Bæjarins besta - 31.05.2007, Side 1
Héðan á ég ekkert
nema góðar
minningar
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 31. maí 2007 · 22. tbl. · 24. árg.
– sjá viðtal í miðopnu við Jón Fanndal Þórðarson þar sem hann ræðir m.a. um heimastjórn-
arhátíðina og uppreisnarandann um leið og hann kveður Vestfirði eftir áratuga búsetu
Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 37. sinn á laugardag. Fjörutíu nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, tveir sjúkraliðar, einn úr rennismíði, tveir af
2. stigi vélstjórnar og sjö úr grunnnámi málmiðngreina. Hæstu einkunn hlaut Edith Guðmundsdóttir Hansen stúdent af náttúrufræðibraut eða 9,41. Hlaut hún
verðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi. Einnig hlaut Edith verðlaun kanadíska
sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og ensku, peningaverðlaun, sem Ragnheiður Hákonardóttir, Guðbjartur Ásgeirsson og fjölskylda gefa til
minningar um Guðbjart Guðbjartsson, fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og verðlaun Stærðfræðifélagsins fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði.