Bæjarins besta - 31.05.2007, Side 10
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 200710
STAKKUR SKRIFAR
Frá Þingvöllum
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Ísfirðingar – Vestfirðingar!
Flughræðslunámskeið
3. júní kl. 13-17 og 4. júní kl. 9-13.
Nánar á www.tilfinningatamning.is
Rúnar Guðbjartsson sálfr.
og fyrrverandi flugstjóri
Skráning og uppl. í síma 849 6480 – runargu@simnet.is
Nú er ljóst að sögulegar sættir hafa orðið á Þingvöllum. Sjálfstæðisflokkur
og Samfylking náðu saman um frjálslynda umbótasinnaða ríkisstjórn, sem
líkleg er til góðra verka á því kjörtímabili sem er nýhafið. Velferð er lykil-
orðið og þá vonandi fyrir alla. Velferð er undirstaða sanngjarns samfélags.
En margs er að gæta. Efnahagur er lykilatriði og grundvöllur velferðar. Það
hefur leiðtogum ríkisstjórnarinnar tekist að ná saman um. Fróðlegt verður
að sjá hvernig vinnst úr málum. Byrjunin lofar góðu. Um aldir kom boð-
skapur til þjóðarinnar frá Þingvöllum.
Sá boðskapur reyndist misjafnlega, en nú binda margir vonir við ríkisstjórn
sem hefur að baki stóran og öflugan þingmeirhluta og að sama skapi afar
stóran hóp kjósenda. Ljóst er að ekki eru allir sammála um núverandi ríkis-
stjórn. En sé grannt skoðað verður að líta svo á að hagsmunir heildarinnar
hafi orðið leiðarljós hennar. Fróðlegt verður að sjá hvernig gengur að vinna
úr stefnu varðandi náttúruvernd. Þar hafa orðið pólitísk skil, ekki síst ef litið
er til baka síðustu kjörtímabil. Sáttatónn er áberandi varðandi stóriðju og
náttúruvernd. Vonandi tekst til eins til er stofnað.
Það hefur verið sett fram áður að kjósendur beggja flokka ríkisstjórnarinnar
séu af sömu rót runnir, með nokkrum undantekningum þó. Vinstri grænir
skerptu línur þegar sá flokkur kom fram á sjónarsviðið. Löng seta VG utan
ríkisstjórnar hefur ekki orðið til að mýkja ásýndina nægilega til að ná hylli
fjöldans. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG hefði orðið dæmi um raun-
verulegar sögulegar sættir. En með hörku í málflutningi og stefnu sem er
ósveigjanleg var leiðin ógreið í ríkisstjórn. Hófsemi er nauðsyn í landi sam-
steypustjórna. Tónninn úr herbúðum Vinstri grænna er enn harðari nú eftir
að ljóst varð að þeim nýttist ekki fylgisaukningin. Kannski er það skaði.
Óneitanlega hefði orðið forvitnilegt að sjá hvernig reynslan af ríkisstjórnar-
setu þeirra hefði þróast.
Kannski var þjóðinni best að láta ekki á það reyna. Framsóknarflokkur
galt afhroð í kosningunum og spilaði klaufalega úr þeirri stöðu að vera í
ríkisstjórn sem hélt velli. Sennilega er Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður
hinn mætasti maður, en tókst ekki að skjótast inn á pólitíska sviðið og ná
árangri á þeim stutta tíma sem til þess gafst. Nú fær Guðni Ágústsson
tækifærið sem hann átti að grípa við brottför Halldórs Ásgrímssonar. Að
grípa það ekki strax kann að hafa bundið endi á pólitískan feril hans.
Frjálslyndir eiga eyðimerkurgöngu fyrir höndum. Formanni þeirra er all
nokkur vorkunn að búa við slíkt hlutskipti. Við Vestfirðingar bíðum eftir að
Þingvallaboðskapur varðandi atvinnumál Vestfjarða komi fram. Þau eru á
slíku stigi að brýnt er að ríkisstjórn velferðar líti til okkar með velþóknun.
Ásel fær stór verkefni á Patreksfirði
Tilboði verktakafyrirtækisins Ásels á Ísafirði í frágang lóðar við Patreksskóla og
íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð var tekið á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar fyrir
stuttu. Ásel átti tvö lægstu tilboðin í verkið, það lægra var frávikstilboð. Alls bárust
fimm tilboð í framkvæmdirnar, öll yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 59.491.
000 kr., nema frávikstilboð Ásels. Tilboði Ásels sem var tekið hljóðar upp á 62.
954.731 kr. Önnur tilboð sem bárust voru frá Lási ehf., Bíldudal, Öllu í járnum
ehf., Tálknafirði og Íslandsgörðum ehf., Kópavogi.
Stjörnubílar seldir
Rútufyrirtækið Stjörnubílar á Ísafirði hefur verið selt Keran
Stueland Ólason sem rekur ferðaþjónustuna Breiðuvík í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu. Reksturinn verður með óbreyttu sniði
og verður öll starfsemi sem og bílaflotinn áfram á svæðinu.
