Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 20078 „Það er algjör fornaldarhugsun að horfa alltaf til einhverra eiturspúandi skítaverksmiðja. Þetta eru gamlir draugar fortíðarinnar sem eru að ásækja okkur með öllu þessu tali um álbræðslur og olíuhreinsistöðvar.“ Heimastjórnarhöfðinginn og flugvallarvertinn Jón Fanndal Jón Fanndal Þórðarson verður seint sakaður um að hafa ekki skoðanir á málunum. Enn síður verður hann sakaður um að liggja á þeim. Það ætti að vera refsivert að segja Jón sigla með straumnum. Þegar Jóni mislíkar eitthvað er hann iðulega búinn að skrifa grein um málið í blöðin um hæl, kominn í framboð. Þegar honum er misboðið hvað mest, stefnir hann saman tvö þúsund manns í miðbæ Ísafjarðar til að mótmæla og gera góð- látlegt grín að því sem hann kallar sjálfur snobbsamkomur ráðamanna. Já, það er verið að tala um Heimastjórnunarhátíðina frægu. Það er ekki ólíklegt að flestir sem lesa þessar línur hafi fengið sér kaffibolla eða kókglas hjá Jóni á Flugvallarbarnum sem hann hefur rekið í mörg ár. Eða jafnvel fengið sér vatnsglas sem Jón borgar tíkallmeð til að stuðla að aukinni vatnsdrykkju landans. Nú styttist í að Jón drekki sinn síðasta kaffibolla á vellinum í bili, hann er að hætta að vinna og hyggst ásamt konu sinni, Margréti Magnúsdóttur, flytja til Reykjavíkur sumar. Það lá í augum uppi að fá hann í smá spjall áður en hann er rokinn. „Ég er fæddur á Laugar- landi í Ísafjarðardjúpi fyrir 75 árum. Það er merkilegt, þegar við lítum á stöðu Vestfjarða og Djúpsins í dag, að langafi minn í móðurætt fluttist frá Haukadal í Dalasýslu til Snæ- fjallastrandar. Og hver var ástæðan? Jú, gullkistan Ísa- fjarðardjúpið, þar sem nóg var af mat og það voru fleiri sem fluttu úr Dölunum í Djúpið og jafnvel alla leið í Jökulfirði. Á Laugarlandi er Steinn Stein- arr fæddur. Hann var nú ekki lengi þar, var fluttur hálfgerð- um hreppaflutningum í Dala- sýslu en bróðir hans ólst upp hjá afa mínum á Rauðumýri. Forfeður mínir eru frá Laugar- bóli í Ísafjarðardjúpi. Langafi minn flutti sem smali frá Hörgshlíð í Mjóafirði. Þetta var hörkukarl og byggði meðal annars kirkjuna á Naut- eyri sem stendur enn, orðin 120 ára gömul. Laugarból var stórbýli á þessum tíma og ábú- endum leist vel á strákinn og vildu að hann giftist heima- sætunni. Hún var ekkert alltof hrifin af þessum smaladreng og hún sagði á brúðkaups- daginn að það væri best að skipta um föt og giftast þess- um Jóni, það var ekki meira hafarí í kringum það. Jón langafi tók við Laugarbóli og rak þar myndarbú auk þess að vera með útræði frá Bolungar- vík. Ég var bara venjulegur sveitastrákur á Laugarlandi og gekk í skóla í Reykjanesi. Fyrst þennan venjulega barnaskóla og svo tveggja ára framhalds- deild. Þegar ég var 17 ára gam- all fór ég í Garðyrkjuskólann í Hveragerði.“ –Hvað dregur þig í garð- yrkjuna? „Ég veit það ekki. Það var bara einhver áhugi á grösum og gróðri. Svo vissi ég að það var gott að vera í Hveragerði. Að loknu tveggja ára námi, en þetta var heilsársnám, ver ég kominn með próf upp á vasann fór ég til Bandaríkj- anna í verklegt framhaldsnám. Ég vann á mjög stórri garð- yrkjustöð í Ithaca í New York fylki. Ithaca er mikil háskóla- borg, meðal annars er í borg- inni hinn frægi Cornell há- skóli. Það var margt sem kom mjög á óvart, eitt af því fyrsta sem ég sá í New York var sofandi svertingi á gangstétt- inni, það þótti mér mjög skrýtið. Þetta var árið 1952 og samgöngurnar bágbornari en þær eru í dag. Flug til New York tók 14 tíma með milli- lendingum með Fjarkanum sem kallaður var. Þetta var á McCarthy tímanum og tíma mikilla breytinga í Bandaríkj- unum. En þetta voru að mörgu leyti gömlu góðu Bandaríkin. Það skemmtilegasta við dvöl- ina var að ég ferðaðist mikið um landið. Eftir eina viku í land- inu var ég kominn til Chicago sem var ein alræmdasta glæpa- borg heims í þá daga. Mafíu- starfsemin í algleymi. Ég fór með tveimur Íslendingum þangað. Þeir þekktu sænsk- ættaðan strák þar og hann sýndi okkur borgina. Okkur var ráðlegt að yfirgefa ekki bílinn í miðborginni. Fyrir sveitastrák úr Djúpinu var þetta mjög sérstakt. En mig langaði mjög að fara eitthvað til útlanda. Sem dæmi um hvað tækninni fleygði fram á þessum tíma þá tók það mig ekki nema 10 tíma að fljúga til baka. Einungis ári síðar.