Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 19

Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 19
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 19 Atvinnufrelsið endurreisir Vestfirði Ísfirðingar héldu fjöl- mennan og kröftugan borg- arafund fyrir skömmu og gerði þingmönnum og öðr- um frambjóðendum kjör- dæmisins grein fyrir því hvernig þeir litu á alvarlega búsetuþróun á Vestfjörðum. Farið var fram á að þeir íhuguðu skilaboðin og kæmu svo með sín svör þegar nær drægi kosningum. Fækkun starfa um 500 og fækkun íbúa um 21% á að- eins 12 árum er meira en alvarleg þróun. Lækkun meðalatvinnutekna um lík- lega fjórðung í samanburði við höfuðborgarsvæðið til viðbótar hinum atriðunum lýsir ört hnignandi byggð. Þessar kennitölur útskýra hvers vegna borgarafund- urinn var haldinn. Fólk sæk- ist eftir góðum lífskjörum og flytur þangað sem þau eru best. Störfin sem áður drógu fólk vestur eru orðin færri og ekki lengur hátt laun- uð á landsvísu. Úrræðin verða að skila vel- launuðum og fleiri störfum og fyrirtækjum sem eflast af starfsemi sinni. Aðgerðir í at- vinnumálum eru lykillinn að því að snúa við þróuninni. Þær eiga að snerta sem flestar at- vinnugreinar, en aðeins ein þeirra hefur það umfang og stærð í efnahagslífi fjórðungs- ins að þar verður hægt að sækja fram á skömmum tíma svo um munar. Það er sjávar- útvegurinn. Sé ekki vilji til þess að hreyfa við neinu þar þá mun áfram verða sama íbúaþróun í mörg ár jafnvel þótt ýmislegt gott verði gert í öðrum atvinnugreinum. Því lengur sem undanhaldið varir þeim mun erfiðara verður að snúa við. Tíminn skiptir máli, við getum ekki beðið. Það á að opna sjávarútveg- inn aftur og innleiða atvinnu- frelsið. Atvinnufrelsið færir Vestfirðingum aðgang að fiskimiðunum og möguleika nýrra athafnamanna til þess að hasla sér völl í atvinnu- greininni. Atvinnufrelsið er varið í stjórnarskránni og er virt í atvinnulífinu nema í sjáv- arútvegi. Þar ríkir lokað sér- hagsmunafyrirkomulag. Því ástandi verður hrundið fyrr eða síðar, ef ekki af Alþingi þá af dómstólum. Svar Frjálslynda flokksins er uppbygging á mörgum sviðum sem miðar að því að efla getu íbúanna til að sækja fram á eigin forsendum, fjölga störfum, auka fjölbreytni þeirra og hækka launin og gera fjórðunginn þannig jafnálit- legan kost til búsetu og önnur svæði landsins. Meiri iðn- og verkmenntun og stofnun sjálf- stæðs háskóla strax eru grund- vallaratriði. Stórstígar fram- farir í samgöngum og fjar- skiptum á næstu 4-6 árum verða að eiga sér stað. Þetta þýðir tvenn jarðgöng, ljúka uppbyggingu vega um Barða- strandarsýslu og Srandasýslu og tengingu milli norður og suðursvæðis Vestfjarða á þessum tíma , auk gsm-sam- bandi og almennilegri net- væðingu í þéttbýli og dreif- býli, svo það helsta sé nefnt. En aðalatriðið er að færa Vestfirðingum aftur atvinnu- frelsið í sjávarútveginum. Til- lögur okkar afmarka núver- andi kvótakerfi við það magn í þorski sem útgerðarmenn hafa að jafnaði haft til ráð- stöfunar síðastliðin 15 ár. Það eru um 170 þúsund tonn. Það fá núverandi handhafar að nýta áfram án nokkurra af- skipta, svo lengi sem þeir vilja, meðan þeir nýta heim- ildirnar til þess að veiða. Eng- inn fyrning aflaheimilda og þeir þurfa ekki að borga neina leigu. En ætli þeir að leiga heimildirnar eða selja fá þeir ekki nema hluta af tekjunum í sinn vasa og fara verður eftir lögum sem sett verða um leigu og sölu heimilda. Settur verður jafnstöðuafli 220 þúsund tonn á ári. Mis- munurinn er 50 þúsund tonn sem verður leigður og hluti þess eða 20 þúsund tonn sérstaklega merkt sjávar- plássum sem hafa