Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 3 Staða útibússtjóra er laus til umsóknar Staða útibússtjóra útibús Fiskistofu á Ísafirði er laus til umsóknar. Við útibúið starfa tveir eftirlitsmenn auk útibússtjóra. Helstu verkefni útibúsins eru almennt veiði- eftirlit til sjós og lands, eftirlit með út- og innflutningi sjávarafurða, eftirlit með eldi nytjastofna sjávar og verkefni er varðar tómstundaveiðar. Starf útibússtjórans fel- ur auk þess í sér skyldur á sviði bakreikn- inga. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla- menntun, búi yfir þekkingu á veiðum og vinnslu sjávarafla og hafi staðgóða bók- haldsþekkingu og tölvukunnáttu. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæð- ur, faglegur og nákvæmur í vinnubrögðum og býr yfir færni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi einstaklingur þarf að vera ákveðinn, sanngjarn og háttvís. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar Fiskistofu merktrar „Útibússtjóri á Ísafirði“ fyrir 9. júní 2007. Einnig er hægt að senda umsóknir til fiskistofa@fiskistofa.is. Upplýsingar um starfið veitir Eyþór Björns- son, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs í síma 569 7900. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að umsóknarfresti loknum verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um Fiskistofu má finna á heimasíðu: http://www.fiskistofa.is. Hafnarfjörður, 24. maí 2007, Fiskistofa – www.fiskistofa.is Dalshrauni 1 – 220 Hafnarfjörður Sími 569 7900 – Fax 569 7991 Hjartalæknir Sigurpáll Scheving hjartalæknir verður með móttöku á Ísafirði dagana 6.-8. júní. Tímapantanir í síma 450 4500 á milli kl. 08:00 og 16:00 alla virka daga. Falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra, og Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, var á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri þar sem Kambur, stærsta sjávarútvegsryrirtækið á staðnum, er að hætta starfsemi. Einar sagði við Útvarpið að staðan ætti eftir að skýrast og í ljós kæmi hvað yrði um aflaheimildir Kambs. Ekki er ljóst hvenær málin skýrast frekar, segir Einar, málið er á forræði eigenda Kambs. Hann viðurkennir þó að þó aflaheimildir verði áfram á Flateyri muni það ekki leysa allan vanda. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir að ríkja eigi sem mestur stöðugleiki í sjávarútvegi. Frá þessu segir á ruv.is. Þörf á stórátaki til að gera fyrirtæki samkeppnishæf Verkalýðsfélag Vestfirð- inga telur að ráðamenn þjóð- arinnar þurfi að gera stórátak til að gera fyrirtæki á Vest- fjörðum betur samkeppnishæf með hagræðingu á flutnings- kostnaði. Í hugleiðingu sem birt er á vef félagsins varðandi atvinnulíf í fjórðunginum segir að öll umræða um lækk- un á flutningskostnaði á fundi Vestfjarðarnefndar hafi verið svæfð. Þar segir einnig að töp- uð störf verða ekki eingöngu bætt með opinberum stöðum. „Það var ekki annað að heyra á orðum nefndarmanna að á félagssvæði Verk - Vest eigi að fylla upp í þau störf sem þegar hafa tapast, jafnt frá grunnatvinnuvegunum sem öðrum, með opinberum störfum. Mjög er rætt um að koma þurfi til viðhorfsbreyt- inga sem skýtur þó skökku við, þar sem ekki á að hefja vinnuna við tilfærslu starfa á Vestfjörðum heldur á höfuð- borgarsvæðinu. Mjög ber á þeirri hugsun að þessi störf geri kröfu um sér- fræðimenntun eða þá mjög sérhæfða þekkingu þar sem krafa verði gerð um æðri menntun. Ekkert var rætt um möguleika á vexti sprotafyrir- tækja eða um hvatningu einka- framtaks. Lítið var talað um afleidd