Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 11
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 11
„Ég áttaði mig líka á því að það er ekki nóg að vera
góður, maður þarf líka að vera skemmtilegur svo
einhver nenni að hlusta á mann. Ég hef reynt að gera
það, að geta spjallað við hvern sem er um hvað sem
er, þó ég viti ekki endilega voða mikið um það.“
Þá ætlaði ég að spila á gítar,
en Önni sagði að ég væri með
svo ferlega asnalega putta að
það myndi sjálfsagt aldrei
ganga. Nema að ég hætti að
spila á gítar í tvö ár. Ég byrjaði
aftur að spila 14 ára. Ég fór þá
í Skífuna í Reykjavík og keypti
mér gítar, en þetta hefur ör-
ugglega verið í eina skiptið
sem Skífan seldi gítara. Ég
var búinn að semja fyrsta lagið
mitt á hann þegar ég kom út á
bílastæði.“
– Og ertu búinn að spila
síðan?
„Já og það má segja að
Kristinn Níelsson hafi ýtt mér
af stað, hann var fyrsti gítar-
kennarinn. Hann kenndi mér
þrjú Rolling Stones lög og einn
sólóskala og síðan var bara
djammað. Ég var alltaf síðast-
ur í tíma hjá honum og tímarn-
ir mínir voru aldrei hálftími.
Við spiluðum líka mikið með
honum og settum til að mynda
upp Rolling Stones sýningu.
Hann kenndi Gogga að tromma
og Hlyni á bassa og það má
segja að hann hafi búið okkur
til.“
– Hann hefur greinilega ver-
ið mikil hvatning.
„Já alveg klárlega. Hann er
líka rokkskrímsli í dulargervi
og ferlega skemmtilegt að
spila með honum.“
– Þetta er kannski eitt dæmi
um það hvað ein manneskja
getur haft mikil áhrif á samfé-
lagið sitt.
„Já nákvæmlega. Þarna
kemur Ísfirðingur nýkominn
úr námi frá Svíþjóð og allt í
einu höfum við þrjá stráka sem
kunna að spila í hljómsveit.
Næstu 10-15 árin eru þeir svo
að spila á böllum fyrir Flateyr-
inga og við erum enn að spila
á böllum fyrir Flateyringa. Í
framhaldi af tónlistarnáminu
á Flateyri fór ég svo í tónlist-
arskólann á Ísafirði og fór svo
að kenna við hann bæði á Flat-
eyri og á Þingeyri. Síðan fór
ég loksins í FÍH, en þangað
var ég búinn að vera á leiðinni
í 10 ár. Ég þorði bara aldrei að
fara í inntökuprófið.
Ég trúi því að einn góðan
veðurdag verði ég góður í tón-
list. En á leiðinni þangað hef
ég verið að lenda í eins og
ýmsum störfum sem hægja á
mér á leiðinni þangað. Ég ætl-
aði einhvern tíman að verða
besti gítarleikari í heimi, en
síðan áttaði ég mig á því að
það myndi sennilega ekki
gerast. Ég áttaði mig líka á
því að það er ekki nóg að vera
góður, maður þarf líka að vera
skemmtilegur svo einhver
nenni að hlusta á mann. Ég
hef reynt að gera það, að geta
spjallað við hvern sem er um
hvað sem er, þó ég viti ekki
endilega voða mikið um það.“
Breytt um stefnu
– Og núna ertu á öðrum
vetri í FÍH, hvernig gengur?
„ Já. Það gekk rosa vel í
fyrra, fyrsta veturinn minn.
Síðan lenti ég bara í svo svaka-
legri vinnu núna í vetur.“
– Hvernig vildi það til?
„Sko, í fyrrasumar fékk ég
svona Flateyrar-syndrome
sem er sameiginlegt með öll-
um litlum bæjum úti á landi.
Skólinn var búinn og ég ætlaði
ekki að fara vestur um sumarið
því það hefði kostað svo mikið
að leigja íbúðina og svona. Þá
þurfti ég að finna mér vinnu
og ég var búinn að lofa sjálfum
mér því að núna myndi ég
finna vinnu sem hentaði vel
með tónlistinni, ekki Hótel
Saga, ekki að slægja, ekki
fiskvinnsla, ekki moka skurði,
ekki keyra vörubíl heldur eitt-
hvað svona næs. Ég sendi út
einhverjar skrilljón umsóknir,
en fékk engin svör strax. Þann-
ig að eftir þriggja daga at-
vinnuleysi fannst mér ég bara
vera algjör aumingi og þetta
gamla „að taka fyrstu vinnuna
sem býðst, annars færð þú
enga vinnu“ tók yfir. Ég gleymdi
alveg að hugsa til þess að í
Reykjavík eru einhverjir 3500
vinnustaðir. Þannig að á fimm-
tán mínútum fann ég staðinn,
fór í viðtal og réði mig í vinnu
sem bananabílstóri.“
– Bananabílstjóri?
