Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 20074
Framkvæmdir við Eyrar-
dalsbæinn hefjast að nýju
Framkvæmdir við gamla
bæinn í Eyrardal í Álftafirði
hefjast aftur nú með vorinu,
en byrjað var að gera húsið
upp á síðasta ári. Í húsinu er
ætlunin að stofna fyrsta refa-
setrið á Íslandi. Mikil undir-
búningsvinna hefur verið unn-
in fyrir verkefnið og hefur líf-
fræðingurinn Ester Rut Unn-
steinsdóttir m.a. komið að því.
Ester hefur átt þátt í að rann-
saka atferli og líf íslenska refs-
ins, m.a. á Hornströndum.
Gert er ráð fyrir að í húsinu
verði aðstaða fyrir fræðimenn
til að vinna að rannsóknum á
refnum, ásamt aðstöðu til að
fræða almenning um líf og
hátterni refsins.
Húsið, sem er friðað, var
byggt undir lok 19. aldar, og
þykir merkilegt fyrir margra
hluta sakir, t.d. var rekið þar
bakarí um árabil. Árið 2004
var haldið íbúaþing í Súðavík
þar sem framtíð Eyrardalsbæj-
arins var rædd. Þar komu fram
afar skiptar skoðanir, en nið-
urstaða fundarins varð sú að
leita allra leiða til að lagfæra
húsið. Undanfarin þrjú ár hef-
ur fé verið úthlutað frá fjár-
laganefnd Alþingis til að end-
urbyggja Eyrardalsbæinn, en
sem fyrr segir hófust fram-
kvæmdir við húsið í fyrra og
náðist þá að endurbyggja
grunninn.
Í sumar er gert ráð fyrir að
loka húsinu að utan þannig að
hægt verði að vinna inni í því
í vetur. Ómar Már Jónsson,
sveitarstjóri Súðavíkur, gerir
ráð fyrir því að refasetrið eigi
eftir að vekja mikla athygli,
bæði hjá leikum og lærðum,
enda íslenski refurinn afar
merkileg skepna. Ef vel geng-
ur þá ætti að nást að vígja hús-
ið samhliða því sem refasetr-
ið verður opnað, eftir 2-3 ár.
Til stendur að opna refasetur í Eyrardalsbænum í Álftafirði.
Ekki fæst fjármagn frá Ísafjarðarbæ til að klára verkið
í sumar, en gengið verður frá torginu til bráðabirgða.
Edinborgartorgið
ekki klárað í sumar
Edinborgartorg er ekki nema hálfklárað, en
framkvæmdir við gerð þess hófust í fyrrasumar.
Ekki fæst fjármagn frá Ísa-
fjarðarbæ til að klára frágang
við svokallað Edinborgartorg
í sumar, en gerð torgsins hófst
fyrir ári. Torgið er staðsett við
hlið Edinborgarhússins á Ísa-
firði, en þar er m.a. ráðgert að
verði bílastæði og aðstaða fyr-
ir ferðafólk s.s. bekkir og borð.
Fjármagn í lagfæringu gatna
og gangstétta hjá Ísafjarðarbæ
hefur verið skorið niður, en
stærsta verkefni bæjarins um
þessar mundir, bygging nýs
húsnæðis við grunnskólann á
Ísafirði, tekur sinn toll.
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, segir að
þó að torgið verði ekki klárað
í sumar, verði gengið frá því
þannig að það nýtist sem bíla-
stæði. Þá verður gengið frá
merkingum og fleiru í kring-
um torgið. Halldór ítrekar að
frágangurinn fyrir sumarið
verði til bráðabirgða, en
tæknideild Ísafjarðarbæjar
mun óska eftir fjármagni í
verkið á næsta fjárhagsári.
– tinna@bb.is