Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Page 9

Bæjarins besta - 31.05.2007, Page 9
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 9 sölu á Vatnsveitunni, en það verður næsta skrefið eftir Orkubúinu, að það var Hannes sem stóð fyrir stofnun vatns- veitu á Ísafirði. Á þessum árum grasseraði hér tauga- veiki sem orsakaðist meðal annars af lélegu drykkjarvatni. Hannes missti sjálfur börn úr taugaveiki og hann sór að það skyldu ekki deyja fleiri börn úr taugaveiki á Ísafirði. Hann- es var með góð sambönd í Reykjavík og hann fór suður og kom til baka með peninga fyrir vatnsveitu og þetta var fyrsta vatnsveita landsins. Heimastjórnin markaði þátta- skil í sögu landsins. Þá fyrst fengum við ráðherra og fórum virkilega að framkvæma eitt- hvað, og því er heimastjórnin afar mikilvæg í sögunni. Svo ætluðu ráðamenn, ekki bara á landsvísu heldur einnig heima í héraði, að fagna afmælinu með snobbhátíð fyrir sig og sína. Ég átti ekki orð. Ég fékk þá hugmynd í kollinn að gera eitthvað og það varð úr að Heimastjórnarhátíð alþýðunn- ar var haldinn. Það var með hana eins og allar góðar hug- myndir að einn maður fær kannski hugmynd sem öðrum finnst hljóma vel og þar með er boltinn rúllaður af stað. Það voru fjölmargir sem komu að hátíðinni og mér þótti vænt um að Ólafur Ragnar skyldi koma. Í framhaldi af hátíðinni ákvað ég að veita Jóhannesi í Bónus verðlaun ísfirskrar al- þýðu. Hann átti fylligega skil- ið að fá verðlaun enda hefur Bónus, með lækkandi vöru- verði, komið okkur verulega vel.“ Pólitíkusinn Jón Fanndal „Undanfarin ár hef ég setið á listum í bæði sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Ég var einn af þeim sem settu saman Í-listann í fyrra. Þó ég sé félagi í Vinstri grænum þá lít ég allt- af á persónurnar frekar en flokksskírteinið. Ég get stutt Samfylkingarmann, sjálf- stæðismann eða framsóknar- mann rétt eins og einhvern úr Vinstri grænum. Ef mér líst á manninn eða konuna og mál- flutning þeirra þá skiptir ekki máli hvað flokki þau eru í. Sumir sem eru í pólitík eru svo blindir að þeir geta aldrei viðurkennt neitt gott sem kemur frá öðrum flokkum. Mér var boðið að vera í heið- urssæti hjá Vinstri grænum fyrir nýafstaðnar kosningar. Þar sem ég ætla að hætta af- skiptum af pólitík þá fannst mér það vera mjög viðeigandi að gera það svona. Fyrir utan að mér finnst þetta vera mikill heiður og því þakkaði ég bara fyrir og tók sætið.“ –Þó þú sért hættur í pólitík þá ertu ekki hættur að rífa kjaft? „Nei, nei, biddu fyrir þér. Ég er alltaf að hóta sjálfum mér að hætta að rífa kjaft. Ég er þannig gerður að ég þarf að taka afstöðu til allra mála, hvort sem það er hér innan- lands eða eitthvað út í heimi. Nú hef ég verið að kynna mér olíuhreinsistöðvar og álver. Á Jamaica eru helstu boxít nám- ur heimsins, en úr boxíti er unnið súrál sem er sent meðal annars til Íslands til fullvinn- slu á áli. Maður spyr sjálfan sig, hversvegna stendur á því að súrálið er ekki sent til Suður Ameríku til fullvinnslu. Þar eru miklu öflugri og fleiri fall- vötn heldur en hér. Plús að laun eru lægri og því myndi maður ætla að það myndi borga sig að vinna þetta í Suð- ur Ameríku. Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er engin einasta þjóð sem er tilbúinn til að selja rafmagnið á þessum verðum sem við erum að selj- um það á. Ég er skíthræddur við þetta. Nú er fyrirhugaður samruni hjá Alcoa og Alcan og það gæti farið svo að einn orkurisi eigi einkarétt á nær allri orku þjóðarinnar. Og ekki nóg með að þessi risi eigi rétt- inn á orkunni heldur fær hann hana á niðurgreiddum verð- um. Það er alveg skjalfest að það er niðurgreidd, Lands- virkjun bauð álfyrirtækjum ódýrasta rafmagn í heimi. Norðmenn treysta sér ekki til að framleiða rafmagn á þess- um verðum og vísa fyrirtækj- um til Íslands. Mér líst ekkert á þetta.