Bæjarins besta - 22.03.2007, Page 9
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 9
Meiraprófsnámskeið
· leigubifreið · vörubifreið · hópbifreið · eftirvagn
Ísfirðingar og nágrannar ath!
Námskeið til aukinna ökuréttinda verður haldið
á Ísafirði föstudaginn 30. mars næstkomandi.
Ath! Verkalýðsfélög veita allt að 100 þúsund
króna styrk. Sama verð og á höfuðborgarsvæðinu!
Skráning í símum 581 2780, 822 2908 og 692 4124.
Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða.
Ökuskóli S.G.
Bolungarvíkurkaupstaður
Útboð – Bygging
dælustöðvar
Vatnsveita Bolungarvíkur óskar eftir til-
boðum í verkið „Dælubrunnur við Ljósa-
land.“ Um er að ræða staðsteypta bygg-
ingu á einni hæð. Bygginguna skal full-
gera ásamt frágangi lóðar.
Helstu magntölur:
Stærð byggingar 12m² 52m³
Steypa 15m³
Mót 120m²
Járn 900 kg.
Verkinu skal að fullu lokið 1. sept.2007.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-
12 gegn 3.000.- króna greiðslu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Bolung-
arvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12, mið-
vikudaginn 4. apríl 2007 kl. 11:00.
Tæknideild Bolungarvíkur.
Bæjarráð Bolungarvíkur
hefur kallað eftir aðgerðum
stjórnvalda vegna þess ójafn-
aðar sem atvinnulíf á Vest-
fjörðum býr við, og vill fá
aðgerðir nú þegar. „Sveitar-
félögin á Vestfjörðum hafa
lagt fram fyrir stjórn og stjórn-
arandstöðu metnaðarfullar og
raunhæfar tillögur til úrbóta.
Þar komu m.a. fram tillögur
um bættar samgöngur, jöfnun
flutningskostnaðar með strand-
siglingum, flutning opinberra
starfa á svæðið og leiðréttingu
á tekjustofnum sveitarfélag-
anna. Staðan er öllum ljós og
nú er kominn tími á aðgerðir,“
segir í bókun bæjarráðs Bol-
ungarvíkur.
Eins og greint hefur verið
frá eru nokkrar áhyggjur af
stöðunni á norðanverðum
Vestfjörðum í kjölfar ýmissa
áfalla undanfarnar vikur, og
ber þar líklega helst að nefna
gjaldþrot byggingarfyrirtæk-
isins Ágústs og Flosa og
ákvörðun hátæknifyrirtækis-
ins Marels að flytja starfsstöð
sína hér í bænum, sem eitt
sinn hét POLS og var í eigu
Ísfirðinga, suður á höfuðborg-
arsvæðið. Þá hefur Síminn
verið að draga úr starfsemi
hér, rannsóknastofunni Agar
var nýlega lokað og fleira
mætti telja til.
– eirikur@bb.is
Kalla eftir aðgerð-
um í atvinnumálum
Ráðstefna um málefni innflytj-
enda í Háskólasetrinu á Ísafirði
Fjölmenningarsetrið og Há-
skólasetur Vestfjarða ætla að
halda ráðstefnu á Ísafirði dag-
ana 26.-28. mars nk., þar sem
margir helstu fræðimenn í
málefnum innflytjenda og
byggðaþróunar flytja erindi.
Málefni innflytjenda hafa
mikið verið í deiglunni upp á
síðkastið og hafa margar
spurningar vaknað um stöðu
þeirra og hvert hlutverk stjórn-
valda sé gagnvart þeim. Í til-
kynningu vegna ráðstefnunn-
ar segir m.a.: „Ákveðinn ótti
hefur einkennt umræðuna,
meðal annars hvort íslenskt
samfélag geti tekið við þeim
fjölda innflytjenda sem hefur
flust til Íslands síðastliðið ár
eftir frekari opnun Evrópu.
Hafa innflytjendur eitthvað
fram að færa til samfélagsins
eða eiga þeir að samlagast
þjóðfélaginu? Á sama tíma og
landsbyggðin glímir við fólks-
fækkun hafa innflytjendur
flust á landsbyggðina og að
einhverju leyti stemmt stigu
við þessari þróun. En hver eru
áhrifin? Eru innflytjendur
hvalreki eða ógn fyrir samfé-
lög á landsbyggðinni?“
Meðal þeirra sem ætla að
hafa skoðun á þessum mál-
efnum eru breski sendiherrann
Alp Mehmet og Einar K.