búið við samdrátt á tímum framsals- ins borið saman við önnur byggðarlög. Settar verða leikreglur um ráðstöfun aflaheimildanna sem mið- ast við víðtækari hagsmuni en útvegsmanna einna og færa byggðarlögunum meiri festu en nú er og sveitarfé- lögunum tekjur af viðskipt- um með aflaheimildir. Með tímanum mun hluti núver- andi kvótahafa fara minnk- andi eftir því sem þeir selja frá sér kvótann sem verður þá á hendi ríkisins og leigu- hlutur aflaheimildanna mun fara vaxandi. Svarið er: atvinnufrelsið aftur í sjávarútveginn. – Kristinn H. Gunnars- son. Höfundur er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson. legu bæjarhátíð og stóðum fyrir námskeiðum sem báru yfirskriftina „Mósaík fyrir mæðgur“ og öðru sem bar yf- irskriftina „Lego fyrir feðga“. Fullbókað var á bæði nám- skeiðin og ánægjulegt að sjá mæðgur og feðga vinna sam- an. Það var ótrúlegt en á full- bókuðu feðganámskeiðinu mátti heyra saumnál detta, ein- beitingin var þvílík og stoltið skein úr hverju andliti. Svona á að virkja. Oft er það nú þannig að við leitum langt yfir skammt. Eitt að því sem Íslandshreyfingin vill virkja er mannauðurinn, að virkja hvert og eitt okkar sem byggjum þetta land. Við viljum blása til sóknar í að „virkja“ fólkið, að „klasa- tengja“ mannauðinn í smærri og/eða stærri hópa til að leggj- ast saman á árar um hugmynd- ir að atvinnuskapandi verk- efnum. Að við sjálf tökum málin í okkar hendur. Iðn- tæknistofnun, Impra og Ný- sköpunarmiðstöð Íslands hafa verið m.a. í fararbroddi í þann- ig verkefnum. Íslandshreyf- ingin vill að blásið verði til sóknar um atvinnuskapandi verkefni meðal almennings í hverju kjördæmi fyrir sig. Með samkeppni sem miðar að 3 til 5 störfum, smærri ein- ingar sem oft eru ekki jafn fallvaltar og þær stærri. Ríkið, ráðuneytin gætu komið að með fjármagn og/eða fyrir- tæki. Eftir því yrði tekið. Mál- tækið góða segir, margt smátt gerir eitt stórt og það á sann- arlega við í þessu. Hugur minn hefur verið upptekinn af umræðunni um olíuhreinistöð í NV- kjör- dæmi, nánar tiltekið á Vest- fjörðum, eftir nýjasta útspilið. Ekkert höfum við í Íslands- hreyfingunni á móti störfun- um, við viljum að sjálfsögðu að allir geti séð sér farborða og 500 störf hljóma vel. En spurningin er alltaf hvað skal virkja? Við viljum frekar sjá störf í sjávarútvegi, í ferða- þjónustunni í landbúnaði svo eitthvað sé nefnt. Í þessu tilliti kemur upp í huga mér texti sem Vilhjálmur Vilhjálmsson sá mæti söngvari söng og hljóðar svo: „Ég held við ætt- um stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land því kann- ski er næsta kynslóð, kynslóð- in sem getur, komið fram með svörin þar sem sigldum við í strand.“ Höfum trú á eigin getu. Setjum ekki Ísland á útsölu. Við stöndum fyrir allt annað. – Pálína Vagnsdóttir. Höf- undur skipar 1. sæti Íslands- hreyfingarinnar í NV-kjördæmi. Ólík öfl Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru ólík stjórnmálaöfl. Þeir hafa nú þrátt fyrir ólík stefnumið starf- að saman um árabil í mjög athafnasömu og árangursríku stjórnarsamstarfi. Sameigin- legar úrlausnir mála hafa yfir- leitt verið fundnar án þess að skoðanamunur - eða jafnvel ágreiningur - væri borinn í fjölmiðla. Mismun Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðis- flokksins má sjá af mörgum málaflokkum, en aðeins nokk- ur dæmi skulu nefnd. Sjálfstæðismenn taka einka- rekstur ævinlega fram yfir fé- lagslegt framtak eða samfé- lagsrekstur. Þetta kemur vel fram í afstöðu manna til Íbúða- lánasjóðs. Viðskiptabankarnir ruddust fílefldir inn á íbúða- lánamarkaðinn haustið 2004 og verðbólguþensla