“ Vestfjarðaskýrslan –Hefurðu kynnt þér Vest- fjarðaskýrsluna? „Ég er hræddur um að hún sé upp á sömu bókina lærð og aðrar skýrslur sem hafa verið birtar í gegnum árin. Það kem- ur ekkert úr þessu. Hvar eru öll störfin sem áttu að koma frá hinu opinbera? Það kemur stundum eitt og eitt og þá hverfa bara einhver önnur. Núna koma þeir með 37 til- lögur sem á að skaffa okkur 70 – 80 störf. Við sjáum hvað setur. Fyrir fimm árum var gefin út mikil byggðaáætlun, alls voru í henni yfir 100 til- lögur og það hefur ekki eitt einasta atriði komist til fram- kvæmda. Ég er ekki að hall- mæla þessari skýrslu sem slíkri, en þessar tillögur áttu að vera komnar til fram- kvæmda árið 2007 en það hef- ur bara ekki neitt gerst. Ein af skrautfjöðrunum var þessi Vaxtarsamningur Vestfjarða en það hefur ekkert komið út úr honum. Hann er ekki papp- írsins virði.“ –En olíuhreinsunarstöð? „Ég held að það sé verið að gera grín að okkur. Olíu- hreinsunarstöð á Vestfjörðum er þvílík fjarstæða, alveg burt- séð frá mínum skoðunum á slíkum verksmiðjum almennt. Það er svo rosalega langt í land að það þýðir ekki að vera að hugsa um þetta í bili. Fyrir utan að mengunin frá svona stöð stenst ekki Kyoto-bókun- ina. Kannski fá menn ein- hverjar undanþágu frá henni, ég veit ekkert um það. En ef þeim er alvara, þá hljóta þeir að skipa starfshóp og byrja að kanna þetta. Ég er ekkert hræddur við þá útkomu. En það er ekki skemmtileg til- hugsun að fleiri hundruð þús- und tonna skip, lestuð olíu, sigli fram hjá fuglabjörgunum okkar. Þegar við vorum að semja við Norðmenn um dag- inn um að passa okkur á frið- artímum kom fram að eitt aðalverkefni norska hersins væri að fylgjast með svona skipum því mengunarhættan er gríðarleg. Norðmenn sögðu að við sitjum á þvílíkri matar- kistu og við verðum að vernda hana. Maður verður að spyrja sig, hangir eitthvað á spýt- unni? Borgar sig ekki að hreinsa olíuna í Noregi? Svo ekki sé minnst á Rússland. Ég veit að Ameríkanar hafa ekki reist eina einustu olíuhreinunarstöð síðan 1976 og síðan þá hafa þeir flutt meira en hundrað úr landi. Bandaríkjamenn vilja ekki hafa þessar stöðvar leng- ur og eru að leita sér að van- þróuðum ríkjum til að setja þær upp í. Ég er með mynd af einni slíkri inni á flugvelli og þetta eru ægilegar verksmiðj- ur. Sem græningi get ég ekki samþykkt þetta. Það er sagt um okkur Vinstri græna að við viljum aldrei virkja neitt. En það er ekki rétt. Það skiptir máli hvernig að því er staðið en ég er hlynntur því að virkja í Hestfirði eða Skötufirði. Leiða vatn af Glámuhálendinu og virkja það í fjarðabotnunm. Það rafmagn yrði aldrei notað í álver, það verður aldrei inni í myndinni þar sem það nægir einfaldlega ekki. Það er hægt að sjá fyrir sér einhvern há- tækniiðnað sem krefst hæfi- legrar orku. Það er algjör forn- aldarhugsun að horfa alltaf til einhverra eiturspúandi skíta- verksmiðja. Þetta eru gamlir draugar fortíðarinnar sem eru að ásækja okkur með öllu þessu tali um álbræðslur og olíuhreinsistöðvar.“ –Sérðu þá eitthvað annað sem getur rennt stoðum undir atvinnulífið? „Fyrir utan að fá háskóla þá tel ég mikilvægast að reyna að lokka til okkar hátækni- iðnað. Þeir kalla nú olíuhreins- unarstöð hátækniiðnað en ég get ekki skrifað upp á það. Lokun Marels var náttúrulega „Við höfum enga möguleika á álveri eða öðrum orkufrekum iðnaði. Það sem ég lít fyrst og fremst til núna er stofnun háskóla. Það er númer eitt, tvö og þrjú og býður upp á ótæmandi möguleika sé rétt að því staðið.“ miklum söknuði og héðan eig- um við ekkert nema góðar minningar. Þó ég hafi verið að rífa kjaft, þá hefur það ein- göngu verið af því að ég vill hag Vestfjarða sem mestan. Ég hef aldrei getað þolað að horfa á þegar það er verið að fara illa með okkur.“ –Verður þú farinn að djöfl- ast í Vilhjálmi borgarstjóra í haust? „Ég segi bara, það verður tíminn að leiða í ljós. mikið reiðarslag. Ég, eins og fleiri, hef mikinn áhuga á ferðaþjónustu. Ég hitti mikið af ferðafólki á vellinum sem dásamar Vestfirðina og ég er viss um að það er hægt að lengja ferðamannatímann. Það byrjuðu að koma hingað hópar í skútuferðir í byrjun apríl, svo er mikið að gerast í sjóstangaveiðinni á Suðureyri. Það hefur þurft að bæta við vélum að sunnan með veiði- mennina.“ Hættur á vellinum „Nú er ég að hætta á vellin- um í júní og flyt suður. Við hjónin erum komin langt á áttræðisaldurinn og tími til kominn að hætta að vinna. Ástæðan fyrir því að við ætl- um að flytja suður er að öll okkar börn og barnabörn, samtals tuttugu talsins, eru bú- sett fyrir sunnan og við viljum vera í meiri návistum við þau. Við munum fara héðan með

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.