Bæjarins besta - 22.03.2007, Page 1
„Bakgrunnur
okkar gerir
okkur að því
sem við erum“
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 22. mars 2007 · 12. tbl. · 24. árg.
Segir ályktun sjávarútvegsklasa
um mun á flutningskostnaði rétta
Jón Örn Pálsson, klasastjóri
sjávarútvegsklasa Vestfjarða,
segir að litlu skipti hvort
lengra sé til Ísafjarðar en til
Hornafjarðar þegar litið er til
flutningskostnaðar á staðina,
en eins og sagt hefur verið frá
er 25% dýrara að flytja eitt
tonn af vörum með flutninga-
bíl frá Reykjavíkur til Horna-
fjarðar en til Ísafjarðar. Þessu
mótmælti Kristín Hálfdánar-
dóttir, rekstrarstjóri Samskipa,
á dögunum og benti á að vega-
lengdin væri töluvert meiri,
auk þess sem hér væri yfir
erfiðari vegi að fara.
„Málið er að það skiptir
engu hvort það er lengra til
Hornafjarðar, það er þá bara
25% dýrara miðað við vega-
lengd en til Djúpavogs“, segir
Jón Örn. Þá segir hann að
reikningarnir séu gerðir út frá
skýrslu nema við háskólann á
Bifröst og leggur áherslu á að
þó tölurnar komi úr skýrslunni
séu útreikningar þeir sem vitn-
að hefur verið til frá sjávarút-
vegsklasanum. „Það er ekkert
í skýrslunni sem segir að það
sé 25% dýrara til Ísafjarðar en
Hornafjarðar. Nemandinn
ályktaði ekkert um það, heldur
dró sjávarútvegsklasinn þá
ályktun út frá skýrslunni.“
Niðurstaðan var fengin að
sögn með því að bera fram
þær verðskrár sem skýrslu-
höfundur leggur fram, sem
munu vera gildandi verðskrár
flutningafyrirtækjanna.
„Verðskrá Eimskipa og Sam-
skipa í skýrslunni segir að það
sé 25% dýrara að senda vörur
til Vestfjarða en til Suðaustur-
lands“, segir Jón Örn. „Enda
staðfestir Kristín á bb.is að
það sé 25% dýrara að reka bíl
til Vestfjarða. Ályktun sjávar-
útvegsklasans er því kórrétt,
það er 25% dýrara að senda
eitt tonn af vörum til Vest-
fjarða en til Hornafjarðar og
niðurstaðan er sú að erfiðari
vegir og meiri kostnaður í við-
haldi bíla sé orsökin.“
– eirikur@bb.is
Guðbjartur Ólafsson
Alls féllu tíu snjóflóð á vegi
á norðanverðum Vestfjörðum
um helgina. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Vegagerðinni
féllu þrjú flóð á Kirkjubólshlíð
í Skutulsfirði á laugardag og
tvö á sunnudag. Þá féllu tvö
flóð á Súðavíkurveg á sunnu-
dag, en maður á snjóruðnings-
tæki varð fyrir öðru þeirra.
Ökumanninn, Guðbjart Ólafs-
son, sakaði ekki.
Á Hnífsdalsveg féllu tvö
flóð aðfaranótt sunnudags. Á
veginn um Óshlíð féll eitt flóð
en sex önnur flóð sem féllu úr
hlíðinni lentu á stálþiljum og
netakössum sem komið hefur
verið upp til að verja veginn.
– tinna@bb.is
Tíu snjóflóð féllu um helgina
Leiðin frá Ísafirði til Súðavíkur lokaðist á sunnudag vegna snjóflóða.
– sjá viðtal í miðopnu við Halldór
Gunnar Pálsson, tónlistarmann
með meiru frá Flateyri