Guðfinnsson, sjávarútvegs-
ráðherra. Þá mun Philomena
de Lima greina frá stöðu far-
andverkafólks í dreifbýli á
Bretlandi. De Lima mun einn-
ig fjalla um orðræðuna sem á
sér stað í Bretlandi um þessar
mundir. Hún segir neikvæða
orðræðu um innflytjendur oft
vatnstengda samanber „flood-
ed“ og „swamped“ í ensku. Á
Íslandi tengist orðræðan einn-
ig vatni, svo sem þegar talað
eru um „mikið flæði“ af inn-
flytjendum og „stríðan straum“
af erlendu vinnuafli.
David Bruce mun kynna
verkefni í Kanada þar sem
markvisst var unnið að því að
laða innflytjendur til þeirra
sveitarfélaga þar sem fólks-
fækkun var mikil. Hvað var
gert og skilaði það árangri fyr-
ir byggðarlagið? Geta sveitar-
félög hérlendis nýtt sér reyn-
slu Kanadamanna? Norska
fræðakonan Marit Anne Aure
segir frá rannsókn sinni á að-
stæðum farandverkafólks í
norðurhluta Noregs, á bak-
grunni þess og stöðu, af hverju
einstaklingur gerist farand-
verkamaður og hvaða áhrif
það hefur á líf hans.
Nátengdur umfjöllunarefni
Marit Anne Aure er fyrirlestur
Unnar Dísar Skaptadóttur og
Önnu Wojtynsku sem fjallar
um innflytjendur á Vestfjörð-
um, „Vestfirðir, heimili eða
verbúð?” Þær spyrja hvernig
reynslan við að flytja til nýs
staðar hefur áhrif á sjálfsmynd
einstaklings og hvaða hópi
hann tilheyrir. Þetta eru að-
eins nokkur dæmi um þá
áhugaverðu fyrirlestra sem
verða á ráðstefnunni. Á vef
Háskólaseturs Vestfjarða má
fá nánari upplýsingar um er-
indi Berglindar Ásgeirsdóttur,
Brendu Grzetic, Rolands
Beshiri, Barböru Neis, Hafliða
H. Hafliðasonar, Magnfríðar
Júlíusdóttur, Wolfgangs Boss-
wick og Sigríðar Elínar Þórð-
ardóttur.
Magnús Stefánsson félags-
málaráðherra mun setja íbúa-
þing sem verður haldið í
tengslum við ráðstefnuna þar
sem stjórnmálaumræðan verð-
ur tekin fyrir. Ráðstefnan hlaut
styrk frá Evrópusambandinu
í tengslum við vitundarvakn-
ingu í samfélögum.
– eirikur@bb.is
fyrir hvert tonn af afla, en árið
áður fengust að meðaltali
86.923 krónur fyrir hvert tonn
af afla. Aukningin er 42% á
milli ára. Þó ber að hafa í
huga að fleira kemur inn í en
afurðaverð, eins og til dæmis
skipting afla, gjaldeyrisstaða
og fleira.
Til samanburðar má nefna
að á sama tímabili dróst veiði
Alls var landað 3.114 tonn-
um af afla á Vestfjörðum í
nýliðnum desember mánuði,
og er það nokkuð minna en
var landað í sama mánuði árið
áður, þegar 4.393 tonn komu
á land. Samdrátturinn er 29%
á milli ára. Ekki segir það þó
alla söguna því afurðaverð er
með þeim hætti að dálítið
meira fé fékkst fyrir þann fisk
sem kom á land í desember
2006, en í desember 2005.
Aflaverðmæti í nýliðnum
desember var ríflega 384
milljónir króna, en á sama
tíma árið áður var aflaverð-
mæti að upphæð tæplega 382
milljónum króna. Aukning í
aflaverðmæti er upp á 0,6%. Í
desember árið 2006 fengust
að meðaltali 123.395 krónur
á höfuðborgarsvæðinu saman
um 28,5%, og aflaverðmæti
dróst saman um 9%.
– eirikur@bb.is
Ríflega þrjú þúsund tonn-
um af afla landað í desember
Ísafjarðarhöfn.