Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 200712 Útboð Tæknideild Bolungarvíkur óskar eftir til- boðum í verkið „Gluggaskipti á suðurhlið“. Ofangreindu verki skal vera að fullu lokið eigi síðar en 10. ágúst 2007. Útboðsgögn eru til sölu á kr. 3.000.- hjá Bolungarvíkur- kaupstað, Aðalstræti 10-12, 415 Bolung- arvík. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Tæknideild Bolungarvíkur. Bolungarvíkurkaupstaður Okkur vantar lögreglumenn í lögregluna á Vestfjörðum Komdu og kynntu þér hvað er í boði, því þetta er gefandi og skemmtilegt starf, þetta er fjölbreytt starf, þetta er mjög líflegt starf, þetta er krefjandi starf, hér er góður starfs- andi. Kröfur til þín: Íslenskur ríkisborgari á aldrinum 20-40 ára, hafa gott þrek, kunna að synda, hafa ökupróf, þolinmæði. Upplýsingar gefa Önundur Jónsson í síma 450 3737 og Jón Svanberg Hjartarson í síma 450 3747. Fjörutíu stúdentar útskrifaðir Hæstu einkunn hlaut Edith Guðmundsdóttir Hansen stúdent af náttúrufræðibraut eða 9,41. Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 37. sinn á laugar- dag. Fjörutíu nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, tveir sjúkraliðar, einn úr renni- smíði, tveir af 2. stigi vél- stjórnar og sjö úr grunnnámi málmiðngreina. Hæstu eink- unn hlaut Edith Guðmunds- dóttir Hansen stúdent af nátt- úrufræðibraut eða 9,41. Hlaut hún verðlaun sem Aldaraf- mælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýt- ur hæstu meðaleinkunn á stúd- entsprófi. Einnig hlaut Edith verðlaun kanadíska sendiráðs- ins fyrir framúrskarandi ár- angur í frönsku og ensku, pen- ingaverðlaun, sem Ragnheið- ur Hákonardóttir, Guðbjartur Ásgeirsson og fjölskylda gefa til minningar um Guðbjart Guðbjartsson, fyrir framúr- skarandi árangur í raungrein- um og verðlaun Stærðfræði- félagsins fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Útskriftin fór fram í Ísa- fjarðarkirkju og fluttu nem- endur skólans tónlistaratriði. Anna Birta Tryggvadóttir, Kristinn Gauti Einarsson, Halldór Smárason og Brynj- ólfur Óli Árnason fluttu portú- galskt sambalag. Helga Mar- grét Marzelíusardóttur flutti eigið lag og texta. Dagný Her- mannsdóttir söng við undir- leik Beáta Joó. Hulda Braga- dóttir lék undir fjöldasöng. ,,Ég mun hverfa aftur til fyrri starfa við Kvennaskólann í Reykjavík í haust. Ég óska Jóni Reyni Sigurvinssyni eft- irmanni mínum velfarnaðar í embætti skólameistara MÍ. Skólanum, starfsmönnum hans og nemendum óska ég alls hins besta um langa fram- tíð”, sagði Ingibjörg Guð- mundsdóttir fráfarandi skóla- meistari. ,,Mér er ljóst að skólinn er samfélaginu hér mjög dýr- mætur. Hann þarf að efla enn frekar, í menntuðu fólki felast tækifæri framtíðarinnar, hinn eftirsótti hagvöxtur. Skóli eins og MÍ sem einn þjónar stóru svæði verður að geta boðið fjölbreytt nám sem höfðar til áhuga og hæfileika sem flest- ra, bæði unglinga og þeirra sem vilja endurmennta sig og leita nýrra tækifæra. Mitt mat er að skólinn sé á góðri sigl- ingu inn í framtíðina hvað þetta varðar. Eitt af því sem ég hef lært í vetur er að bóknám og verk- nám á góða samleið í skóla. Í MÍ get ég ekki fundið annað en öllu námi sé gert jafn hátt undir höfði og nemendur flæði eðlilega á milli námsbrauta. Þetta er gott fyrir þá nemendur sem hafa fundið sínar sterku hliðar og áhugasvið. Þeir ættu að geta fundið í skólanum nám við hæfi. Til að auka enn á fjölbreytni námsins í skólanum hefur ver- ið gengið til samstarfs við 3X Tecnology um nám í stálsmíði til sveinsprófs. Formlegur samningur milli skólans og fyrirtækisins er í burðarliðn- um. Þetta er metnaðarfullt verkefni og sýnir enn og aftur í verki þann óvenjulega mikla stuðning og velvilja sem skól- inn nýtur frá atvinnulífinu hér. Ég er viss um að þetta nám verður í háum gæðaflokki þar sem fyrirtækið býr mjög vel að tækjum og búnaði í stál- smíði. Einnig verður næsta vetur boðið upp á tveggja ára grunnnám snyrtigreina sem er ný námsbraut við skólann. Viðskipta- og hagfræðibrautin hefur verið endurvakin. Einn- ig verður aftur farið af stað með kennslu í rafvirkjun ef aðsókn leyfir,”segir í ræðu skólameistara. – thelma@bb.is 40 nemendur voru útskrifaðir frá MÍ á laugardag.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.