Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 3

Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 3
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 3 Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Bæjarráð Bolungarvíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að opnuð verði upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í bænum og á að taka hana í gagnið ekki síðar en þann 1. júní nk. Félagar í handverksfélaginu Drymlu verða fengnir til að taka að sér rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar og hefur bæjarstjóra verið falið að ganga frá samningi við félagið. Til stendur að félagar fái aðstöðu undir starfseminu á neðri hæð hússins við Hafnargötu 9 í Bolungarvík. Þá gerði bæjarráð það einnig að tillögu sinni að ráðinn verði sumarstarfsmaður til starfa í upplýsinga- miðstöðinni í sumar, auk þess sem hann á að sinna öðrum ferðamálum fyrir svæðið. Útboð Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboð í verkið: Suðureyri, dýpkun smá- bátahafnar. Helstu magntölur: Dýpkun 4000m³ Grjótfláar 100m³ Fylling 30m³ Rif á eldri bryggju Verkinu skal lokið eigi síðar en 20. maí 2007. Útboðsgögn verða afhent á bæjar- skrifstofum Ísafjarðarbæjar og á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá og með föstudeginum 23. mars gegn 5.000 króna greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 3. apríl 2007 kl. 11:00. Brýnt að þingmenn NV-kjördæmis taki sam- an áherslur til að leggja fyrir ríkisstjórnina Þingmenn sem sátu fundinn Lifi Vestfirðir í Hömrum, hitt- ust í síðustu viku og ræddu sam- eiginlegan tillöguflutning um atvinnumál á Vestfjörðum. Guðjón Arnar Kristjánsson tók að sér að boða til fundarins og segir hann vilja til þess að hittast á framhaldsfundi með öllum þingmönnum Norð- vesturkjördæmis. „Við þurf- um að taka saman einhverjar áherslur til að fara með til ríkisstjórnarinnar, kannski ekki of marga málaflokka, heldur einbeita okkur að at- vinnumálunum og því sem kæmi sér best fyrir svæðið. Mér finnst skipta miklu máli tengja saman norður- og suð- urfirðina og að Vestfirðir verði settir á flýtiáætlun, því það verður að vera greiður að- gangur á milli fólks.“ Guðjón Arnar segir einnig miklu máli skipa fyrir atvinnu- lífið á svæðinu að það komi einhvers lags vilyrði fyrir end- urgreiðslu á flutningskostn- aði, eða styrkir til strandflutn- inga. „Við verðum líka að horfa ákveðið til þess að há- skólasetrið verði að háskóla og að það gerist sem fyrst. Við sjáum það hafa virkað vel á öðrum stöðum. Það þarf að hella sér í skólamálin mark- vissari hætti,“ segir Guðjón Arnar um uppbyggingu há- skóla á svæðinu, en raddir um sjálfstæðan háskóla voru há- værar á fundinum í Hömrum. „Kannski getum við náð saman um þessa þætti,“ segir Guðjón Arnar og bætir við. „Það er ekki gott að vera í þessari stöðu í aðdraganda kosninga, því þetta er ekki auðveldasti tíminn til að kom- ast að samkomulagi– en það liggur mikið við og við gerum það sem við getum.“Guðjón Arnar Kristjánsson á fundinum í Hömrum. Árið 1997 voru yngstu íbúar Vestfjarða, frá 0-9 ára gamlir, 16,6% íbúa. Samkvæmt tölum sem miða við síðustu áramót eru íbúar á þessum aldri nú 12,9% af heildaríbúafjölda og hefur fækkað úr 1.439 í 964, eða um 33%. Til aldurshóps- ins 10-19 ára töldust 1.513 einstaklingar árið 1997, sem gerir 17,5% af heildaríbúa- fjölda, en við síðustu áramót voru þeir 1.221, sem gerir 16,4%. Fækkaði þeim um 19% frá 1997. Íbúar á þrítugsaldri voru 1.225 árið 1997, eða 14,2% íbúa, en hefur fækkað í 1.017, sem gerir 13,6%. Fækkaði íbúum á þrítugsaldri um 17% á tímabilinu. Á fertugsaldri voru 1.411 íbúar árið 1997, eða 16,3%, en eru nú 917, eða 12,3%. Íbúum á fimmtugs- aldri hefur fjölgað á svæðinu, úr 1.149 árið 1997, eða 13,3% íbúa, í 1.155 nú um áramót, eða 15,5% íbúa. Íbúum á sex- tugsaldri hefur sömuleiðis fjölgað, úr 711, eða 8,2% af heild- aríbúafjölda, í 924, eða 12,4%. Íbúum á sjötugsaldri hefur fækkað úr 606 árið 1997, eða 7% íbúa, í 569 nú um áramót, eða 7,6% íbúa. Íbúum á átt- ræðisaldri hefur fjölgað úr 380, eða 4,4% íbúa, í 465 nú um áramót, eða 6,2% íbúa. Íbúum á níræðisaldri hefur þá einnig fjölgað, úr 183 í 200, en íbúum á tíræðisaldri hefur fækkað úr 37 í 28. Tveir voru yfir 100 ára aldri árið 1997, en einn nú um áramót. Íbúum á aldrinum 0-9 ára hefur fækkað um 33% frá árinu 1997 Fela bæjarstjóra að ræða við OV Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur falið bæjar- stjóra að óska eftir viðræð- um við Orkubú Vestfjarða á grundvelli niðurstaðna nýrra skýrslna um hitastig- ulsboranir í Bolungarvík og Álftafirði, sem framkvæm- dar voru síðasta sumar. Þær niðurstöður gefa til kynna að miklar líkur séu á því að heitt vatn sé að finna bæði í Tungudal og Engidal og í ljósi þess, sé rétt að ræða við forsvarsmenn Orkubúsins um næstu skref í þessu stóra hagsmunamáli sveitarfélagsins. Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi Í-lista lagði fram bókun þessa efnis á síðasta fundi bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt einróma. Arna Lára segir það afar mikilvægt að þessu máli sé haldið á lofti. – annska@bb.is Orkubú Vestfjarða. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við snjóflóðavarn- argarð í Bolungarvík hefjist um mitt sumar. Að sögn Þráins Sigurðssonar, aðstoðarfor- stjóra Framkvæmdasýslu rík- isins, er búið að hanna garðinn en eftir á að setja verkið í umhverfismat og bjóða það út. Á borgarafundi sem hald- inn var í nóvember sl. var gert ráð fyrir að framkvæmdir við garðinn myndu hefjast í maí og því er ljóst að einhverjar tafir hafa orðið. Grímur Atla- son, bæjarstjóri Bolungarvík- ur, segir gríðarlega mikilvægt að framkvæmdir hefjist sem fyrst, og ekki aðeins við varn- argarð heldur einnig gerð Óshlíðarganganna. Grímur vonar að fram- kvæmdir fari af stað fljótlega, enda myndi það ekki aðeins auka öryggi íbúa svæðisins heldur einnig tryggja uppgang í atvinnulífinu. Varnargarð- urinn í Bolungarvík á að vera um 18-22 metra hár og 700 metra langur þvergarður, stað- settur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þús- und rúmmetrar af fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljónir króna en end- anlegur kostnaður ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygg- ing varnanna taki um 2-3 ár. Gerð snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík hefst í sumar

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.