Auk þess mun fyrirtækið standa við þær skuldbindingar sem
Stjörnubílar höfðu lofað sér í fyrir kaupin. Trausti Ágústsson,
fyrrum eigandi, mun starfa áfram hjá fyrirtækinu.
Kynningarfundur um olíu-
hreinsunarstöð á Vestfjörðum
var haldinn á Ísafirði í síðustu
viku. Á fundinum var verk-
efnið kynnt fyrir sveitarstjórn-
armönnum auk þess sem hald-
in voru erindi um öryggi sigl-
ingarleiðarinnar og hagræn og
samfélagsleg áhrif stórfram-
kvæmda. Íslenskur hátækni-
iðnaður, fyrirtæki sem nokkrir
Íslendingar eiga hlut að auk
annarra, setti fyrr á þessu ári
fram hugmyndir um að reisa
olíuhreinsistöð á Vestfjörð-
um. Fyrirtækið hefur augastað
á svæðum í Arnarfirði annars
vegar og Dýrafirði hins vegar.
Samþykki sveitarfélögin verk-
efnið, með öllum þeim skil-
yrðum sem því kunna að
fylgja, mætti búast við að fjög-
ur til fimm ár liðu þar til starf-
semin kæmist í gagnið. Ólafur
Egilsson, einn forsvarsmanna
verkefnisins, segir að fundur-
inn hafi verið gagnlegur og
ákveðið hafi verið að halda
áfram vinnu við verkefnið og
mun Fjórðungssamband Vest-
fjarða stýra því.
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, segir að
margt hafi komið fram á fund-
inum sem hann hafi ekki vitað
um olíuhreinsistöðvar en segir
að hann sjálfur hafi ekki tekið
afstöðu í málinu og telur hann
heppilegast að Vestfirðingar
kjósi um málið þegar að því
kemur. „Það er ekki gott að
taka ákvarðanir í atvinnumál-
um undir pressu eins og staðan
er núna. Næsta skref er að
skoða olíuhreinsistöðvar og
það verður gert í júní og svo
þurfum við að ákveða hvort
við viljum þetta fyrir haustið.“
Ragnar Jörundsson, bæjar-
stjóri Vesturbyggðar, segir
fundinn hafa verið mjög fróð-
legan og býst við að sveitar-
stjórnarmenn hugsi verulega
um þessi mál í kjölfar fundar-
ins. „Það verður að skoða út í
hörgul. Ef þær forsendur sem
þeir gefa okkur, og þá forsend-
ur í mengunar- og umhverfis-
málum, eru réttar þá er það
mín persónulega skoðun að
þetta ætti að geta gengið.“
Bæjarstjórn Vesturbyggðar
sendi frá sér yfirlýsingu fyrir
stuttu um olíuhreinsistöð á
Vestfjörðum. „Þá vorum við
fagna þessari hugmynd og
hvetja menn til að kasta henni
ekki út af borðinu eins og þetta
væri eitthvað ljótt. Hvað er að
gerast á Flateyri? Hvað gerðist
á Bíldudal? Við verðum að
hafa fleiri möguleika til að
lifa. Það sýnir sig að sjávarút-
vegurinn er fallvaltur og ekki
auðvelt að treysta á hann.“
Fundurinn var að mestu
lokaður fjölmiðlamönnum og
var gefin sú ástæða að hann
væri fyrst og fremst fyrir sveit-
arstjórnarmenn og embættis-
menn á Vestfjörðum og halda
ætti opna kynningarfundi síð-
ar. Það vakti athygli blaða-
manns að margir aðrir en þeir
sem koma munu að ákvörðun
málsins sátu fundinn vekur
það því undrun að hann hafi
ekki verið opinn fjölmiðla-
mönnum.
– smari@bb.is
Ákvörðun um olíuhreinsistöð tekin í haust
Tónlistarfélagið fær 17 milljón-
ir til framkvæmda við Austurveg
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að greiða Tónlistarfélagi Ísafjarð-
ar 17 milljónir króna vegna framkvæmda við fyrirhugaðar endurbætur á hús-
næði Tónlistarskólans á Ísafirði, að Austurvegi 11. Ísafjarðarbæ var úthlutað
fjárhæðinni frá menntamálaráðuneytinu, samkvæmt samningi sem þáverandi
menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar skrifuðu undir um endurbyggingu menningarhúsa á lands-
byggðinni, í apríl 2003.
Samkvæmt samningi Tónlistarfélagsins við Ísafjarðarbæ átti að greiða
tónlistarfélaginu ákveðna fjárhæð eftir því sem framkvæmdum miðaði. Nú
hefur félagið látið gera útboðslýsingu á fyrirhuguðum breytingum á ytra út-
liti hússins. „Það hefur verið afar vel að breytingunum staðið, en þær hafa
dregist lítillega,“ segir Jón Páll Hreinsson, formaður Tónlistarfélagsins.
Framkvæmdir við Austurveg voru fyrirhugaðar sumarið 2007, en stjórn Tón-
listarfélagsins leggur áherslu á að vandað verði til verksins og meiri tími
notaður til undirbúnings. Stefnt er að því að bjóða verkið út í kringum áramót. Framkvæmdir við hús TÍ verða boðnar út í kringum næstu áramót.