Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 14

Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 14
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200714 Ferðafélagið á ferð um Vestfirði í sumar Hjá Ferðafélagi Íslands kennir ýmissa grasa þegar kemur að ferðum um Vest- firði fyrir sumarið, en eins og mörgum er kunnugt um hefur FÍ boðið upp á ferðir á Hornstrandir í áraraðir. Meðal þess sem gert verð- ur að þessu sinni er að fara á skíðum yfir Drangajök- ul, en sú ferð verður í lok maímánaðar og tekur þrjá daga. Í ferðinni er gengið á gönguskíðum úr Kaldalóni yfir í Reykjarfjörð og það- an yfir í Hrafnfjörð. Í kringum Jónsmessuna verður boðið upp á sex daga jógaferð í Hlöðuvík þar sem Sigrún Valbergs- dóttir fararstjóri og Auður Bjarnadóttir jógakennari hafa ofan af fyrir ferða- fólki við göngur, jógaslök- un, glens og gaman. Far- arstjórinn Guðmundur Hallvarðsson sem hefur farið með fjöldann allan af fólki um Hornstrandir verður með þrjár ferðir á vegum FÍ í sumar en það eru ferðirnar: „Fjallafíklar á ferð og flugi“, „Sælu- dagar í Hlöðuvík“ og „Fjallafíklar í sól og sælu - Langavitleysa hin skemmri“ en sú ferð er einmitt tvö- föld afmælisferð FÍ og Guðmundar. Ferðirnar eru á bilinu 9-12 dagar og eru þær frá miðlungslöng- um til nokkuð langra dagleiða. Sigríður Lóa Jónsdóttir fer með göngu- hrólfa átta daga leið um stórbrotin fuglabjörg, fall- egar víkur og tilkomu- mikla firði við ysta haf. Þriðja árið í röð er boðið upp á ferðina „Unglingar á ferð og flugi“ en það er sex daga ferð fyrir unglinga í fararstjórn Steinunnar Leifsdóttur og Sólveigar Thorlacius, þær ferðir hafa verið vinsælar fyrir þennan aldurshóp og gefist vel. Þær eru hugsaðar fyr- ir unglinga á aldrinum 14 – 18 ára, sem áhuga hafa á að kynnast útivist og göngu- ferðum á Hornströndum. Eina ferðin sem ekki verður um Hornstrandir eða næsta nágrenni verður í júlí og ber heitið „Djúpi- fjörður og næsta ná- grenni“ en það er þriggja daga ferð með Elísabetu Jónu Sólbergsdóttur og Úlfari Thoroddsen, þar sem hinn margumræddi Teigskógur verður meðal annars skoðaður. – annska@bb.is Frá Hornströndum. Fíkniefnaleitarhund- urinn Rocky Star Black Odin Bassi drapst fyrir stuttu. Bassi var þjóð- þekktur ekki aðeins fyrir starf sitt við leit að fíkni- efnum, heldur frekar fyrir að starfa við hlið þjálfara síns, Ísfirðingsins Þor- steins Hauks Þorsteins- sonar fyrrverandi tollfull- trúa, við fíkniefnafræðslu til unglinga landsins um árabil. Bassi var sóttur til Óðinsvéa í Danmörku á vormánuðum 1997 og var farinn að starfa fyrir Tollgæsluna í Reykjavík við leit að fíkniefnum í september sama ár. Hann starfaði við fíkniefnaleit allt til ársins 2003. Þegar Bassi fór 18 mánaða í úttekt þar sem metin var hæfni hans til leitar að fíkniefnum og fékk hann einkunnina 63 af 64 mögulegum stig- um. Jesper Jespersen yf- irhundaþjálfari dönsku tollgæslunnar sá um út- tektina sem fram fór í maí mánuði 1998 og hafði hann árið á undan haft yfirumsjón með þjálfun Bassa og umsjónarmanns hans. Bassi allur Það er ódýrara að vera áskrifandi! Síminn er 456 4560 Í síðustu viku voru liðin 82 ár frá því Sæbólskirkja á Ingj- aldssandi fauk í miklu fárviðri sem gekk yfir Vestfirði. Jafn- an er talað um „Halaveðrið“ þegar átt er við mikið mann- skaðaveður á Halamiðum út af Vestfjörðum í febrúar 1925 þar sem fórust á sjöunda tug manna. Sæból er bær og kirkjustaður á Ingjaldssandi, yst við vestanverðan Önund- arfjörð. Þar var kirkja helguð Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, Magnúsi Eyjajarli, Þorláki helga og Katrínu mey en hún fauk í fárviðri og brotn- aði í spón. Steinkirkjan sem nú stendur á Ingjaldssandi var vígð 28. janúar 1924. Jón Sv. Jónsson, bóndi á Sæbóli, skar út altarisgráður og bekki. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal gerði skírnarfontinn. Ljósa- hjálmur úr kopar frá 1649 er elsti gripur kirkjunnar. Mörg nöfn erlendra karl- manna eru greypt í hann, enda talið að hann sé gjöf frá er- lendri skipshöfn, sem bjargað- ist í land úr sjávarháska á Ingj- aldssandi. Einnig er að finna fornan kaleik og patínu frá árunum 1733 og 1776. Ljóskrossinn er gjöf til minningar um séra Sigtrygg Guðlaugsson (1862-1959) á Núpi. Hann þjónaði Sæbóls- kirkju í 23 ár og talið er, að hann hafi farið 900 sinnum yfir Sandsheiði í embættiser- indum. Legstaður hans er í Sæbóls- kirkjugarði. – annska@bb.is 82 ár síðan að Sæbólskirkja fauk Byggðasafn Vestfjarða fékk 32 gjafir á árinu 2006, en í mörgum tilvikum var gefinn fleiri en einn munur. Meðal þess sem safnið fékk á árinu voru ýmsir munir úr fiskbúð Norðurtangans, sem Svein- björn Jónsson í Aðlöðun ehf., gaf; Einar Valur Kristjánsson gaf ýmis siglingatæki; Magni Guðmundsson gaf m.a. gaml- an amerískan ísskáp; Óskar Eggertsson gaf gamla ljósrit- unarvél; Karl Aspelund gaf tvo kassa af endurhlaðanleg- um tómum koparpatrónum; Þórður Júlíusson gaf safninu rúmfjöl með áletrun; Auður Jóhannsdóttir gaf rafdrifinn rennibekk; Arndís Baldurs- dóttir gaf m.a. hálflíkan af bát eftir Ólaf Magnússon, skipa- smið, og sígarettupakka af tegundinni Roy með nokkrum sígarettum í. Magnús Ólafs Hansson færði safninu mastursbaulu; Albert Óskarsson gaf gamlan, stóran keðjupúllara; Nína Guðleifsdóttir afhenti m.a. servíettuhringi og silfurmynda- ramma úr eigu Guðrúnar og Carls Ryden á Þingeyri. Vil- berg Vilbergsson afhenti rennibekk sem faðir Vilbergs smíðaði; Kristján S. Ólafsson og frændsystkini gáfu m.a. inu á Ísafirði; Magnús Ó. Hansson gaf safninu gamla reiknivél af hreppsskrifstof- unni í Hólmavík og kosninga- kassa og Gísli og Úlfur Úlfars- synir gáfu m.a. stóra trésmíða- vél af gerðinni TBT. Óskar Eggertsson gaf bók- haldstölvu, sem talin er sú fyrsta sem á Vestfirði kom, en hún er af gerðinni Radio Shack TRS-80; Skjalasafnið á Ísafirði afhenti ýmsa stimpla úr fórum sýslumannsembætt- isins og Kaupfélagi Dýrfirð- inga, auk fleiri gripa; Guð- björn Charlesson afhenti safn- inu sveðju sem fannst við jarð- vinnu á Skipanesi; Þórdís Þor- leifsdóttir afhenti safninu fjölda muna, þar af eitt par af gúmmískóhlífum fyrir háhæl- aða skó; Arnþrúður Aspelund gaf safninu útstillingarkassa frá úrsmíðaverkstæði Þórðar Jóhannssonar, úrsmíðameist- ara; Hrafn Norðdahl gaf safn- inu einn pakka af piparmynt- um sérmerktum útgerðarfyrir- tækinu Básafelli, sem starfaði á Ísafirði frá 1990-1995; og Halldór Páll Eydal gaf safninu sveinsstykki sín í málara- meistaraiðn og trésmíðameist- araiðn, auk fleiri æfinga- stykkja og teikninga, en alls voru gripirnir 17 talsins. Orgel sem William Cook, trú- boði, flutti með sér til lands- ins; Jón Hólmsteinn Júlíusson afhenti safninu m.a. tvær bátaskrúfur; Garðar Guð- mundsson gaf safninu ýmis tæki og tól úr Björnsbúð, m.a. búðarkassa og reiknivélar og Jakob Falur Garðarsson gaf safninu Sinclair Spectrum tölvu frá árinu 1980. Össur Torfason færði safn- inu tvenn ný aktygi og þrjár ljósmyndir; Guðbjörg Jakobs- dóttir gaf snaga með fjórum hönkum; Eyvindur P. Eiríks- son, rithöfundur, gaf safninu m.a. björgunarhring úr gamla Fagranesinu sem brann og heimasmíðaðan bjarghjálm, sem pabbi Eyvindar og bræð- ur smíðuðu; Grunnskóli Ísa- fjarðar gaf safninu ýmis skóla- gögn úr gamla barnaskólahús- Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað. Byggðasafn Vestfjarða fékk 32 gjafir á síðasta ári

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.