Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Page 10

Bæjarins besta - 22.03.2007, Page 10
FIMMTUDAGUR 22. MARS 200710 „Vagninn hefur verið mikill skóli fyrir mig í því að koma fram. Ég veit ekki hversu oft ég hef spilað þar. Ég söng til dæmis fyrst á Vagninum, en það hefur mér alltaf þótt mjög erfitt. Það er bara eitthvað við þennan stað, hann er svo miklu meira en pöbb. Það hreinlega varðar byggðamál að halda svona stað gangandi.“ „Bakgrunnur okkar gerir okkur að því sem við erum“ Æskudraumurinn „ Ég ætlaði alltaf að verða kokkur og fékk samning á Hótel Sögu. Þá var ég 17 ára og fluttist til höfuðborgarinn- ar. Ég hef verið á nokkru flakki á milli síðan, en þarna fyrst var ég í tvö ár og kom svo aftur. Núna er ég svo í Reykjavík – en bý samt þannig lagað séð á Flateyri. Ég er með lögheimili mitt að Ólafs- túni 6 og þannig vil ég alltaf hafa það.“ – Ætlaðirðu alltaf að verða kokkur? „Það er ágætis saga á bak við það að ég ætlaði að nema kokkafræðina á sínum tíma. Þegar ég var 10 ára fékk ég kokkabókina „Mikki eldar“ að gjöf, en þar var Mikki mús að elda fyrir gesti. Ég eldaði í framhaldinu kjöthleif fyrir fjölskylduna. Eftir gjörning- inn settist öll fjölskyldan að borðum og beið þess spennt að borða matinn sem kokkur- inn verðandi hafði reitt fram, þess er skemmst frá að segja að maturinn var vægast sagt ógeðslegur. Þetta reyndar drap ekki drauminn, ég ætlaði aldrei að vera neitt annað en kokkur þar til ég varð 18 ára gamall. Ég var búinn að fást við elda- mennsku af ýmsum toga. Ég var að vinna í mötuneytinu þegar verið var að byggja snjóflóðavarnirnar á Flateyri og ég hef örugglega bakað 50 pizzur á kjaft á Flateyri. Ég sver það að ég fylgdi pizzaofn- inum í öll hús sem hann fór í á Flateyri. Ég bakaði fyrstu pizzuna mína þegar ég var 13 ára gamall, en það æxlaðist þannig að sá sem átti að baka hana var þunnur og mætti ekki í vinnuna og ég fenginn til að gera hana í staðinn, hún var viðbjóðsleg. Hinni Kristjáns á Flateyri fékk svo þessa bless- uðu pizzu og hann kom brun- andi til baka með hana og spurði hvað í ósköpunum þetta væri. Þannig að það er óhætt að segja að ég hafi lært það „erfiðu leiðina“ að baka pizzur.“ – En hvernig fór svo fyrir kokkanáminu? „Það varð heldur enda- sleppt, ég hafði ekki lengur tíma til að spila á gítar. Ég var að vinna frá fimm á morgn- anna til eitt á nóttunni 7 daga vikunnar og léttist um 30 kíló Halldór Gunnar Pálsson er Vestfirðingur í húð og hár. Hann er sonur Páls Sigurðar Önundarsonar frá Flateyri og Magneu Kristjönu Guðmundsdóttur frá Ingjaldssandi. Halldór Gunnar er næst elstur fjögurra systkinum, þeirra Ön- undar Hafsteins, Hákons Þórs og Birnu Drafnar. Hann er í sambúð með Svandísi Lilju Níelsdóttur. Halldór Gunnar ólst upp á Flateyri og var þar til ársins 1998 er hann hleypti heimdraganum og fór til náms í höfuðborginni. Hann hefur þó ekki slitið sig alfarið frá æskuslóðunum og er svo að segja alltaf með annan fótinn „fyrir vestan.“ Hann hefur marga fjöruna sopið á tiltölulega stuttri ævi, en í viðtalinu ræðir hann um æskudrauma, vináttuna, vinnuna og tónlistina sem skiptir hann miklu máli. Á síðasta ári stofnaði hann kór með æskufélögunum frá Flateyri, samdi tónlist á heila kóraplötu ásamt félaga sínum og gaf svo afraksturinn út á geislaplötu fyrir jólin. Þar er einung- is talið upp lítið brot af því sem hann hefur verið að fást við því drengurinn er með eindæmum iðinn og ávallt með mörg járn í eldinum. fyrsta eina og hálfa mánuð- inn.“ – Þetta hefur verið púl. – Já. Ég bjó þarna við hlið- ina á Hótel Sögu og eina sem ég gerði var að labba í vinnu og vera þar. Ég átti auðvitað bara að vinna venjulegar vakt- ir, en síðan var alltaf bara sagt við mig „já og þú ert að vinna á morgun.“ Það var s.s. aldrei spurt, bara skipað. Það endaði auðvitað með því að ég hætti bara. Ég kann að elda og það er nóg fyrir mig.“ – Það er kannski óhætt að segja að þrældómurinn hafi drepið drauminn? „Já. Mig langaði ekki einu sinni til að prófa að fá samning á öðru hóteli, þó þetta hefði verið draumurinn í öll þessi ár. Hann bara fuðraði upp í púlinu. Ákvörðunin var ekki mjög flókin. Ég einfaldlega verð að hafa tíma til að spila, annars líður mér illa.“ Tónlistin – Hvenær byrjaðir þú að garfa í tónlist? „Hún hefur verið hluti af lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Það er svo fyndið að nýverið komst ég yfir um- sögn um mig frá tónlistarskól- anum á Flateyri þegar ég var 10 ára píanónemandi og þar var sagt „Halldór Gunnar er mjög hæfileikaríkur ungur mað- ur, en hann þarf að hafa stjórn á skapi sínu og æfa sig heima.“ Annars fór ég þessa hefðbundnu leið í tónlistarskóla þar sem ég lærði á blokkflautu og píanó. Þegar ég var 12 ára, var Stína amma með umboð fyrir ein- hverja kassagítara á Flateyri. Hún kenndi mér fyrstu gripin og lánaði mér Gítarskóla Ólafs Gauks, sem ég gleymdi að vísu alltaf að skila, þar lærði ég að spila Stína var lítil stúlka í sveit til að mynda. Önni bróðir var að spila á trommur og mig langaði alltaf til að spila á trommur líka, en síðan sá ég bara hvað hann var fer- lega góður og snarhætti við.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.