magnað- ist verulega. Andstæðingar samfélagsþjónustu kenndu Íbúðalánasjóði um þessa nýju stefnu bankanna. Sama gerist nú um þessar mundir, að þessir aðilar kenna Íbúðalánasjóði um verðlags- þróun húsnæðis þessa mán- uðina, enda þótt bankarnir yfirbjóði sjóðinn eins og þeim sýnist og styrki aðila til að „liggja með“ húsnæði á mark- aðinum til að halda verði uppi. Annað dæmi er afstaðan til samfélagsreksturs á sviði orkumála. Landsfundur Sjálf- stæðismanna samþykkti að stefna skyldi að einkavæðingu á þessu sviði. Framsóknar- menn telja að aðstæður hér- lendis og hagsmunir almenn- ings valdi því að rétt sé að Landsvirkjun verði að öllu leyti í þjóðareigu. Þriðja dæmið er afstaða til byggðamála. Í þessum mála- flokki skiptast Sjálfstæðis- menn í tvo flokka. Meirihlut- inn hefur engan áhuga á bygg- ðamálum og vill draga úr framlögum á þessu sviði. Hins vegar skiptir flokkurinn sér - á pólitískt hentugan hátt - á milli kjördæmanna í þessum málum. Allir framsóknar- menn leggja megináherslu á öfluga byggðastefnu. Fjórða dæmið er afstaða til einkavæðingar samfélags- þjónustu í velferðarkerfinu, t.d. heilbrigðis- og mennta- kerfum landsmanna. Margir sjálfstæðismenn vilja róttæka einkavæðingarstefnu á þess- um sviðum, en aðrir fara sér hægara. Framsóknarmenn leggja áherslu á sameiginlega alhliða velferðarstefnu og að ríkisvaldinu beri að veita for- ystu og bera ábyrgð á þessum málum. En þeir viðurkenna framlag mismunandi rekstrar- forma eftir aðstæðum í hverju atviki samkvæmt samningum. Þessi dæmi sýna hvernig þjóðleg félagshyggja fram- sóknarmanna greinir sig í nokkrum mikilvægum mála- flokkum frá hægrisinnaðri sérhyggju sjálfstæðismanna. Svipuð dæmi má nefna af öðr- um sviðum. Þessir tveir stjórn- málaflokkar hafa náð góðum árangri í samstarfi, en hug- sjónir þeirra eru mjög ólíkar. – Valdimar Sigurjónsson. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi. Valdimar Sigurjónsson. Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560 Fíkniefnabrotum í um- dæmi lögreglunnar á Ísa- firði fækkar á milli ára mið- að við mánuðina janúar og febrúar. Í fyrra fjölgaði fíkniefnabrotum töluvert frá árinu 2005. Hegningar- lagabrotum fækkar í janúar og febrúar árin 2005-2007. Umferðarlagabrotum fjölg- ar frá janúar og febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslum ríkislögreglustjóra, en þar eru birtar upplýsingar um skráð brot hjá öllum lög- regluembættum á landinu í ár, auk þess sem tölur síðustu tveggja ára fylgja með. Í janúar og febrúar árið 2005 voru framin 48 hegningar- lagabrot, 80 umferðarlagabrot og 3 fíkniefnabrot. Sömu mánuði árið 2006 voru framin 22 hegningarlagabrot, 45 umferðarlagabrot og 18 fíkni- efnabrot. Í janúar og febrúar á þessu ári voru framin 16 hegningarlagabrot, 74 umferð- arlagabrot og 1 fíkniefnabrot. Í skýrslunni eru birtar upp- lýsingar um stöðu brota eins og þau voru í málaskrá lög- reglu þann 15. febrúar 2007. Það er tekið fram að tölur fyrir árin 2006 og 2007 eru bráðabirgðatölur. Í skýrslunni segir að við samantekt tölulegra upplýs- inga eru tilgreind öll brot sem voru tilkynnt lögregl- unni að frátöldum þeim sem reynast við nánari athugun ekki vera brot. Hafa ber í huga að eitt atvik getur falið í sér fleiri en eitt brot. Til dæmis getur maður sem er stöðvaður vegna umferðar- lagabrots fengið í sama máli kæru fyrir fíkniefni sem fundust í fórum hans. Fíkniefnabrotum fækkar Í mánaðarskýrslum ríkislögreglustjóra kemur fram að fíkni- efnabrotum í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði fækkar milli ára.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.