Bæjarins besta - 31.05.2007, Page 11
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 11
Bílstjórar óskast
Óskum eftir góðum og þjónustuliprum
bifreiðastjórum með rútupróf. Bæði er um
að ræða fasta vinnu og sumarafleysingar.
Upplýsingar í síma 894 2010 eða á net-
fanginu einar@gtyrfingsson.is
Hópferðabílar
Guðmundar Tyrfingssonar
Hefur búið í sama húsinu í tæpa öld
Herdís Albertsdóttir á Ísafirði setur líklega heimsmet á hverjum degi, en Herdís hefur
búið í sama húsinu, að Sundstræti 33, alla ævi. Herdís verður 99 ára í haust, en hún
fæddist í húsinu í nóvember 1908 og hefur búið þar alla tíð síðan. Herdís hefur alla
tíð verið heilsuhraust, og aðeins einu sinni þurft að leggjast inn á sjúkrahús, en það var
nú í vetur. Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu, 98 ára að aldri, var haft á orði að
hún væri líklega elsti sjúklingurinn sem hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu á Ísafirði
og þó víðar væri leitað. Því má allt eins gera ráð fyrir að Herdís eigi tvö heimsmet.
Fagnar tillögum Vestfjarðanefndar
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar útgáfu skýrslu Vest-
fjarðanefndar þar sem tillögur eru settar fram um möguleg
verkefni til að fjölga opinberum störfum á Vestfjörðum. Í nefnd-
inni sátu fulltrúar iðnaðarráðuneytis, Atvinnuþróunarfélags
Vestfjarða, Ísafjarðarbæjar og forsætisráðuneytis. Atvinnumála-
nefnd fagnar framkomnum tillögum og að nefndin mun hafa
vakandi auga með framgangi tillagnanna.
Veiðar við austurströnd
Grænlands eru á uppleið og
samkvæmt samtölum sem
Guðmundur M. Kristjánsson,
hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar,
átti við útgerðarfyrirtæki í Fær-
eyjum, er Ísafjörður inni í
myndinni þegar kemur að
þjónustu við skip sem væntan-
lega munu stunda veiðar á
sundinu í náinni framtíð. Þetta
kom fram á íssiglingarráð-
stefnu sem hafnarstjórinn sótti
í lok mars á Akureyri.
Atvinnumálanefnd Ísafjarð-
arbæjar fjallaði um málið fyrir
stuttu og kom þar fram að
vandamálið er að á Ísafirði er
engin þjónusta með svartolíu
sem mörg umrædd skipa nota.
Þar mun ekki verða breyting
á fyrr en ný olíubirgðarstöð á
Mávagarði kemst í gagnið.
Varðandi íssiglingar, var það
niðurstaða ráðstefnunnar að
þessar siglingar hefjist ekki
að neinu marki fyrr en í fyrsta
lagi fyrr en eftir 15-20 ár.
„Þegar og ef þær hefjast af
alvöru, þá er líklegt að þjón-
usta og umskipunarhafnir
verði annarsvegar vestanhafs
og hinsvegar í nálægð við
helstu dreifingarleiðir um Evr-
ópu. Samt er mikilvægt að
fylgjast með þeirri umræðu
sem fara mun fram um þessi
mál í framtíðinni“, segir í
fundarbókun atvinnumála-
nefndar. Þess má geta að í
febrúar samþykkti bæjarstjórn
að ýta sem fyrst úr vör starfi
atvinnumálanefndar og hafn-
arstjórnar til að styrkja og efla
Ísafjarðarhöfn sem þjónustu-
miðstöð fyrir Austur Græn-
land.
– thelma@bb.is
Skoða Ísafjörð fyrir þjónustu
skipa við A-Grænlandsveiðar
Olíuhreinsistöðin: Mikil und-
irbúningsvinna framundan
Mikil undibúningsvinna er
framundan áður en hægt er að
taka afstöðu til olíuhreinsun-
arstöðvar á Vestfjörðum, segir
Aðalsteinn Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfjarða. Samband-
inu hefur verið falið stýra und-
irbúningsvinnunni sem farið
verður í á næstu mánuðum.
