Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 13

Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 13
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 13 Skrifstofustarf Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ aug- lýsir starf við bókhald og launavinnslu á skrifstofu stofnunarinnar laust til umsókn- ar. Um er að ræða full starf. Í starfinu felst færsla bókhalds, launavinnsla, afstemm- ingar og almenn skrifstofustörf. Góð bókhaldsþekking, tölvukunnátta og þjónustulund er nauðsynleg í þessu starfi. Reynsla mikilvæg og þekking á Oracle kerfi ríkisins er kostur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Fé- lags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og stofnanasamningi HSÍ. Nánari upplýsingar veitir Sigrún C. Hall- dórsdóttir, skrifstofustjóri í síma 450 4500 (camilla@fsi.is). Vinsamlegast sendið um- sóknir til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísa- fjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði fyrir 13. apríl. Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.fsi.is undir viðkomandi starfsauglýs- ingu og í afgreiðslu Fjórðungssjúkrahúss- ins á Ísafirði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Starf í eldhúsi Starfsmaður óskast til afleysinga í eld- húsi Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Vinnutími er frá kl. 07:00 til 15:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Verka- lýðsfélags Vestfirðinga og stofnanasamn- ingi HSÍ. Umsóknareyðublöð fást í af- greiðslu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Öllum umsóknum verður svarað er ráð- ið hefur verið í starfið. Frekari upplýsingar gefur Birgir Jónsson, matreiðslumeistari í vs. 450 4560. Umsóknarfrestur er til 29. mars nk. ÚTBOÐ Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Niðurrif húsa við Árvelli.“ Ofangreindu verki skal vera að fullu lokið eigi síðar en 28. júlí 2007. Útboðsgögn eru til sölu á kr. 3.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. apríl nk. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Óskað hefur verið eftir því að Byggðasafn Vestfjarða taki að sér undirbúning þess að taka við veglegu harmonikku- safni Ásgeirs Sigurðssonar á Ísafirði, en það telur um 130 harmonikur. Ásgeir hefur ver- ið með um 50 harmonikkur til sýnis á heimili sínu síðustu árin. Elsta harmonikkan í safni hans er frá árinu 1830, og er því frá upphafsárum hljóðfær- isins í því formi sem það þekk- ist í dag. Í bréfi sem bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, Halldór Hall- dórsson, skrifar bæjarráði vegna þessa máls segir meðal annars: „Af og til hafa undir- ritaður og Ásgeir rætt um möguleika þess að koma safn- inu fyrir hjá Ísafjarðarbæ. Ás- geir hefur áhuga á því að gefa safnið með skilyrðum um að það fái góðan stað, verði til sýnis og fái góða umhirðu.“ Þá kemur fram í bréfinu að á Íslandi, að sögn Ásgeirs, er ekkert eiginlegt hljóðfæra- safn. „Í Árborg er tónminja- safn til minningar um Pál Ís- ólfsson og Ísólf Pálsson, föður hans. Í Keflavík er poppminja- safn. Á báðum þessum stöð- um eru einhver hljóðfæri. Að öðru leyti er Ásgeiri ekki kunnugt um hljóðfærasafn.“ Einnig segir að án efa sé harmonikkusafn Ásgeirs mjög verðmætt og mikilvægt sé að varðveita það hér í bænum og stilla því upp til sýnis. „Sér- staða safnsins er mikil og þess vegna getur það verið áhuga- vert fyrir gesti sem hingað koma. Þá getur það verið grunnur að stærra hljóðfæra- safni sem yrði hér í tónlistar- og menningarbænum Ísa- firði.“ Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í stjórn Byggða- safns Vestfjarða og í menn- ingarmálanefnd og verður af- staða til þess tekin innan tíðar. – eirikur@bb.is Hefur áhuga á að koma harmo- nikkusafni fyrir hjá Ísafjarðarbæ Mest andstaða við kvóta- kerfið í Norðvesturkjördæmi Um 70% landsmanna eru andvíg kvótakerfinu ef miðað er við niðurstöður nýlegrar skoðanakönnunar Blaðsins. Könnunin náði til 800 manns og sögðust rúm 20% vera hlut- lausir og 8% óákveðnir. Af þeim sem tóku afstöðu voru tæp 30% hlynnt kerfinu. And- staðan við kvótakerfið var mest í NV-kjördæmi og voru fleiri konur andvígar en karlar. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegráðherra segir þessa könnun vera í samræmi við það sem áður hefur birst. Hann segist ekki hafa áhyggj- ur af þessum niðurstöðum og segir ýmis fyrirtæki á Vest- fjörðum hafa verið að bæta við sig kvóta að undanförnu og hin almennu rekstrarskil- yrði í fiskiðnaðinum séu þokkaleg um þessar mundir og segir hann allar forsendur fyrir því að sjávarútvegsfyrir- tæki ættu að spjara sig vel. Á fundinum Lifi Vestfirðir sem haldinn var í Hömrum mátti greina mikinn hita í nokkrum ræðumönnum varð- andi kvótamál, Einar Kristinn segir það vel skiljanlegt þar sem svæðið hafi farið mjög illa út úr kvótakerfinu á sínum tíma. Kannski má draga þá ályktun af niðurstöðum könn- unarinnar að ekki hafi gróið um heilt hjá Vestfirðingum eftir að þeir horfðu á eftir stór- um hluta fiskveiðikvótans frá byggðunum vestra eftir að hann var settur á um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar fellst ekki á byggingu einnar hæðar verslunarhúss á lóðinni Hafnarstræti 15-17 á Ísafirði, en fyrirspurn um slíkt hús var lögð fram á fundi nefndarinnar á dögunum. Fyr- irspurnin barst frá Tækniþjón- ustu Vestfjarða ehf. fyrir hönd Íslenska eignafélagsins ehf. og Skúla Gunnars Sigfússon- ar. Í fundargerð segir að sam- kvæmt skipulagsskilmálum fyrir lóðina sé gert ráð fyrir húsi með 1-2,5 hæðir. Um- hverfisnefnd féllst þó ekki á einnar hæðar hús á þessum stað þar sem sú nýting lóðar er ekki í samræmi við mark- mið deiliskipulags. Á svæðinu er bílastæði sem Landsbankinn lét útibúa fyrir níu árum, og er bærinn með samning við bankann um lóð- ina, og fara þarf yfir þann samning áður en hægt er að gera eitthvað annað við svæð- ið, en eins og sagt hefur verið frá sóttist Hallvarður Aspe- lund eftir lóðinni í fyrra fyrir hönd Íslenska eignafélagsins til byggingar húss sem á meðal annars að innihalda útibú frá alþjóðlegu skyndibitakeðj- unni Subway. – eirikur@bb.is Fallast ekki á einnar hæðar verslunarhús við Hafnarstræti Umrædd lóð er við hliðina á nýbyggingunni við Hafnarstræti.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.