“ Gróðrarstöð sett upp í Djúpinu „Þegar ég kem heim veit ég ekki alveg hvað ég á að gera en ég sé auglýsingu frá Veður- stofunni. Ég sótti um og fékk starfið og var aðstoðarmaður veðurfræðinga á Keflavíkur- flugvelli. Veðurstofa Íslands og ameríski herinn ráku sam- eiginlega veðurstofu sem sá um flugveðurspár á N-Atl- antshafi. Eftir fjögur góð ár á vellinum þá fæ ég fiðring í puttana og vil komast í garð- yrkjuna. Það lá beinast við að fara á mínar heimaslóðir í Djúpinu. Á Laugarlandi er heitt vatn og því var það rakið dæmi að flytja heim og stofna gróðrarstöð. Það framleiddi ég fyrst og fremst tómata, gúrkur og blóm. Ég sá öllum Vest- fjörðum fyrir grænmeti á þess- um árum. Þetta voru öðruvísi tímar og ekki eins auðvelt með samgöngur og því gekk það upp að framleiða einungis fyr- ir heimamarkað. Ég var með gróðrastöðina í tuttugu og fimm ár. Ég var kominn með það mikla framleiðslu að ég var byrjaður að senda græn- meti til Snæfellsness. Þá fór ég eina ferð í viku til Búðar- dals með mínar afurðir og þar tók mjólkurbíllinn við þeim og fór með þær á Snæfells- nesið. Ég er svolítið montinn af þessu, þetta var útrás þess tíma. Árin í Djúpinu voru mjög góð, við ólum okkar börn upp þarna og við eigum öll yndis- legar minningar frá þessum tíma. Ég var í fullu starfi við gróðrarstöðina, var ekkert í hefðbundnum búskap. Ég byggði nýbýli þarna innfrá sem heitir Laugarás sem gróðrarstöðin var kennd við. Byggði meira að segja sund- laug og ég veit ekki hvað. Ég byggði þetta allt með hönd- unum, maður var svo ruglaður á þessum tíma. Hvað maður gat unnið, ég hreinlega skil þetta ekki. Ég varð fyrir ýms- um skakkaföllum, það hrundu hjá mér gróðurhús vegna snjó- þyngsla en þá var bara byggt aftur. En þrátt fyrir þessi skakkaföll þá var þetta ekkert basl eins og sagt er. Þetta var fyrst og fremst mjög skemmti- legur tími og gekk alveg ágæt- lega þótt ég hefði ekki safnað neinum auði. Svo er líka gam- an að því að hafa rekið nyrstu gróðrarstöð í heimi. En við vorum með meiri rekstur inn- frá. Við hjónin settum á fót saumastofu á Laugarási. Hún kallaðist Saumastofa Margrét- ar og við saumuðum frysti- húsasloppa fyrir frystihúsin á norðanverðum Vestfjörðum. Við keyptum okkur tæki til að sníða, og við sniðum sjálf og svo fengum við komurnar í sveitinni til að sauma fyrir okkur og var þá borgað per slopp. Við vorum í mörg í saumaskapnum. Þegar ég kem aftur í Djúpið er svokölluð Inn-Djúps áætlun í fullum gangi. Halldór Pálsson, þáver- andi búnaðarmálastjóri, sagði áætlunina vera 90% vitleysu. Þetta fólst í stækkun túna og búa og það var mikil gróska innfrá á þessum tíma. Mikill samhugur í fólki og margt ungt fólk í sveitinni að byggja upp sín bú. Skrúðgarðyrkja í Reykjavík „Árið 1984 voru breyttir tímar í grænmetisframleiðslu, garðyrkjustöðvarnar voru orðnar stærri, samgöngur betri og enginn grundvöllur fyrir þessu lengur. Þannig að við hættum rekstri og flytjum til Reykjavíkur. Ég gerist verk- stjóri hjá Skrúðgörðum Reyk- javíkur. Það er allt annars eðlis en að vera í tómötum og gúrk- um en skrúðgarðyrkju. Ég hafði ekkert verið í þessu nema þá fyrir sjálfan mig. Ég stofnaði líka fyrirtæki sjálfur sem hér JF