Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 6

Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 6
FIMMTUDAGUR 22. MARS 20076 Orkubúið Ritstjórnargrein Sundahöfn eða olíumúli Á þessum degi fyrir 21 ári Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Það kom greinilega í ljós á fundi sem hafnarnefnd Ísafjarðar boðaði til á Hótel Ísafirði sl. laugardag, að nokkuð er fjarri því að Ísfirðingar séu sammála um það hvernig eigi að standa að uppbyggingu hafnarinnar og leysa þar með þann gífurlega vanda sem nú er vegna þrengsla. Á fundinum skiptust menn á skoðunum um það og gagnrýndu sumir mjög það sem þeir kölluðu fyrirhyggjuleysi við skipulag og ákvörðun um Sunda- höfn. Hermann Guðjónsson forstöðumaður tæknideildar Vita- og hafnamálastofnunar hafði framsögu um málið og gat þess fyrst hve fjárframlög ríkisins hefðu dregist saman á undan- förnum árum og eru nú einungis 74 milljónir króna á þessu ári, eða um 1/3 þess sem var að meðaltali árin 19-75-84. Hann rakti hve umferð um Ísafjarðarhöfn hefði aukist um svipað árabil: skipakomum fjölga um nær 100%, landaður afli aukist um rúm 30%. Á sama tíma hefur viðlegupláss í höfninni auk- ist um rúma togaralengd. Unnið hefur verið fyrir 84 milljónir á þessum árum og þar af hafa 34 milljónir farið í 1. áfanga vöruhafnar á Sundasvæðinu. Alþingi Íslendinga hefur verið frestað fram yfir kosningar 12. maí en eftir það ber þinginu að koma saman innan 10 vikna frá kjördegi. Margir gamlir jaxlar hverfa nú af þingi, fólk með áratuga setu sem þingmenn og ráðherrar og þeim fylgja nokkrir sem teljast verða nýliðar miðað við þá reynslumestu. Kosningarnar í maí kunna svo að leiða það af sér að fleiri veðri að taka pokann sinn en ætluðu. Síðustu dagar þingsins voru í takt við fyrri tíma; annríki og átök við að koma sem flestum málum í gegn. Þrátt fyrir nefndarstörf, umræður og fyrirspurnir þingtímann út í gegn eru stærstu og þýðingarmestu málin afgreidd á hunda- vaði á næturfundum síðustu daga þingsins. Afleiðing: Ólög sem leiddu til mestu eignaupptöku Íslandssögunnar, gjafakvótans, svo dæmi sé tekið. Frestur er á illu bestur. Þegar útséð er að menn snúi ekki frá villu síns vegar er frestun á vitleysunni oft besta ráðið í stöðunni. Dæmi í þessa veru átti sér stað við þinglokin að þessu sinni þegar fyrirætlun iðnaðarráðherra um að koma Orkubúi Vestfjarða fyrir í einni af sjálfsagt mörgum skúffum Landsvirkjunar var slegið á frest. Þetta er fagnaðarefni. Frestunin á þessari fráleitu fyrirætlan vekur vonir. Hugmynd fyrrverandi iðnaðarráðherra að sölsa Orkubúið undir Rarik og Norðurorku fékk sem betur fer hægt andlát. Ástæðan fyrir hugmynd ráðherrans fyrrverandi var augljós. Ástæða núverandi iðnaðarráðherra fyrir að ætla að troða Orkubúinu ,,proforma“ undir hatt Landsvirkjunar hefur ekki verið útlistuð á skilanlegu máli. Æði margir hneigjast að þeirri kenningu að slök eiginfjárstaða Landsvirkjunar valdi þessu brölti. Þessu hefur ekki verið mótmælt svo mikið hafi borið á. Vestfirðingar voru tilneyddir að selja Orkubúið. Því olli slök fjárhagsstaða sveitarfélaganna, sem að verulegu leyti var til orðin vegna félagslega íbúðakerfisins, sem ríkissjóður taldi sig ekki bera neina ábyrgð á þegar afleiðingarnar hömlulausra íbúðabygginga, nánast um land allt, nýttust ekki sem skyldi þar sem eftirfylgnina, atvinnutækifæri fyrir fólkið sem húsnæðið átti að laða á viðkomandi staði, vantaði. Þar sem svo vel tókst til að Orkubúinu var forðað frá því á elleftu stundu að lenda í Landsvirkjunarskúffunni verða talsmenn okkar, sem nú sitja að borði með fulltrúum ríkis- valdsins í sérskipaðri nefnd í kjölfar baráttufundarins í Hömrum, að sjá til þess að málefni Orkubúsins verði tekið á dagskrá og óvissunni um framtíð þess eytt. Við þurfum á öflugu Orkubúi að halda á Vestfjörðum. Meini stjórnvöld eitthvað með yfirlýsingum