Bæjarins besta - 31.05.2007, Síða 14
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 200714
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Blogg Ólínu Þorvarðardóttur
http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/
Smáauglýsingar
Til sölu er ársgömul Siemens
uppþvóttavél. Verð kr. 30 þús.
Uppl. í síma 820 8284.
Til sölu er magnari í bíl og Neon
ljós. Fæst fyrir lítinn pening.
Uppl. í síma 846 4330.
Ungt par vantar margt í búið,
helst gefins eða fyrir lítinn pen-
ing. Uppl. í síma 846 4330.
Óskum eftir 3ja herb. íbúð á
Ísafirði til leigu frá 1. júlí. Á sama
stað óskast þvottavél og ísskáp-
ur. Upplýsingar í símum 699
7524 og 456 1270.
Til sölu er Subaru Legacy árg.
1997, skemmdur eftir veltu.
Uppl. á ssgunn@simnet.is.
Til sölu eru 25 heyrúllur. Uppl.
í síma 868 1182.
Til sölu er ónotað reiðhjól, tveir
flotgallar, átta ný síldarnet, hálf
sjálfvirk haglabyssa ásamt
skotfærum, einn Mauser riffill
og einn Brno riffill. Uppl. í síma
456 3663 eða 864 2212.
Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Reglusemi áskil-
in. Uppl. í síma 456 4046.
Til sölu er 1/3 hlutur í skútunni
Lipurtá. Lipurtá er mjög vel bú-
in 26 feta bátur í frábæru standi.
Uppl. í síma 844 2431 (Torfi).
Óska eftir húsnæði til leigu í
Bolungarvík frá 1. júlí. Lágmark
fjögur svefn.herb. Vinsamleg-
ast sendið uppl. með nafni og
síma á bergviney@simnet.is.
Til sölu er ónotað reiðhjól, flot-
galli, átta síldarnet, haglabyssa,
og hálfsjálfvirkur Brno riffill.
Uppl. í síma 456 3663.
Par með tvö börn vantar íbúð
til leigu á Ísafirði frá 1. júlí. Reg-
lusöm og auðveld í umgengni.
Uppl. gefur Thelma í s. 849 8699.
Til sölu er Daihatsu Ferosa árg.
90. Verð kr. 50 þús. Uppl. í síma
456 3663 eftir kl. 19.
Býð upp á gistingu í Reykjavík
í júní og júlí. Uppl. í síma 844
1270.
Sumargisting í Reykjavík. Fín
íbúð fyrir fjölskyldufólk. Fullbú-
in húsgögnum, 4-5 rúm með
sængurveri og handklæði á
staðnum. ADSL tenging. Verið
velkomin. Uppl. í símum 698
9874 og 898 6033.
Fræðsludagar á vegum Hlut-
verkaseturs verða haldnir á
Ísafirði í byrjun júní, þar sem
hugtök eins og valdefling og
batahvetjandi þjónusta verða
kynnt. Kristjana Milla Snorra-
dóttir er ein þeirra sem standa
að fræðsludögunum. Milla,
eins og hún er einatt kölluð,
er lærður iðjuþjálfi, en faðir
hennar Snorri Bogason býr á
Ísafirði. Milla eyddi því ófáum
sumrum hér vestra og það var
hér sem hún steig sín fyrstu
skref innan heilbrigðis- og fé-
lagsmálastéttarinnar, en hún
vann hjá svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra á Ísafirði.
„Vinnan hjá svæðisskrif-
stofunni kveikti vissulega
áhuga minn á að vinna með
fólki,“ segir Milla, en hún út-
skrifaðist sem iðjuþjálfi frá
Háskólanum á Akureyri vorið
2003. „Starf iðjuþjálfans er
ótrúlega fjölbreytt, og skemmti-
legt. Við vinnum með fólki
og aðstoðum það við að finna
og nýta styrkleika sína, og
byggja sig upp út frá eigin
þörfum, væntingum og vilja.
Það er mjög spennandi.“
Í byrjun árs hóf Milla störf
hjá Hlutverkasetri, sem er í
eigu AE starfsendurhæfingar.
Meginmarkmið Hlutverkaset-
urs er að efla virkni og þátt-
töku fólks með færniraskanir
og þeirra sem misst hafa hlut-
verk í samfélaginu.
„Starfsemi Hlutverkaseturs
gefur tækifæri til að skapa ný
hlutverk, eykur þátttöku fólks
í samfélaginu, sem leiðir til
aukinnar verðmætasköpunar
um leið og komið er í veg
fyrir að einstaklingar verði á
varanlegum örorku- eða at-
vinnuleysisbótum og þurfi á
fjárhagsaðstoð að halda. Reynt
er að skapa tækifæri til starfa
á almennum vinnumarkaði
með eftirfylgd.