Kynningarfundur um olíu-
hreinsistöð á Vestfjörðum var
haldinn í Þróunarsetrinu á Ísa-
firði í síðustu viku. Aðalsteinn
segir að nefnd verði skipuð af
sveitarfélögunum, Fjárfest-
ingarstofu og hugsanlega iðn-
aðarráðuneytinu og mun nefnd-
in gera staðarvalsathugun og
samfélagsgreiningu og segir
hann að þessi verk geti unnist
nokkuð hratt. „Í samfélags-
greiningu er verið að athuga
hvort samfélagið geti tekið við
verkefni af þessari stærðar-
gráðu. Bæði fjölda starfa,
samsetningu þeirra og tekur
greiningin einnig til sam-
göngumála. Það er verið að
kanna innviði samfélagsins og
hvort það geti tekið við þessu.“
Aðalsteinn segir að for-
svarsmenn Íslensks hátækni-
iðnaðar hafi tekið fram að þeir
eru fyrst og fremst að horfa til
staðsetningar í Arnarfirði og
Dýrafirði. „Í byrjun stóð valið
á milli Austfjarða og Vest-
fjarða en það er mat þeirra að
ekki sé ráðlegt að fara með
svona verksmiðju austur vegna
uppbyggingu álversins þar.“
Bent hefur verið á að hugs-
anlega sprengi svona verk-
smiðja alla mengunarkvóta og
standist ekki Kyoto-bókunina.
Aðspurður segir Aðalsteinn
að það sé eitt af þeim atriðum
sem þurfi að skoða. Miðað
við stöð eins og kynnt hafi
verið á fundinum muni hún
sleppa út 300 þúsund tonnum
af mengunarefnum á ári. Inn í
stöðina komi 8 milljónir tonna
af hráefni og út fari 7,7 millj-
ónir tonna. „Þeir þrýsta á okk-
ur að gefa svar á næstu mán-
uðum um hvort við viljum
svona verksmiðju. Þeir vilja
nota sumarið og haustið til að
fara í umhverfismat. Kostn-
aður við umhverfismat er á
bilinu 70 til 150 milljóna
króna og fjárfestar eru ekki til
í að borga það nema þeir hafi
jákvæða afstöðu til málsins.“
Aðalsteinn segir að þetta sé
tíu ára gamalt verkefni. Þá hafi
átt að reisa olíuhreinsunarstöð
á Reyðarfirði. Við það var
hætt þar sem áherslan var lögð
á að selja orku, en olíuhreinsi-
stöðvar eru ekki mjög orku-
frekar. Verkefnið var þá fært
til Skagafjarðar.
– smari@bb.is
48 milljónir boðnar í Núp
Hæsta tilboðið sem barst í fasteignir gamla héraðs-
skólans að Núpi er rúmum 20 milljónum undir fast-
eignamati, sem var rúmar 72 milljónir króna. Á
annan tug tilboða bárust í eignina, en það hæsta var
frá Karli Jónatanssyni, og hljóðaði upp á 48.100.000
kr. Það voru Ríkiskaup sem sáu um að bjóða fast-
eignina út og taka við tilboðum, en þar fengust þær
upplýsingar að ekkert hafi legið fyrir frá viðkomandi
ráðuneytum um lágmarkstilboð í húsnæðið. Það er
þó ljóst að hæsta tilboðið er heldur lágt, en eins og
áður sagði er fasteignamat rúmar 72 milljónir króna,
og brunabótamatið er tæpar 566 milljónir króna.
Tilboðum hefur verið komið til viðeigandi ráðu-
neyta, menntamála- og fjármálaráðuneyti, þar sem
tekin verður ákvörðun um framtíð Núps. Líti ráðu-
neytin svo á að ekkert tilboðanna sem bárust sé
viðunandi ber þeim ekki skylda til að taka neinu
þeirra.
Fasteignir ríkisins á Núpi telja heimavistarskóla-
húsnæði, kennslustofur, mötuneyti, sjö íbúðir,
sundlaug, íþróttahús og geymslur. Heildar flatarmál
eignanna er 4.404,5 fermetrar. Stærð lóðar er um 6
ha og er eignarland. Innbú, bæði í mötuneyti og
heimavist, fylgir með, en munir sem tengjast sögu
skólans eru undanskildir.
– tinna@bb.is Héraðsskólinn á Núpi.