sínum um efl- ingu byggðakjarna á Vestfjörðum eiga þau að efla Orkubúið, færa því aukin verkefni. s.h. 4.836 tonnum af þorski landað í febrúar Alls var 4.836 tonnum af þorski landað á Vestfjörðum í febrúar og er það nokkru minna en árið áður, þegar 5.676 tonnum var landað. Samdrátturinn er 15%. Af ýsu var landað 2.370 tonnum í ár en 2.219 tonnum í fyrra, og eykst veiði því á milli ára um 6,8%. Karfaveiðin tvöfaldast tæplega á milli ára, fer úr 140 tonnum árið 2006 í 277 tonn í ár. Þá er sömuleiðis mikil aukning í steinbítsveiði, en í fyrra komu 712 tonn á land miðað við 1.009 tonn í ár, en aukningin er um tæplega 42%. Í febrúar í ár komu þá 281 tonn af grálúðu á land á Vestfjörðum, á miðað við 189 tonn í fyrra, og er aukningin um 48,6%. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lagði á dögunum til að bæjar- stjóra og bæjartæknifræðingi yrði falið að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnafélagið Lands- björgu vegna mögulegrar byggingar á sameiginlegri slökkvistöð, björgunarmið- stöð og lögreglustöð fyrir svæðið. Á fundi bæjarráðs á dögunum gerði Sigurður Pét- ursson, bæjarfulltrúi Í-listans, athugasemd við fyrirhugaðar umræður og lét bóka að hann teldi ekki rétt að bæjarstjórn eða bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar hefði frumkvæði að við- ræðum um byggingu lög- reglu-, slökkvi- og björgunar- miðstöðvar í Ísafjarðarbæ. Í bókun Sigurðar segir m.a.: „Ekkert formlegt erindi hefur borist bæjarráði um þetta mál frá sýslumannsembættinu eða öðrum aðilum. Engar áætlanir um slíka byggingu hafa verið ræddar í nefndum eða ráðum bæjarins eða sýnt fram á brýna þörf málsins. Staða bæjarsjóðs leyfir ekki stórfelld útgjöld á þessu málasviði þegar önnur verkefni standa fyrir dyrum svo sem bygging nýrrar sundhall- ar.“ Lagði Sigurður til að mál- inu yrði frestað um sinn, og samþykkti bæjarráð það en bókaði jafnframt að bæjaryfir- völd skyldu gæta þess að vera samstíga öðrum aðilum í málinu. Fresta viðræðum um sameiginlega lögreglu-, slökkvi- og björgunarmiðstöð „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar fagnar því frumkvæði íbúa að halda opinn borgarafund undir yfirskriftinni „Lifi Vest- firðir.” Fundurinn var afar vel sóttur og málefnalegur þar sem vandamál og ekki síst tækifæri Vestfjarða voru til umræðu. Bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar tekur heilshugar undir ályktun fundarins sem sam- þykkt var samhljóða.“ Þetta er meðal efnis í tillögu sem Arna Lára Jónsdóttir bæjar- fulltrúi lagði fram fyrir hönd Í-lista á fundi bæjarstjórnar. Arna Lára segir mikilvægt að taka undir ályktunina og sýna þannig stuðning í verki en tillagan var samþykkt 8-0. Í bókun segir einnig „fulltrúar Í- listans í bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar lýsa yfir furðu sinni vegna skipan nefndar á vegum ríkistjórnarinnar sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vest- fjörðum. Telja þau það vera tímasóun að skipa nefnd til að fjalla um tillögur sem liggja nú þegar fyrir, í því samhengi má nefna þær tillögur sveitarstjórna á Vestfjörðum sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina í byrjun febrúar og tillögur verkefnis- stjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði.“ „Við teljum að skipun nefnd- arinnar sé til þess gerð að tefja málin þar sem að kröfur okkar eru mjög skýrar og margar fyrirliggjandi tillögur sem eru raunhæfar og haldgóðar. Bók- unin beinir því jafnframt til þeirra ágætu manna er starfa í nefndinni að hraða störfum sínum.“ – annska@bb.is Tímasóun að skipa nefnd til að fjalla um tillögur sem þegar liggja fyrir Fulltrúar Í- listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsa yfir furðu sinni vegna skipan nefndar á vegum ríkistjórnarinnar sem hefur það hlutverk að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.