Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 2

Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 2
FIMMTUDAGUR 22. MARS 20072 Þennan dag árið 1972 kom í ljós að Geirfugladrangur, vestur af Eldey, hafði hrunið eða sokkið í sæ. Drangurinn, sem er grunnlínupunktur landhelginnar var áður um tíu metra hár en kemur nú aðeins upp úr sjó á fjöru. Dagurinn í dag 22. mars 2007 – 81. dagur ársins Ekki háð- ar mati Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar telur að Selja- dalsleið og Skarfaskers- leið séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum, en Skipu- lagsstofnun óskaði nýver- ið umsagnar Ísafjarðar- bæjar um hvort og á hvaða forsendum jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Hvað varðar Hnífsdals- leið, þá telur umhverfis- nefnd að hún sé háð mati, á þeirri forsendu að hún hafi í för með sér meira inngrip í umhverfið og vegna nálægðar við byggð. Umhverfisnefnd bendir á að þegar leið hefur verið valin er þörf á að fara í breytingu á aðalskipulagi. Það er skoðun umhverfis- nefndar að ef Seljadalsleið eða Skarfaskersleið verði valdar, ætti Djúpvegur að liggja á uppfyllingu neðan byggðar. Jón Kristmannsson á Ísafirði hefur boðið Ísa- fjarðarbæ að kaupa hest- hús sitt að Hauganesi í Skutulsfirði. Í bréfi sem hann hefur skrifað bæjar- yfirvöldum kemur fram að hesthúsið er 137,2 m² að stærð. Fasteignamat þess er 1.450.000 krónur, en brunabótamat 5.160. 000 krónur. Fram kemur í bréfinu að náist samningar um kaup á eigninni hefur eig- andi hússins hug á að flytja hesta sína í hest- húsahverfið í Engidal. Bæjarráð fjallaði um er- indið á fundi sínum í byrj- un vikunnar, og fól bæjar- stjóra að ræða við bréfrit- ara. Vill selja bænum hesthús Stjörnubílar og Vesturferðir semja Rútufyrirtækið Stjörnubílar og ferðaskrifstofan Vesturferðir hafa náð samningum um akstur skemmtiskipafarþega í sumar. Samningurinn felur í sér að Stjörnubílar sjá um allan akstur sem tengist skemmtiskipum á vegum Vesturferða, bæði með eigin rútum og rútum samstarfsaðila. Í frétt á heimasíðu Vesturferða segir að það sé von beggja aðila að samningurinn veiti báðum aðilum öryggi og festu í því mikla starfi sem framundan er við þjónustu við skemmtiskipafarþega. Í sumar er áætlað að 28 skemmtiferðaskip komi til Ísafjarðar, það fyrsta kemur 25. maí og það síðasta kemur 2. september. Farþegafjöldinn á skipunum er samtals tæp 19.000 manns. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður VG í Norð- vesturkjördæmi fékk sam- þykkta þingsályktunartillögu um þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norður- höfum á lokadegi Alþingis, sem var síðastliðinn laugar- dag. Tillagan var samþykkt samhljóða með 53 atkvæðum en 10 þingmenn voru fjarver- andi. Samkvæmt tillögunni felur Alþingi ríkisstjórninni að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við Austur Grænland og skoða sérstaklega þann kost að þjón- ustumiðstöð og umskipunar- höfn fyrir siglingar í Norður- höfum verði á Vestfjörðum. Kemur fram í tillögunni að hafa eigi samráð við heima- menn við gerð úttektarinnar. Segir Lilja Rafney að ánægju- legt sé að málið hafi fengið svo skjóta afgreiðslu og verið sett í forgangsröð í þinglok. „Enda er það gott innlegg í þá vinnu sem er í gangi að hálfu sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisvaldsins um eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum“, segir Lilja Rafney. Gera á úttekt á eflingu Vestfjarða sem þjónustumiðstöðvar fyrir Austur Grænland Fjölmörg verkefni á Vestfjörð- um styrkt af Ferðamálastofu Ferðamálastofa hefur af- greitt umsóknir um styrki til úrbóta í umhverfismálum. Fjölmörg verkefni á Vest- fjörðum fá styrk að þessu sinni. Þannig fær Ísafjarðar- bær einnar milljónar króna styrk til að koma upp þurrsal- erni í Hornvík. Ferðamála- samtök Vestfjarða fá 1,5 millj- ónir til gerðar gönguleiða- korta. Víkingaverkefni um Gísla sögu Súrssonar fær eina milljón í söguskilti. Þá verða veittar 500.000 krónur til Ferðaþjónustunnar Grunna- vík til að bæta aðgengi að lendingarstað í Grunnavík. Sjóferðir Hafsteins og Kidd- ýjar ehf fá 400.000 krónur til lendingarbóta í Aðalvík, Hlöðu- vík og Hornvík. Fleiri sem fá styrk eru t.d. Ævintýradalur- inn ehf og Guðmundur J. Hall- varðsson. Þó nokkrir styrkir falla í hlut Strandamanna. Sem dæmi má nefna að Stranda- galdur ses. fær úthlutað einni milljón til umhverfisbóta við Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði. Eins fær Ásbjörn Magnússon eina milljón til umhverfisbóta í Grímsey á Steingrímsfirði. Ferðamálastofu bárust 131 umsókn um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfir- standandi ári en 62 hlutu styrk að þessu sinni. Til úthlutunar voru um 48 milljónir króna sem skiptast í fjóra flokka. Við úthlutun að þessu sinni var sérstaklega horft til úrbóta í aðgengismálum á áninga- og útivistarstöðum. Á heimasíðu Ferðamála- stofu segir að til viðmunar við úthlutun er stuðst við reglur um forgangsröðun styrkja. Mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif fram- kvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi. – tinna@bb.is Ferðaþjónustan Grunnavík fær hálfa milljón til að bæta aðgengi að lending- arstað. Á myndinni er Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.