Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 20072 Þennan dag árið1973 hittust Richard Nixon Bandaríkja- forseti og Georges Pompidou Frakklandsforseti í Reykja- vík og héldu fundi um heimsmálin á Kjarvalsstöðum. Með í för voru m.a. Henry Kissinger og Giscard D' Estaing. Dagurinn í dag 31. maí 2007 – 151. dagur ársins Eiríkur Finnur áfram hjá sparisjóðnum Eiríkur Finnur Greipsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga hefur ákveðið að halda áfram störfum fyrir sjóðinn. Á fundi stjórnar sjóðs- ins sem haldinn var á Patreksfirði í síðustu viku, kom fram sú eindregna ósk frá stjórn sjóðsins að Eiríkur Finnur endurskoðaði þá ákvörðun sína að óska eftir starfslokum hjá sjóðnum og varð hann við þeirri beiðni. Eiríkur Finnur hefur starfað við Sparisjóð Vestfirðinga frá stofnun hans en þar áður starfaði hann hjá Sparisjóði Önundarfjarðar, eða frá árinu 1996. Snjóflóðavarnir í Bolungarvík Mat á umhverfisáhrifum – athugun Skipulagsstofnunar Bolungarvíkurkaupstaður hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar, frummats- skýrslu um snjóflóðavarnir í Bolungarvík. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum henn- ar liggur frammi til kynningar frá 25. maí til 9. júlí 2007 á eftirtöldum stöðum: Á bóka- safninu í Bolungarvík og á skrifstofu Bol- ungarvíkurkaupstaðar. Einnig í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frum- matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða; www.nave.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmd- ina og leggja fram athugasemdir. Athuga- semdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí 2007 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverf- isáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun. Edinborgarhúsið á Ísafirði verður opnað með pompi og prakt n.k. sunnudag. Edin- borgarhúsið er eitt þriggja menningarhúsa á Ísafirði, hin eru Gamla sjúkrahúsið og tón- leikasalurinn Hamrar. Húsið er byggt árið 1907 fyrir Edin- borgarverslunina og var afar mikil völundarsmíð á þeim tíma. Lengst af ævi hússins var það pakk- og frystihús. Það var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti íslenski arkitekt- inn. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar var húsið keypt af Edinborgarhúsinu ehf. en félagið er eign helstu menn- ingarsamtaka bæjarins. Framtíðarsýn þeirra sem fóru af stað með það verkefni var að hýsa undir einu þaki sem flesta þætti menningar- starfsemi bæjarins. Eftir nokk- urra ára vinnu sjálfboðaliða við að endurbyggja húsið, með tilheyrandi blóði, svita og tárum, birti til er kynntar voru hugmyndir um menning- arhús á landsbyggðinni. Bæði ríki og sveitarfélög koma að því verkefni. Ásamt því að hýsa menningartengda starf- semi er húsið hjarta ferða- mennsku á Vestfjörðum, en bæði Vesturferðir og upplýs- ingamiðstöð ferðamála eru til húsa í Edinborg. Þá hefur Listaskóli Rögnvaldar Ólafs- sonar kennt í húsinu í allmörg ár og svo verður áfram. Þá er einnig veitingastaður í húsinu sem opnar á sunnudaginn. Jón Sigurpálsson, einn þeirra sem hefur verið viðloðandi Edin- borgarhúsið frá því að fyrstu hugmyndir komu fram um nýtt hlutverk þess, segir að n.k. sunnudagur verði mikill áfangi í sögu hússins, þó svo að eitthvað verði eftir af fram- kvæmdum. Húsið er opið milli kl. 14 og 18 á sunnudag. Mikil og vegleg hátíðardag- skrá verður í boði. Sýndur verður dans, Stórsveit Vestf- jarða spilar, nemendur Lista- skólans koma fram, leikarar frá Litla leikklúbbnum og margt fleira. Vestfirðingar eru hvattir til að mæta og fagna þessum merka áfanga í menn- ingarsögu Vestfjarða. Formleg opnun Edinborgarhússins Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa ehf. á Ísafirði nema rúmlega 270 milljónum. Stærstu kröfuhafarnir eru Sýslumaðurinn á Ísafirði sem gerir 38 millj. kröfu í búið, Lífeyrissjóður Vest- firðinga með tæplega 20 millj. kröfu og Landsbank- inn með 30 millj. kröfu. Stærstu kröfuna gerir Guð- mundur St. Björgmundsson fyrir hönd Dalshúsa ehf. og hljóðar hún upp á 70 millj. króna. Skiptafundur í þrota- bú byggingarfyrirtækisins Ágústs og Flosa fór fram þann 4. apríl. Skiptastjóri er skipaður Sigmundur Guðmundsson, héraðsdómslögmaður á Ak- ureyri. Sigmundur segir að líklegast náist ekki nema upp í veðkröfur í búið þar sem eignir fyrirtækisins voru ekki miklar. Ekki er búið að ráðstafa eignum fyr- irtækisins, en fasteignir þess, vélar og tæki voru auglýst til sölu og hafa bólar þess verið seldir. Einhver tilboð hafa borist í eignirnar en ekki er búið að taka af- stöðu til þeirra. Gengið verður frá málinu á næstu dögum. Ágúst og Flosi ehf. var lýst gjaldþrota í byrjun árs en það var gert að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Hjá fyrirtækinu störfuðu 20 manns og var það í meiri- hlutaeigu Björgmundar Guð- mundssonar. – smari@bb.is 270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa ehf Snjóflóðavarnir í Bol- ungarvík boðnar út Nú styttist í að snjóflóða- varnir í Bolungarvík verði boðnar út. Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir að breytingar á aðal- skipulagi hafi verið auglýstar á föstudag. Sex vikna frestur er gefinn til að komar fram athugasemdum við skipulagið á framfæri sem og að kæra það. Grímur segist vona að verkið fari í útboð í framhaldi af því og ættu framkvæmdir jafnvel að geta byrjað síðsum- ars eða í haust. Vonir stóðu til að framkvæmdir gætu hafist fyrr en Grímur segir að svona stór verk geti alltaf tafist í kerfinu enda þurfa margar stofnanir að gefa álit sitt og samþykki. Hann hefði viljað að þetta tæki styttri tíma en tekur fram að það borgi sig að vanda til verka í eins umsvifa- miklu verki og snjóflóðavarn- irnar í Bolungarvík eru. Varnargarðurinn í Bolung- arvík á að vera um 18-22 metra hár og 700 metra langur þver- garður, staðsettur þar sem Dís- arland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyll- ingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmda- svæðisins. Áætlaður heildar- kostnaður við byggingu varn- arvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostn- aður ræðst þó af þeim tilboð- um sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varn- anna taki um 2-3 ár. Bifreið á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar fór út af veginum um Óshlíð á föstudag. Ein kona var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná henni úr bílnum. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, en er ekki talin alvarlega slösuð. Bíllinn valt upp fyrir veg, sem hlýtur að teljast lán í óláni, enda hlíðin snarbrött fyrir neðan veginn.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.