Já, ég var í svona Chiquita
úlpu og keyrði um að rauðum
og hvítum kassabíl sem stóð á
risa stórum stöfum „bananar.“
Í starfinu fólst að keyra ban-
önum og öðrum ávöxtum og
grænmeti í verslanir á höfuð-
borgarsvæðinu og þetta er án
efa það leiðinlegasta sem ég
hef gert. Mér fannst þetta
reyndar svo fáránlegt að ég
gat ekki annað en hlegið að
þessu, ég meira að segja samdi
lag um þetta og spilaði í af-
mælinu mínu. Vinir mínir voru
alveg gapandi og skildu ekki
hvað ég var að hugsa.
Þegar ég var búinn að vera
bananabílstjóri í einn og hálf-
an mánuð eða svo þá hringir
hjá mér síminn og á hinum
enda línunnar var kona að
hringja frá Skífunni sem vildi
endilega fá mig í atvinnuvið-
tal. En meðal staða sem ég
hafði sent inn umsókn á var
Skífan, í henni bað ég um
vinnu með náminu og sagðist
m.a. hafa mikinn áhuga á tón-
list. Eitthvað gekk nú illa að
finna út tíma sem ég gæti hitt
konuna á næstu dögum, þann-
ig að ég endaði með að segja:
„Heyrðu segðu mér bara hvort
það er eitthvað laust, því ég
hreinlega hef ekki tíma til að
hitta þig.“ Hún gefst ekki upp
og segir það mikilvægt að fá
mig í viðtal, þannig að ég fæ
mig lausan fyrr þarna seinni-
partinn og fer heim úr Chiquita
gallanum og raka mig og hef
mig örlítið til. Nema við erum
ekki búin að spjalla lengi í
viðtalinu þegar hún segist vera
að leita sér að verslunarstjóra.
Eitt leiðir af öðru og ég er
þarna ráðinn sem verslunar-
stjóri yfir Skífunni við Laug-
arveg, en núna er búið að bæt-
ast við hjá mér Skífan í Kringl-
unni. Þetta hefur allt gerst
frekar hratt og það er búið að
vera mjög mikið að gera og
þar af leiðandi oft erfitt að
samræma nám og vinnu. Til
að mynda komu jafnmargir
inn í verslunina á Þorláks-
messu og búa á öllum Vest-
fjörðum.“
– Hafðirðu fengist við eitt-
hvað af þessum toga áður?
„Nei, en ég var spurður að
því í viðtalinu hvort ég hefði
einhverja reynslu af stjórnun-
arstörfum og ég neitaði því,
en sagðist þó hafa verið í
hljómsveit frá 14 ára aldri og
það væri ekkert grín að halda
utan um svoleiðis. Síðan bara
virkar alltaf flott að segjast
vera að vestan og hafa unnið í
fiski.“
– Það er alveg merkilegt
hvað það nær langt.
„Það er bara allt annað
vinnusiðferði sem er innprent-
að hjá okkur. Það er þetta við-
horf, þegar þú ert í vinnunni,
þá ertu í vinnunni og þú mætir
á réttum tíma í vinnuna, annars
missirðu hana bara og það er
bara engin önnur vinna í boði.
Mér finnst þetta flott. Ég byrj-
aði að vinna í frystihúsinu
þegar ég var 14 ára en var
byrjaður að vinna við að moka
skurði þegar ég var 12 ára í
bæjarvinnunni og mér fannst
það bara geðveikt gaman. Það
var upphefð í því að fá að
vinna. Ekki að ég sé að tala
niður til höfuðborgarvinnu-
afls, það hafa bara verið allt
aðrar aðstæður úti á landi. Það
er alls staðar öflugt fólk alls
staðar og vitleysingar alls
staðar, í Önundarfirði hefur
krafturinn blessunarlega orðið
ofan á. En það þarf auðvitað
að halda honum við.“
– Þú ert væntanlega í manna-
ráðningum, spáir þú í þetta?
„Það er allavega fullt af
landsbyggðafólki að vinna
með mér. Annars er það sem
skipti máli þegar uppi er staðið
hvort þú nennir að vinna eða
ekki og þá skiptir engu hvaðan
þú kemur og hvernig þú ert á
litinn.“
– Þú komst með starfsfólkið
þitt hingað á Ísafjörð og á Flat-
eyri á dögunum, leggur þú
mikið upp úr góðum starfs-
anda?
„Já og þessi ferð var alveg
rosalega skemmtileg. Við vor-
um þarna tveir utan að landi,
ég héðan og svo annar strákur
að austan og ein starfsstúlkan
spurði hvort við þekktumst
ekki fyrir þar sem við værum
jú báðir utan að landi.“
– Hvernig hefur þú aðlagast
borgarlífinu?
„Bara alveg ágætlega. Ég
vinn mikið og það er mikið að
gera hjá mér. Ég nenni ekki
að hanga í Reykjavík, þar vil
ég bara hafa nóg að gera, ef ég
vil hanga eitthvað eða hafa
það náðugt þá kem ég vestur.“
– En var ekki rólegra hjá
þér í fyrravetur en núna?