Garðyrkja og ég tók að mér að sjá um garða fyrir fólk og fyrirtæki. Mér fannst mjög fínt að vera í Reykjavík en það blundaði alltaf í mér að fara aftur á Vestfirðina go eftir tíu ár í höfuðborginni lét ég það eftir mér að fara vestur. Ég byrjaði í sjoppurekstri í Brúarnesti sem flestir muna nú eftir, en er núna búið að rífa. Fljótlega fer ég á flugvöllinn og hef verið þar síðan. Ég er þar sem verktaki, er húsvörður auk þess sem ég er með veitinga- reksturinn. Það er litið á það sem sjálfsagða þjónustu að það sé veitingarekstur á flug- völlum. Nú hef ég verið á vell- inum í rúman áratug og það styttist í að ég hætti, enda orð- inn 75 ára gamall. Háskóli Vestfjarða er lífsnauðsyn –Hefurðu alltaf skipt þér mikið af þjóðfélagsmálum? „Ég hef alltaf haft áhuga á mínu umhverfi og stjórnmál- um og ég fór að skrifa mikið í blöðin og skipta mér af hlutun- um þegar stóriðjuuppbygg- ingin var að hefjast fyrir aust- an. Ég ætla ekkert að níða af þeim skóinn en mér fannst, og finnst reyndar enn, að við ættum að fá eitthvað líka. Við eigum að fá okkar skerf þó það verði kannski í öðru formi. Við höfum enga möguleika á álveri eða öðrum orkufrekum iðnaði. Það sem ég lít fyrst og fremst til núna er stofnun há- skóla. Það er númer eitt, tvö og þrjú og býður upp á ótæm- andi möguleika sé rétt að því staðið. Það eru einhverjir úr- tölumenn sem segja, hvar ætl- ið þið að fá nemendur? Það munu koma nemendur frá öll- um landshornum sem og frá útlöndum, ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því. Það er engin smáræðis umsvif sem fylgja einum háskóla, bæði nemend- ur, kennarar og annað starfs- fólk. Svo er alltaf möguleiki á að út frá háskóla myndist aðrar atvinnugreinar. Stærsta baráttumál okkar í dag er háskólinn, ekki nokkur spurning. Svo barðist ég með kjafti og klóm gegn því að Orkubúið yrði selt. Ég fer enn- þá fram á að því verði skilað aftur.Ég vildi að ég gæti sagst vera bjartsýnn á að við fáum það aftur en horfur eru því miður dökkar. Orkubúið er eitt blómlegasta fyrirtækið á Vest- fjörðum og afar grátlegt að missa það úr höndunum á okk- ur. Á sama tíma hefur ríkið verið að selja orkufyrirtæki meðan það kaupir af okkur. Mönnum var náttúrulega stillt upp við vegg hálfpartinn skikkaðir til að selja. En við áttum bara að segja nei, láta þá bara taka það eignarnámi. Það voru skuldir sveitarfélag- anna við Íbúðalánasjóð sem olli því að okkur var skipað að selja. Páll Pétursson, þáver- andi félagsmálaráðherra, sem sagði einfaldlega: Seljið bara Orkubúið. Sveitarfélögin fóru þá að leita logandi ljósi að einhverju sem þau gátu selt. Orkubúið var að skila ríflega 200 milljóna króna hagnaði á síðasta ári meðan bæjarsjóður rambar á barmi gjaldþrots. Ekki bara hér á Ísafirði heldur um allt land. Þegar grunnskólarnir voru sendir yfir á sveitarfélögin þá fylgdi því ekki nægilegt fjár- magn frá ríkinu. Enda hver getur sagt með nægilegri vissu hvað það kostar að reka einn grunnskóla. Sveitarfélögun- um voru afhentar einhver lús og þeim sagt, dugir þetta? Þessir peningar duga aldrei og stjórnendur sveitarfélag- anna viðurkenna að við fáum ekki nógu stóran bita af kök- unni.“ Heimastjórn- arhátíðin –Hvað varð til þess að þú hélst Heimastjórnarhátið? „Það var ekkert annað en uppreisnarandinn sem rak mig út í að halda Heimastjórnarhá- tíðina. Ég gat ekki sætt mig við að þessi stóra og mikla hátíð yrði eingöngu ætluð lok- uðum hóp manna. Það var haldin hérna einhver snobb- samkoma, komið fyrir minn- isvarða og ég segi ekki annað en að þetta var minningu Hannesar Hafsteins til háð- ungar. Í framhjáhlaupi, af því að Hannes Hafstein kemur upp í hugann, má koma því að í sambandi við fyrirhugaða

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.