Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn
Fimm ökumenn voru
stöðvaðir fyrir of hraðan
akstur í Vestfjarðargöng-
unum og á veginum til
Súgandafjarðar í vik-
unni. Í Vestfjarðargöng-
um er hámarkshraði 60
km en sá sem hraðast ók
var mældur á 114 km.
hraða. Á veginum til Súg-
andafjarðar voru þrír öku-
menn stöðvaðir fyrir of
hraðan akstur þar sem há-
markshraði er 90 km. og
var hraði þess sem hraðast
ók 118 km.
Lögreglumenn í eftir-
litsferð óku fram á bíl-
veltu við Kaldá í Önund-
arfirði í byrjun síðustu
viku. Ökumaður jeppa,
sem var einn í bílnum,
hafði misst stjórn á hon-
um í hálku og jeppinn olt-
ið út fyrir veginn. Öku-
maðurinn hafði ekki slas-
ast en jeppinn var nokkuð
skemmdur og var fluttur
óökuhæfur af vettvangi.
Hraðakstur
í göngunum
Þorskalif-
ur seld til
Rússlands
Hraðfrystihúsið Gunn-
vör hf., hefur hafið útflutn-
ing á niðursoðinni lifur úr
þorski og eftirspurn er
meiri en framboð að sögn
Kristins Kristjánssonar
framleiðslustjóra hjá HG.
„Lifrin kemur að mestu
úr eldisfiski úr Álftafirði
en einnig höfum verið að
fá hráefni frá bátum og
fiskmörkuðum hér á Vest-
fjörðum en okkur vantar
meira.“
Sex manns starfa í verk-
smiðjunni sem er til húsa
í Frosta í Súðavík þar sem
hluti húsnæðisins er nýttur
undir fiskmarkað og vinn-
slu á eldisþorski. Lifrin er
ætluð til manneldis og hef-
ur hún verið seld til Frakk-
lands og nú nýlega til
Rússlands. Vinnslan og
markaðssetningin er í
samstarfi við erlenda fyrir-
tækið Larsen Seafood sem
sér um flytja vöruna út.
Niðursoðin þorskalifur
tilbúin til útflutnings.
Álögð fasteignagjöld fyrir
2007 hjá Ísafjarðarbæ eru alls
336,6 millj.kr. Á íbúðarhús-
næði, sumarbústaði og hús-
næði í dreifbýli var lagt 201,2
millj.kr. en 135,4 millj.kr. á
fasteignir fyrirtækja og stofn-
ana. Í fasteignagjöldum er
fasteignaskattur, lóðarleiga,
holræsagjald, vatnsgjald og
sorpgjald á íbúðarhúsnæði.
Fasteignamat hækkaði um
10% á íbúðarhúsnæði á Ísa-
firði en er óbreytt á milli ára á
íbúðarhúsnæði í öðrum byggða-
hlutum Ísafjarðarbæjar og at-
vinnuhúsnæði. Alls eru fast-
eignir og lóðir í Ísafjarðarbæ
metnar á 20,2 milljarða kr.
Fjöldi íbúða er 1.726 íbúðir
en aðrar fasteignir, lóðir og
mannvirki sem metnar eru í
fasteignamat eru 2.691.
Álagningarhlutfall fast-
eignaskatts á íbúðarhúsnæði
er 0,45% og 1,60% á annað
húsnæði, lóðarleiga er 1,80%
á íbúðarhúsnæði en 3,00% á
annað húsnæði, vatnsgjald er
0,30% og holræsagjald er
0,26%. Sorpgjald á íbúðarhús-
næði er 29.000 kr. á íbúð. Lög-
aðilar greiða sorpeyðingar-
gjald samkvæmt gjaldskrá.
Aldraðir og öryrkjar fá niður-
felldan fasteignaskatt og hol-
ræsagjald allt að 74.000 kr.
og er niðurfellingin tekju-
tengd. Alls fengu 152 aldraðir
íbúðareigendur og öryrkjar
niðurfellingu að þessu sinni.
– annska@bb.is
Álögð fasteignagjöld fyrir 2007 hjá
Ísafjarðarbæ eru alls 336,6 millj.kr.
Álagningu fasteignagjalda lokið hjá Ísafjarðarbæ
Verktakafyrirtækin KNH
og Vestfirskir verktakar hafa
hafist handa við vegafram-
kvæmdir í Ísafjarðardjúpi, en
um er að ræða eitt af stærstu
verkum sem boðin hafa verið
út í vegagerð hérlendis. Að
sögn Sigurðar Óskarssonar
hjá KNH leggst verkið vel í
þá. „Við byrjuðum um leið
og búið var að skrifa undir.
Þetta leggst bara vel í okkur,
við byrjum í Reykjarfirði að
fylla í fjörðinn að brúarstæði
þar svo það sé hægt að komast
í að byggja brúna þar.“ Samn-
ingurinn var með þeim stærri
sem Vegagerðin hefur undir-
ritað á síðustu misserum og
samningsupphæðin liðlega
einn milljarður króna. Auk
vegagerðarinnar er innifalið í
verkinu að smíða þrjár brýr,
þá stærstu á Mjóafirði sem
yrði 130 metra löng stálboga-
brú en hinar eru 60 metra brú
á Reykjarfirði og 10 m brú
við Vatnsfjarðarós. Brúin á
Mjóafirði liggur milli lands
og Hrúteyjar að austanverðu
en að vestanverðu er gert ráð
fyrir vegfyllingu.
Þegar þessum framkvæmd-
um lýkur seint á næsta ári
ásamt lagningu bundins slit-
lags á kafla í vestanverðum
Ísafirði verður Djúpvegur lagð-
ur bundnu slitlagi allt milli
Hólmavíkur og Bolungarvík-
ur. Leiðin er álíka löng og
núverandi leið yfir Eyrarfjall.
Sú leið hefur yfirleitt verið
Framkvæmdir hafnar við Djúpveg
Afstöðumynd af vinnusvæðinu í Mjóafirði og Ísafirði í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Vegagerðin.
lokuð vegna snjóþyngsla og
þungatakmarkana kringum
fjóra mánuði á ári. Þá hafa
vegfarendur þurft að taka á
sig 35 km krók út fyrir Vatns-
fjarðarnes eftir mjóum og sein-
förnum vegi. Reykjanesleiðin
liggur hins vegar meira og
minna með ströndum fram og
er því snjóléttari og er það
ástæða þess að sú leið er valin.
Á Vatnsfjarðarhálsi, milli
Mjóafjarðar og Vatnsfjarðar,
fer vegurinn mest í 90 m hæð
yfir sjó. Vegalengdin milli Ísa-
fjarðar og Reykjavíkur um
Steingrímsfjarðarheiði verður
496 km. – thelma@bb.is
Byggð verður 130 metra löng stálbogabrú yfir í Hrútey.