störf eða störf tengd öðru en opinberum lausnum, og var nokkuð undarlegt að heyra að nefndin virðist ekki taka til umfjöllunar hugmyndir nema þær væru fullunnar og vel rök- studdar, bæði um hvernig þær ætti að framkvæma og eins varðandi framtíðaráform, eins og t.d. hugmyndin um olíu- hreinsunarstöðina. Þá var öll umræða um lækkun eða hagræði á flutn- ingskostnaði til og frá Vest- fjörðum svæfð eða eytt með tali um breytt hugarfar. Ekki fengust svör um strandsigl- ingar þrátt fyrir nokkuð ítrek- aðar fyrirspurnir fundarmanna. Lítið var rætt um þau störf sem þegar hafa horfið af svæð- inu, hvorki þau opinberu né í framleiðslugreinum okkar, en meira var talað um þau 80 opinberu störf sem væru rétt handan við hornið fyrir Vest- firðinga. Í ljósi nýliðinna atburða á Flateyri – Kambur -, Bolung- arvík – Bakkavík - og á Ísafirði -Marel - hljóta ráðamenn þjóðarinnar að sjá að ekki verður fyllt upp í þau störf sem tapast hafa í framleiðslu- greinum Vestfirðinga með því að bjóða eingöngu upp á op- inber störf. Þó eru nokkrir ljós- ir punktar í umræðunni eins og uppbyggingin sem er í gangi á Bíldudal og það að hluti aflaheimilda Kambs virðast ætla að enda hjá fyrir- tækjum hér á Vestfjörðum. Mikill þungi var í orðum nefndarinnar um breytingu á hugarfari, en þá þarf sú breyt- ing að verða á báða bóga. Það verður að auðvelda þeim framleiðslufyrirtækjum sem hér eru í rekstri við að koma framleiðsluvörum á markað án þess að til komi óheyrilegur flutningskostnaður. Þar þurfa ráðamenn þjóðarinnar að gera stórátak til að gera fyrirtæki á Vestfjörðum betur samkeppn- ishæf. Sömuleiðis verður að gera stórátak til að tryggja að sem mest af sjávarafurðum okkar Íslendinga komi til vinnslu í landi en verði ekki fluttar erlendis til fullvinnslu þar. En með því kerfi sem er í gangi í sjávarútvegi lands- manna er verið að kippa stoð- unum undan landvinnslu sjáv- arafurða á Íslandi,“ segir á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga. – thelma@bb.is Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðn- um. Allar eigur Kambs ehf. á Flateyri hafa verið til sölu frá því fiskvinnslan var nýlega lögð niður. Í eigu félagsins voru fimm línubátar með hátt í 2700 þorskígildistonn og fiskvinnsluhúsið. Hinrik Krist- jánsson framkvæmdastjóri Kambs segir að samkomulag hafi verið gert um að tveir línubátar með um 1600 þorsk- ígildistonn verði seldir til Ísa- fjarðar og Bolungarvíkur. Þriðji báturinn var seldur til Dalvíkur en ekki hefur borist tilboð í fiskvinnsluhúsið. Hinrik segir að verið sé að ganga frá sölu síðustu tveggja bátanna til annarra staða á landinu. Miklar áhyggjur eru af atvinnuástandinu á Flateyri eftir að 120 starfsmönnum Kambs var sagt upp störfum. Nýlega var samþykkt á bæjar- stjórnarfundi á Ísafirði að gera úttekt á því hvort bæjayfirvöld gætu stofnað almennings- hlutafélag sem keypti afla- heimildir til að halda fisk- vinnslunni á staðnum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísa- firði segist hlynntur því að gerð verði úttekt en staðreynd- in sé sú að tiltölulega lítill afli fáist fyrir mikið fé. Bæjarstjórinn segir einnig að kanna verði hvort skyn- samlegra sé að stuðla að at- vinnuuppbyggingu á Vest- fjörðum fremur en að bæjar- yfirvöld kaupi kvóta. Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegs og landbúnaðarráð- herra sagðist í hádegisviðtali á RÚV hafa fulla trú á að það takist að bjarga atvinnulífinu á Flateyri. – smari@bb.is Bátar í eigu Kambs seldir

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.