„Nei ég gleymdi sko alveg
að segja frá því að með tón-
listarnáminu fyrst um sinn var
ég að múra og ég var að vinna
svo mikið að ég rétt drattaðist
í skólann með múrsletturnar í
hárinu. Ég reyndar hætti því
þegar ég fór að kenna tónlist,
en ég var að kenna á gítar í
tveimur tónlistarskólum þarna
fyrri veturinn. Við erum að
tala um að ég þurfti að borga
hálfa milljón fyrir veturinn í
skólanum, þar sem ég fékk
ekki styrk frá sveitarfélaginu
mínu til jöfnunar á námi af
því að það er tónlistarskóli á
Ísafirði. Jöfnunin er núna
komin í gegn sem er alveg
frábært. Við erum að tala um
að FÍH er mjög dýr skóli, hann
er bara svipað dýr og góðir
tónlistarskólar erlendis sem
eru á háskólastigi. Ég var
reyndar í öllu þarna í fyrra-
vetur, ég nýtti mér námið til
fulls. Ég var náttúrulega að
kenna líka, þannig að ég var
með gítarinn í hendinni allan
daginn. Ég fór á upptökunám-
skeið og var að vinna í upp-
tökuverinu og stóð mig það
vel í skólanum að skólastjór-
inn bauð mér það að ef sveitar-
félagið mitt myndi ekki styrkja
mig á næsta ári, þá myndi
skólinn gera það. Í ofan á lag
var ég var líka mjög virkur í
félagslífinu í skólanum.“
Fjallabræður
– Svona félagslegur drif-
kraftur getur einmitt verið
mjög einkennandi fyrir Flat-
eyringa.
„Já þessi athafnakraftur. Ég
veit ekki hvað þetta er. Eins
og minn hópur, við erum öll
alveg rosalega góðir vinir. Ég
veit ekki hvort þetta var svona
líka fyrir flóð, hvort að það
hafi einhver áhrif, en það er
eitthvað rosalega sterkt sem
tengir okkur saman. Þó ég hitti
þau ekki á hverjum degi, þó
ég hitti þau ekki í ár þá er bara
ekkert mál að taka upp þráð-
inn. Gott dæmi er einmitt Fjalla-
bræður, þar reyndi nú heldur
betur á stjórnunarhæfileikana.
Það er ekkert grín að vera með
30 Flateyringa á þrítugsaldri
og enginn hafði raunverulega
sungið neitt af ráði áður. En
þetta er voða fínn sauma-
klúbbur.“
– Og þið eru strax komir
með afraksturinn á geisladisk.
„Já já. Ég kynntist Ásgeiri
Andra á Patreksfirði á Sjó-
mannadaginn í fyrra, þar sem
ég var að halda tónleika ásamt
tveimur félögum mínum. Hann
var þarna sem sviðsmaður og
eitt leiddi af öðru og skyndi-
lega vorum við komnir með
efni á heila kóraplötu en vant-
aði bara kór.“
– Hvað í ósköpunum fékk
ykkur til að semja kóratónlist?
„Við ætluðum sko að gera
rokkabillíplötu. Ásgeir átti
kontrabassa og við fórum að
pikka upp lög með Eddie
Cochran, allt í einu urðu til
einhver afskaplega þjóðleg og
drungaleg lög, sem gætu hafa
verið 100 ára gömul og þá
vantaði bara kór. Þá var hringt
í strákana, vinina frá Flateyri
og þeir látnir vita af því að
mig vantaði kór. Sumir tóku
nú frekar dræmt í þetta, en úr
varð að við hittumst í kirkj-
unni í Þorlákshöfn.“
– Af hverju þar?
„Okkur vantaði húsnæði og
þetta bara datt af himnum
ofan. Þar var platan Bræðralag
svo tekin upp. Núna hittumst
við í KR heimilinu og æfum.
Þetta er kannski menn sem
voru saman í grunnskólanum
á Flateyri og hafa ekki hist
heillengi. Þetta er alveg rosa-
lega gaman. Við spiluðum
nokkur lög á Stútungi og það
er svo merkilegt að þegar öllu
er á botninn hvolft þá getur
kórinn sungið. Það er einhver
sérstakur hljómur í Fjalla-
bræðrum, einhver rembingur
og þjóðarstolt og það bara
virkar. Núna get ég krossað
við „taka upp plötu með strák-
unum“ á listanum mínum. Það
er einhver sérstakur hljómur í
kórnum og hann er skemmti-
legasta hljómsveit sem ég hef
verið í.
Ég vil líta á mig sem tón-
listarmann. Ég hef verið í
þessu síðan ég var 14 ára og
hún hefur litað líf mitt allar
götur síðan og í starfi mínu í
dag er ég að fást við tónlist.
Þetta er fyrsta platan sem ég
geri.“
– Ekkert komið nálægt ann-
arri útgáfu?
„Jú ég hef spilað inn á hjá
öðrum og búið til smádiska.
En þetta er fyrsta platan sem
ég geri og sem alla tónlist inn
á. Hún er þá auðvitað bara
tekin upp með öllum vinun-
um, en ekki einhverjum kór
útí bæ.“
– Það er eins og þú hafir
búið til þarna flottan grundvöll