Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn
Vestfirðir fá rúmlega
30% byggðakvótans
Sjávarpláss á Vestfjörð-
um fá samtals 1.362 þorsk-
ígildistonnum úthlutað af
byggðakvóta sem Fiskistofa
hefur úthlutað. Í ár er 4385
þorskígildistonnum skipt á
milli sjávarbyggða, sem hafa
lent í vanda vegna samdrátt-
ar í afla, aflaheimildum og
afla til vinnslu á botnfiski.
Ísafjarðarbær fær mestu út-
hlutað af öllum sveitarfélög-
um á landinu, en Hnífsdalur,
Þingeyri, Suðureyri og Ísa-
fjörður fá samtals 454 þorsk-
ígildistonnum úthlutað, eða
rúmlega 10% heildarúthlutun-
ar.
Patreksfjörður, Bíldudalur
og Brjánslækur í Vesturbyggð
fá samtals 349 þorskígildis-
tonn, og er þetta þriðja stærsta
úthlutunin á eftir Ísafjarðarbæ
og Norðurþingi. Súðavíkur-
hreppur fær 204 tonn, Tálkna-
fjarðarhreppur fær 87 og Bol-
ungarvík 68. Af sveitarfélög-
um á Ströndum fær Árnes-
hreppur 15 tonnum úthlutað,
Kaldrananeshreppur fær 48
tonn og Strandabyggð 137
tonn.
– tinna@bb.is Frá höfninni á Flateyri.
Komið hefur upp sú hug-
mynd að stofna almennings-
hlutafélag sem keypti afla-
heimildir til Vestfjarða til að
bregðast við ástandinu sem
komið er upp á Flateyri við
yfirvofandi lokun fiskvinnsl-
unnar Kambs. „Við vitum
náttúrulega ekki ennþá hvern-
ig spilast út með sölu afla-
heimilda,“ segir Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar, þegar hann er spurður
hvernig brugðist verður við
ástandinu á Flateyri, „en með-
al hugmyndanna sem komið
hafa upp er að stofnað verði
almenningshlutafélag, í eigu
margra aðila á norðanverðum
Vestfjörðum, sem stæði fyrir
kaupum á aflaheimildum til
svæðisins. Þá verður skipaður
sérstakur teymishópur til að
vernda hagsmuni starfsfólks-
ins missi það vinnuna.“
Í hópnum er áætlað að verði
fulltrúar frá sveitarfélögum
svæðisins, skóla- og fjöl-
skylduskrifstofu Ísafjarðar-
bæjar, Íbúasamtökum Önund-
arfjarðar, Rauða kross deild
Önundarfjarðar, svæðisvinnu-
miðlun, fjölmenningarsetri,
Verkalýðsfélagi Vestfirðinga,
Kambi, Fræðslumiðstöð Vest-
fjarða og Atvinnuþróunarfé-
lagi Vestfjarða. Lagt hefur
verið til að ráðinn verði sér-
stakur verkefnisstjóri sem
vinnur með hópnum, og verið
er að leita að manneskju í það.
Halldór segir að næstu daga
verði vel fylgst með þróun
málsins. „Atburðarrásin hefur
verið afar hröð en við vitum
ekkert hvernig málið endar.
Auðvitað er vonast til að út-
gerðarmenn hér á svæðinu
kaupi sem mest af aflaheim-
ildunum en ef það gengur ekki
eftir þarf að skoða hvort mögu-
leiki sé á úthlutun byggða-
kvóta, eins og gert var á Þing-
eyri. Þar fékkst sérstakur
byggðakvóti í gegnum Byggða-
stofnun og var honum úthlut-
að til 5 ára, gegn því að útgerð
tvöfaldaði kvótann með eigin
framlagi og allt væri unnið á
staðnum.“
Halldór segir það ljóst að
til að takast á við þetta mál
þurfi sem allra flestir að stilla
saman sína strengi og vinna
að lausn á vandanum.Halldór Halldórsson.
Almenningshlutafélag til bjargar?
Helga Vala Helgadóttir,
bæjarstjórafrú og lögfræði-
nemi í Bolungarvík, hefur tek-
ið að sér rekstur veitingahúss
í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Í húsinu, sem nú er verið að
ljúka við að gera upp, verður
100 sæta veitingasalur auk
leiksals. Helga Vala segist afar
bjartsýn á framtíð hússins.
„Þetta verður kaffihús og
veitingahús í bland. Þetta
verður ekki búlla, við ætlum
að hafa þetta fallegt hús sem
gott er að koma inn í og þar
sem boðið verður upp á
skemmtilega létta rétti, uppá-
komur og veislur“, sagði Helga
Vala í samtali við blaðið.
Edinborgarhúsið var byggt
árið 1907 og er eitt stærsta
timburgrindarhús sem byggt
hefur verið á Íslandi. Unnið
hefur verið að því undanfarin
ár að gera Edinborgarhúsið
upp. Það var teiknað af Rögn-
valdi Á. Ólafssyni sem nefnd-
ur hefur verið fyrsti íslenski
arkitektinn. Eins og greint
hefur verið frá er stefnt að því
að húsið verði opnað á sjó-
mannadag.
Fjölbreytt starfsemi hefur
farið fram í Edinborgarhúsinu
í gegnum tíðina m.a. saltfisk-
verkun og rækjuvinnsla. Í
rúman áratug hafa ýmis fé-
lagasamtök unnið að upp-
byggingu þess sem menning-
armiðstöðvar. Edinborgarhús-
ið er eitt þriggja menningar-
húsa á Vestfjörðum samkvæmt
samningi menntamálaráðu-
neytisins og Ísafjarðarbæjar.
Helga Vala tekur að sér rekstur
veitingahúss Edinborgarhússins
Helga Vala Helgadóttir með Edinborgarhúsið í baksýn.
Gunnbjörn ÍS, áður Fram-
nes, landaði í síðustu viku
rúmum 30 tonnum af út-
hafsrækju, eftir sex sólar-
hringa á veiðum. Aflinn fór
í vinnslu hjá Miðfelli á Ísa-
firði. Þetta er þriðja rækju-
löndun Gunnbjarnar eftir að
skipið hóf rækjuveiðar á ný
í byrjun mánaðarins. Fersk-
ri rækju hafði þá ekki verið
landað á Ísafirði frá því
Framnesinu lagt fyrir einu
og hálfu ári.
Jón Guðbjartsson, útgerð-
armaður hjá Birni ehf. segir
að um tilraun sé að ræða,
það muni koma í ljós hvort
áframhald verði á veiðun-
um, aflabrögð og afurða-
verð ráði því. Ekki hefur
verið bjart yfir rækjuútgerð
og -iðnaði í mörg ár. Verð
lág og aflabrögð léleg. Var
það ástæðan fyrir því að
Hraðfrystihúsið – Gunnvör
sá sig knúið til að hættu
veiðum og vinnslu á rækju.
Skipstjóri í veiðiferðinni
var Jón Steingrímsson og
fékkst rækjan norður af
Djúpinu og er þetta ágæt
rækja. Tvö önnur skip frá
Ísafirði eru á rækjuveiðum,
Óli Hall HU og Strákur SK.
Þau eru á veiðum vestur af
landinu og landa á Snæfells-
nesi og er aflanum keyrt til
Ísafjarðar til vinnslu hjá Mið-
felli. – smari@bb.is
Birtir til í
rækjuiðnaði
Gunnbjörn ÍS.