Við hjá Hlutverkasetri höf-
um verið í samstarfi við Hug-
arafl, samtök einstaklinga sem
hafa glímt við geðsjúkdóma
en eru á batavegi. Hlutverka-
setur hefur gert þjónustu-
samning við félagsmálaráðu-
neytið sem felur m.a. í sér
gæðaþróunarverkefni sem
heitir Notandi spyr notanda,
en notendur eru skilgreindir
fólk sem nýtir sér félags- eða
heilbrigðiskerfið. Sjö öryrkj-
ar, sem allir hafa reynslu af
því að vera með geðsjúkdóm
starfa nú að verkefninu, auk
tveggja iðjuþjálfa.“
Í samningnum við félags-
málaráðuneytið felst einnig
fræðsla úti á landi og á þessu
ári verður Hlutverkasetur með
fræðsludaga víðsvegar um
landið.
„Við erum þegar búin að
fara til Akureyrar og erum að
koma til Ísafjarðar með fræð-
sludaga núna í byrjun júní. Á
fræðsludögunum kynnum við
valdeflingu (e. empowerment)
og batahvetjandi þjónustu.
Valdefling er hugmyndafræði
sem getur átt við í allri vinnu
með fólki. Hvort sem um er
að ræða í stjórnunarfræðum
til þess að auka þátttöku starfs-
manna í ákvarðanatöku hjá
fyrirtækjum eða í vinnu með
fólki sem glímir t.d. við sjúk-
dóma, fátækt eða atvinnu-
leysi. Það er grundvallaratriði
í hugmyndafræði valdeflingar
að hafa vald til að taka ákvarð-
anir um eigið líf, að láta ekki
annað fólk eins og t.d. með-
ferðaraðila, vini eða fjöl-
skyldumeðlimi taka stjórnina
af viðkomandi.
Batahvetjandi þjónusta snýst
í raun um það hvernig hægt er
að ná bata, auka lífsgæði og
vera virkur þátttakandi í sam-
félaginu, hvort sem fólk hefur
glímt við líkamlega eða fé-
lagslega sjúkdóma, eða geð-
raskanir.
Fræðsla okkar er byggð á
notendarannsóknum, þ.e. hvaða
þjónusta notendum finnst nýt-
ast sér best og skila mestum
árangri. Það sem mér finnst
mest spennandi við þetta verk-
efni er að í því eru notendur
sjálfir að segja frá sinni reyn-
slu og hvað þeim finnst virka
best í sínum bata, en ekki bara
fagfólk að segja frá starfi sínu
og einhverjum rannsóknum
og könnunum sem hafa verið
gerðar. Rödd notenda fær því
að heyrast, hvað vilja þeir og
hvaða þjónustu vilja þeir sjá
bætta o.s.fv. Fagfólk mun þó
einnig vera með erindi á fræð-
sludögunum, auk fulltrúa frá
félagsmálaráðuneytinu og
fulltrúa atvinnulífsins.
Við reynum að tengja fræð-
sludagana á hverjum stað sem
mest við heimamenn, þannig
að á Ísafirði verða erindi hald-
in af Vestfirðingum líka. Þessi
ráðstefna er opin öllum, en
hentar sérstaklega þeim sem
vinna með fólki innan heil-
brigðis- eða félagsmálageir-
ans, hvort sem það er hjúkr-
unarfræðingur, læknir, prestur
eða félagsráðgjafi, auk þess
sem notendur þessarar þjón-
ustu og aðstandandendur
þeirra eru hvattir til að koma.“
– tinna@bb.is
Valdefling kynnt á fræðslu-
dögum Hlutverkaseturs
Alls svöruðu 607.
Já sögðu 416 eða 69%
Nei sögðu 144 eða 24%
Alveg sama sögðu 47 eða 7%
Spurning vikunnar
Á ríkisstjórnin að taka
upp færeysku leiðina í
stjórnun fiskveiða?
Flateyrarkirkja: Guðsþjón-
usta á sjómannadaginn, 3.
júní kl. 13:00. Magnús
Ingi Björgvinsson, sjómað-
ur predikar. Minningar-
stund í kirkjugarðinum.
Kirkjustarf
Það rættist úr helginni - svei mér ef það er ekki bara að koma vor. Hvítasunnudagurinn í gær skein á himni
“skír og fagur” eins og segir í sálminum góða. Ég mætti í fermingarmessu á Suðureyri og söng þar eins og
herforingi með kirkjukórnum. Það gekk bærilega. Séra Karl V. Matthíasson hljóp í skarðið fyrir sóknarprestinn
(sem var sjálfur að ferma sitt eigið barn í annarri sókn) og kom nú í sitt gamla prestakall - þangað sem hann
vígðist sjálfur til prests fyrir 20 árum. Vel messaðist séra Karli og fallega fermdi hann börnin fjögur. Það er
ekki öllum prestum gefið að messa þannig að stundin lifi í sál og sinni eftir að henni er lokið.
Gerist
áskrifendur í
síma 456 4560