Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200712 Laufey hættir hjá SVest Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum lætur af störfum 30. júní nk. Laufey hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Suðurlands og hefur störf þar 1. júlí. „Laufey hefur starfað hjá Svæðisskrifstofu Vestfjarða í 16 ár og á þeim tíma hefur mikið og framsýnt starf verið unnið, meðal annars í búsetu málum fatlaðra, atvinnuþróun, í málefnum geðfatlaðra svo fátt eitt sé nefnt“, segir í frétt á vef Svæðisskrifstofunnar. Reynir Torfa sýnir í Einarshúsi Reynir Torfason opnaði sýningu á um 30 verkum í Einarshúsi í Bolungarvík á verka- lýðsdaginn 1. maí nk. Málverkin eru máluð með akrýl og olíu á striga. „Reynir byrjaði að mála um fimmtugsaldur en hefur alla tíð rissað myndir og teiknað og man hann ekki eftir sér öðruvísi en síteiknandi. Reynir er sjálfmenntaður og málar eftir eigin innsæi en hefur þó orðið fyrir áhrifum frá hinum og þessum og segist áhrifagjarn og hrífast af mörgu“, segir í frétt á vikari.is. Þetta er 14 einkasýning Reynis en hann hefur tekið þátt í 12 samsýningum hér vestra. Sýningin mun standa fram yfir sjómannadag. Aðalskipulagi Þingeyrar breytt Tillaga að breyttu aðal- skipulagi Þingeyrar fyrir árin 1985-2005 hefur verið auglýst með áorðnum breyt- ingum. Tillagan tekur til breytinga á svæði norðvest- an við enda Hlíðargötu og ofan við miðbæ Þingeyrar. Svæðið breytist úr svæði fyrir íbúðabyggð í svæði fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Megin markmið með breyt- ingu á aðalskipulaginu er að skapa svæði fyrir útleiguhús nálægt hafnarsvæðinu. Sam- tímis breytingu á aðalskipu- lagi er auglýst deiliskipulags- tillaga sem gerir ráð fyrir leng- ingu á Hlíðargötu um 25 metra til norðvesturs og lóðum fyrir 10 útleiguhús. Þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gef- inn kostur á að gera athuga- semdir við aðalskipulags- breytingartillöguna og deili- skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðjudagsins 5. júní 2007. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýslu- húsinu Hafnarstræti 1, Ísa- firði. Þeir sem ekki gera at- hugasemdir við breytingartil- löguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Tillagan verður til sýnis í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði til þriðjudagsins 22. maí 2007. Tillögur að breyttu aðalskipulagi Þingeyrar hefur verið auglýst. STAÐA SÉRKENNSLUSTJÓRA VIÐ LEIKSKÓLANN SÓLBORG Á ÍSAFIRÐI Leikskólinn Sólborg auglýsir lausa stöðu sérkennslustjóra við leikskól- ann. Um er að ræða 87,5% starf. Sólborg er fjögurra deilda skóli með börn á aldrinum 1-6 ára. Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri í síma 456 3185, netf: solborg@isafjordur.is. Rekstrartekjur Súðavíkur- hrepps og stofnana hans voru 141,6 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í árs- reikningum hreppsins og stofnana hans sem afgreiddir voru til fyrri umræðu hrepps- nefndar í gær. Rekstrargjöld voru 143.2 milljónir og rekstr- arniðurstaða var neikvæð um 1,6 milljónir. Afskriftir A og B hluta voru kr. 9,9 milljónir og fjármagns- tekjur umfram fjármagnsgjöld voru samtals 6,3 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var því neikvæð um kr. 5,2 milljónir. Eigið fé sveitar- félagsins í árslok 2006 nam 611,3 milljónum., en eigið fé A hluta var kr. 630,3 milljónir. Tillaga um að vísa ásreikningi fyrir árið 2006 til seinni um- ræðu var samþykkt sam- hljóða. – thelma@bb.is Súðavík. Rekstrartekjur Súðavík- urhrepps 141,6 milljónir Kaffihús og sögusýning opna í Súðavík Vilborg Arnarsdóttir við eitt smáhýsanna. Til stendur að opna kaffihús ásamt sögusýningu í sam- komuhúsinu í Súðavík. Súða- víkurhreppur skrifaði á dög- unum undir samning á leigu á samkomuhúsinu í sumar, en húsið var nýverið gert upp og þykir hið glæsilegasta. Það er Rúna Esradóttir sem mun reka kaffihúsið. „Ég var að fá senda kaffivél frá Kaffitári, en ég leigi hana af þeim. Ég leigi líka kvörn til að mala kaffi og fæ kaffi hjá þeim. Mig hefur alltaf dreymt um að gera eitt- hvað svona, og fannst tími til að hætta að tala um draumana og fara að framkvæma þá,“ sagði Rúna í samtali við blað- ið. Hún stefnir að því að opna kaffihúsið um miðjan maí, og hafa opið alla daga í sumar. Rúna segist vilja að yfirskrift kaffihússins verði Gamalt og íslenskt, en fyrir utan úrvals- kaffi stefnir Rúna að því að bjóða upp á heimalagað bakk- elsi, döðlubrauð og lummur. Rúna tekur fram að kaffihúsið sé ekki síst hugsað fyrir ferða- langa sem geta komið við á leiðinni inn Djúpið og gripið með sér kaffi í götumáli. Sögusýning í eigu Súðavík- urhrepps verður einnig sett upp í félagsheimilinu í sumar. Á sýningunni verður eitt og annað sem sýnir sögu byggðar í Álftafirði. Í vetur var t.d. rætt við alla íbúa Súðavíkur og fleiri sem hafa yfir gömlum myndum að ráða, sem tengjast búsetu og atvinnulífi í Súða- vík á árum áður. Afrit var tek- ið af um 1000 myndum og fyrirhugað er að vera með sér- stakar myndasýningar á kaffi- húsinu í sumar. Einnig hefur athafnakonan Vilborg Arn- arsdóttir unnið að endurgerð tíu smáhýsa sem eru nákvæm- ar eftirlíkingar af löngu horfn- um húsum úr Súðavík. Húsin voru smíðuð af Auðuni Árna- syni á árunum 1970-1990, en afkomendur hans gáfu Ragga- garði húsin haustið 2005. Þeim húsum verður komið upp í samkomuhúsinu til sýn- is. – tinna@bb.is Rúna Esradóttir fær lyklana að samkomuhúsinu afhenta.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.