Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 17

Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 17 Eignarhlutur til sölu Til sölu er eignarhlutur í Blómaturninum á Ísafirði. Um er að ræða 16,67% hlut. Upplýsingar gefur Jónína í síma 456 5199. Mótorhjólaökuréttindi Fyrirhugað er að halda námskeið á Ísa- firði til að öðlast réttindi til að aka mótor- hjóli, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning er til 15. maí hjá Davíð S. Ólafssyni í síma 893 7181 og dso@simnet.is eða Marzellíusi Sveinbjörns- syni í síma 860 2122. Ársfundur 2007 Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2007 verður haldinn á Hótel Ísafirði fimmtudag- inn 17. maí nk. kl. 14:00. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur ársins 2006. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Kosning á hluta stjórnar og vara- manna. 6. Kynntar tilnefningar Samtaka atvinnu- lífsins á mönnum í stjórn sjóðsins. 7. Lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 8. Önnur mál. Allir sjóðsfélagar, jafnt greiðandi sem líf- eyrisþegar, eiga rétt á fundarsetu á árs- fundi með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðs- félagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins, en eru beðn- ir að staðfesta þátttöku sína við skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 16. maí 2007. Sérstakt fulltrúaráð að jöfnu skipað full- trúum stéttarfélaga og samtaka atvinnu- rekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á ársfundinum. Stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Jónas Guðmundsson sýslu- maður í Bolungarvík, hefur sent bæjaryfirvöldum tillögu þess efnis að hugað verði að gerð göngustígs umhverfis Syðridalsvatn í Bolungarvík í tengslum við væntanlega jarð- gangagerð milli Bolungar- víkur og Hnífsdals. „Ætla má að mikið efni leggist til sem nota mætti í gerð stígsins og í raun sýnist einstakt tækifæri gefast til að fá gott efni, sem nýst gæti við stígagerðina án mikils tilkostnaðar“, segir í bréfi Jónasar. Við vatnið er náttúrufegurð einstök og má gera ráð fyrir að margir gengju eða hjóluðu eftir stíg á þessum slóðum til að njóta þar útiveru, jafnt heimamenn sem að- komumenn. Nýlega var lagður göngu- stígur frá íþróttamiðstöðinni Árbæ og langleiðina að vatn- inu norðanverðu sem er tölu- vert mikið notaður. Telur Jón- as upplagt að leggja nýjan stíg umhverfis vatnið í beinum framhaldi af þeim stíg, þó þyrfti sá göngustígur ekki að vera eins mikið uppbyggður eða malbikaður. Telur hann æskilegt að undirbúningur að hugsanlegri gerð hans gæti hafist sem fyrst til að nýta megi væntanlegan útgröft úr göngunum beint í göngustíg- inn. Verið er að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Bolungar- víkurkaupstað sem er í vinnslu hjá Teiknistofunni Eik ehf og telur Jónas mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fram- kvæmd í nýju aðalskipulagi fyrir Bolungarvíkurkaupstað. – thelma@bb.is Vill göngustíg umhverfis Syðridalsvatn Heildarrekstrartekjur Ísafjarð- arbæjar 2.240 milljónir króna Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Niðurstöður ársreikningsins eru að heildarrekstrartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans voru 2.240 milljónir króna, samanborið við 1.971 milljón krónur árið 2005. Rekstrar- gjöld voru 2.588 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða var því neikvæð um 348 milljónir króna borið saman við 252 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins. Ástæðan er hækkun lífeyr- isskuldbindinga og mikil hækkun verðbóta vegna verð- bólgu ársins 2006. Veltufé frá rekstri nam 78 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 98 milljónir króna. Reksturinn skilar þessu fjármagni í bæjar- sjóð þrátt fyrir taprekstur enda eru stórir reiknaðir liðir í út- gjöldum á borð við afskriftir, lífeyrisskuldbindingar og hækkun verðbóta. Meðal helstu framkvæmda sveitarfélagsins má nefna framkvæmdir við nýtt skóla- húsnæði Grunnskólans á Ísa- firði. Þá var lokið við nýjar götur og lóðir á Tunguskeiði, lokið við fyrsta áfanga endur- gerðar Hlíðarvegs á Ísafirði og nýr sparkvöllur í Holta- hverfi gerður. Ný slökkvibif- reið var keypt og tölvubún- aður bæjarskrifstofu endur- nýjaður, auk ýmissa hafnar- og vatnsveituframkvæmda og kaup annarra véla og búnaðar. Þessar almennu fjárfestingar námu alls 306 milljónum króna. Skatttekjur sveitarfélagsins urðu 1.521 millj.kr. eða 51 millj.kr. hærri en áætlað var. Laun voru 1.188 millj.kr., al- mennur rekstrarkostnaður 852 millj.kr., áfallnar lífeyris- skuldbindingar og afskriftir voru 264 millj.kr. Nettó fjár- magnskostnaður nam 284 millj.kr. Þeir málaflokkar sem mest tóku til sín voru fræðslu- mál með 762 millj.kr., æsku- lýðs- og íþróttamál 206 millj.kr., sameiginlegur kostnaður var 147 millj.kr., umferðar og samgöngumál 113 millj.kr. og félagsþjónusta 73 millj.kr. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans án lífeyris- skuldbindinga námu 3.227 millj.kr. í árslok 2006, borið saman við 3.026 millj.kr. í árslok 2005 og hækkuðu því skuldir um 201 millj.kr. á milli ára. Heildar veltufjármunir í árslok 2006 voru 669 millj.kr. að frádregnum kröfum á eigin fyrirtæki. Heildar fastafjár- munir voru 4.204 millj.kr. Áfallnar lífeyrisskyldbinding- ar voru 736 millj.kr. og eigið fé 911 millj.kr. Ársreikningurinn ber það með sér að niðurstaða reksturs varð lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Tekjur urðu 6 millj.kr. lægri og útgjöld 90 millj.kr. hærri. Frávikið skýrist aðallega af meiri hækkun áfallinna lífeyr- isskuldbindinga en áætlað var, svo og vegna verðbóta á löng lán, en ennfremur af sérstök- um launahækkunum til tekju- lægstu launþegahópanna. Síðari umræða um reikn- inga bæjarsjóðs og stofnana hans í dag, fimmtudaginn 3. maí. – tinna@bb.is Útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Jakob Valgeir ehf., í Bolungarvík hefur keypt yfir 50% í útgerðarfélaginu Reka- vík ehf. í Bolungarvík sem gerir út bátana Guðmund Ein- arsson ÍS, Hrólf Einarsson ÍS og Einar Hálfdánsson, en með þeim fylgja 1.500 þorskígild- istonn. Rækju- og bolfisk- vinnslan Bakkavík var stærsti hluthafi Rekavíkur. Jakob Valgeir hyggst gera Guðmund og Hrólf áfram út frá Bolung- arvík en flytja kvótann af Ein- ari yfir á beitningavélabátinn Þorlák ÍS sem er í eigu Jakobs Valgeirs ehf., og selja Einar Hálfdánsson kvótalausan. Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs, segir að auka eigi fiskvinnslu í landi hjá fyrir- tækinu. Jakob Valgeir og tengd félög ráða eftir kaupin yfir 4.500 þorskígildistonnum sem er stórt hlutfall aflaheim- ilda í Bolungarvík. Jakob Valgeir kaupir stóran hlut í Rekavík Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.