væri minnk- aður örlítið með brattari bakka, fallegum gróðri, steinum og göngustíg þar á ofan? Ég sé ekki að hann yrði eitthvað verri ásýndar þótt við mynd- um breyta aðeins laginu á hon- um. En ég er Hnífsdælingur og kannski eru ekki allir sam- mála mér“, segir Sævar og hlær. „En ef við myndum breyta eyrinni í upprunalegt horf þá byggju ekki margir á henni. Ansi mörg hús væru þá komin í kaf.“ Best að vera heima – KNH er að vinna út um allt land, er þetta ekki mikið Gríp tækifærin þegar ég

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.