Bæjarins besta - 03.05.2007, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 3. maí 2007 · 18. tbl. · 24. árg.
– Grímur Atlason hefur setið veturlangt í bæjar-
stjórastól Bolungarvíkur. Mikið er í deiglunni í Vík-
inni en þar eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir,
þar á meðal gerð jarðgangna milli Ísafjarðar og
Bolungarvíkur. Bæjarins besta leit yfir farinn veg
með bæjarstjóranum og ræddi m.a. við hann um
fyrirhugaðar framkvæmdir, íbúaþing og tónlistina
sem hann hefur brennandi áhuga fyrir.
Sjá nánar viðtal í miðopnu.
Hjólin snúast
í Bolungarvík
Bakkavík segir 48 manns upp störfum
Bakkavík hf., í Bolungarvík
hefur sagt upp 48 starfsmönn-
um af 60 í landvinnslu félags-
ins. Ástæða uppsagnanna er
afar erfiður rekstur rækju-
vinnslu undanfarin ár.
„Bakkavík hefur ekki farið
varhluta af því og hefur þung-
ur rekstur bitnað á lausafjár-
stöðu félagsins. Til að geta
staðið í skilum við skuldbind-
ingar hefur stjórn félagsins
gripið til þess ráðs að selja
hlut sinn útgerðarfélaginu
Rekavík. Sala hlutabréfanna
gerir Bakkavík kleift að borga
upp lausaskuldir. Hins vegar
hefur sala á hlut félagsins í
Rekavík þau áhrif að óvissa
skapast um hráefnisöflun fyrir
fiskvinnslu félagsins, segir í
frétt frá fyrirtækinu.
„Frá ársbyrjun hefur verið
erfitt að afla hráefnis fyrir
rækjuvinnslu og það sem hef-
ur verið á boðstólum hefur
verið of dýrt til þess að láta
enda ná saman. Rækjuveiði
við Ísland hefur dregist mikið
saman, var innan við 1.000
tonn á síðasta ári sem er veru-
legur samdráttur frá 70.000
tonna veiði fyrir áratug. Á
sama tíma hefur veiði minnk-
að í Barentshafi og á Flæm-
ingjagrunni en aukist við Kan-
ada og Grænland þar sem Ís-
lendingar hafa litla möguleika
á að kaupa hráefni. Nú er svo
komið að einungis sjö verk-
smiðjur eru eftir hér á landi
og tvær í Noregi. Fyrir fimm
árum voru yfir 20 rækjuverk-
smiðjur hér og 10 í Noregi.
Í ljósi ofangreinds er stjórn
Bakkavíkur knúin til þess að
taka þá ákvörðun að segja upp
48 starfsmönnum af 60 í land-
vinnslu félagsins. Stjórnendur
vonast til þess að það takist
að afla hráefnis svo vinnsla
geti hafist á ný.“ segir í til-
kynningu frá Bakkavík.