Bæjarins besta - 31.05.2007, Síða 15
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 15
60 sekúndur með Ísfirðingnum Dóru Hlín
Gísladóttur, sem er við nám í Svíþjóð
–Sæl Dóra Hlín, ég ætlaði að forvitnast örstutt um hvað
þú ert að gera í Svíþjóð.
„Ég er í mastersnámi í efnaverkfræði með áherslu á orkutækni
við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Núna er ég
að vinna að lokaverkefninu mínu við skólann.“
–Um hvað fjallar verkefnið?
„Það snýst um að skoða möguleikana á að fanga koltvísýring
og endurnýta kolefnisatómin. Koltvísýringurinn ásamt vetn-
isgasi yrði hvarfaður yfir í dísil olíu í gegnum svokallað Fisch-
er-Tropsch hvarf. Með þessum hætti er í rauninni verið að um-
breyta rafmagni í eldsneyti og minnka útblástur í leiðinni.
Þetta er sérstaklega áhugvert fyrir Íslendinga þar sem við vilj-
um gjarna minnka útblástur koltvísýrings og gjarna verða
orkulega sjálfbærari.“
–Hvernig líkar þér vistin í Svíþjóð?
„Mér líkar vistin hér mjög vel, finnst Stokkhólmur skemmti-
leg borg - margt að sjá og skoða og gaman að búa í stórborg.
Skólinn er mjög góður og öll aðstaða til fyrirmyndar.“
–Ég frétti af þér í Noregi nýlega, hvað varstu að gera
þar?
„Í Noregi var ég í atvinnuviðtali, nánar tiltekið í Osló, en ég
er að fara að vinna þar næsta haust, hjá stofnun sem heitir Nor-
disk Energiforskning. Það er stofnun á vegum norrænu ráð-
herranefndarinnar, þar sem höfð er yfirumsjón með ýmsum
orkurannsóknum sem framkvæmdar eru á Norðurlöndunum.“
–Hvað verðurðu þar lengi?
„Ég verð þar í fjóra mánuði, en flyt svo aftur til Ísafjarðar í
desember.“
–Hvað tekur þá við hjá þér?
„Það er eitthvað sem tíminn verður bara að leiða í ljós“
–Takk fyrir spjallið Dóra, og gangi þér vel.
– tinna@bb.is
Einbýlishús til sölu
Til sölu er einbýlishúsið að Fagraholti 11
á Ísafirði. Um er að ræða mikið endurnýjað
140m² hús auk 40m² bílskúrs. Ásett verð
er kr. 23.500.000.-
Upplýsingar eru veittar í símum 860
7443 (Svavar) og 695 2222 (Hildur).
Sælkeri vikunnar er Kristín Ólafsdóttir á Ísafirði
Karrý kjúklingur
og eplakaka
Sælkeri vikunnar býður upp
á ljúffengan karrý kjúklinga-
rétt sem er sannkölluð veisla
fyrir bragðlaukana. Kristín
bendir á að gott sé að setja
ferskt kóríander og ristaðar
kókosflögur yfir réttinn áður
en hann er reiddur fram. Í
eftirrétt er eplakaka eins og
hún gerist best. Rétt er að geta
að Kristín hljóp í skarðið fyrir
þau sem skorað var á í síðustu
viku en vegna óviðráðanlegra
aðstæðna gátu þau ekki brugð-
ist við áskoruninni.
Karrý kjúklingur
4 kjúklingabringur
3 söxuð hvítlauksrif
1 msk romm
2 msk olía
1 saxaður laukur
1 msk karrýduft
1/2 bolli kókosmjólk
2 tsk sesamolíu
1/2 chilli
Látið kjúklinginn, rommið
og hvítlaukinn í skál og látið
liggja í mareneringu í nokkrar
klst. eða yfir nótt. Hitið olíuna
á pönnu og létt steikið laukinn.
Steikið síðan kjúklinginn.
Takið aðra pönnu og látið
kókosmjólkina, sesamolíuna
og karrýið saman. Bætið
kjúklingnum út í og hitið allt
saman. Bætið chilli við ef vill.
Borið fram með hrísgrjónum.
Eplakaka
250 g sykur
150 g smjörlíki
3 egg
230 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 stór epli
50-75 g saxað suðusúkku
laði
kanelsykur
Helmingurinn er settur í
botn á köku formi. Eplin, kan-
illinn og súkkulaðið sett á
milli. Restin af deiginu er sett
yfir. Bakist við 175°C í 1 klst.
Ég skora á Eygló Valdi-
marsdóttur Ísafirði að koma
með uppskrift í næsta blað.
Edinborgarhúsið og Ísafjarðarbær
bjóða til fagnaðar í tilefni af opnun
Edinborgarhússins á Ísafirði
Athöfnin fer fram í húsinu á sjómannadaginn
3. júní kl. 14:00. Auk þess að vera eitt af menn-
ingarhúsum landsbyggðarinnar státar Edin-
borgarhúsið af aldarafmæli um þessar mundir.
Það væri okkur mikill heiður að sem flestir
sæu sér fært að gleðjast með okkur
þennan dag.
Fjórir um stöðu forstöðumanns
Fjórir hafa sótt um stöðu forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu
Ísafjarðarbæjar. Þeir eru Freydís Jóna Freysteinsdóttir frá Hafnarfirði,
Margrét Geirsdóttir á Ísafirði, Pétur Björnsson á Flateyri og Unnar Reynisson
á Suðureyri. Hafin eru starfsviðtöl við umsækjendur. Eins og greint hefur
verið frá hefur Ingibjörg María Guðmundsdóttir, núverandi forstöðumaður,
verið ráðinn skólastjóri Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi og á hún
að hefja störf þann 1. júní samkvæmt samningi.
Horfur á föstudag: Suðaustan 5-10 m/s og væta sunnan-
lands en bjart með köflum fyrir norðan. Hiti 8-20 stig.
Horfur á laugardag: Austanátt og rigning sunnanlands e
annars þurrviðri. Hiti 8-20 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Horfur á sunnudag: Suðaustanátt og víða væta, einkum
sunnanlands. Hiti 10-18 stig. Horfur á mánudag:
Sunnanátt og skúrir víða um land. Hiti breytist lítið.
Helgarveðrið