Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Síða 6

Bæjarins besta - 21.06.2007, Síða 6
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20076 Tímabærar yfirlýsingar Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is – Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Svein- björnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Leyfi veitt fyrir fornleifagreftri á Eyrartúni Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur veitt Fornleifastofnun og Byggðasafni Vestfjarða leyfi fyrir fornleifauppgreftri á Eyrartúni á Ísafirði. Nefndin tók fyrir erindi Andreu S. Harðardóttur sagnfræðings á dögunum, þar sem sótt var um leyfi frá landeiganda, Ísafjarðarbæ, til að „krukka“ í hólinn á Eyri. Vonast er til að Fornleifastofnun og Byggðasafnið geti hafið verkið sem fyrst. Umhverfisnefnd fagnaði því að hafinn verði fornleifauppgröftur á Eyrartúni. Í könnunar- greftri á Eyrartúni sumarið 2004 fundust ýmsir munir sem taldir eru vera frá 19. öld. Má þar nefna sem dæmi flöskubrot og öngla, hnappa og brot úr leirpípum og keramiki. Afar lítið er vitað um upphaf byggðar í Skutulsfirði. Ýmsir telja að Eyri hafi verið landnámsjörð en fyrir því er engin vissa þótt almennar líkur séu taldar nokkrar. Kona í forsetastól í fyrsta sinn í 120 ára sögu Ísafjarðar Á þessum degi fyrir 21 ári Nýkjörin bæjarstjórn Ísafjarðar hélt sinn fyrsta fund sl. fimmtudag, 19. júní. Á þessum fyrsta fundi situr í stól forseta bæjarstjórnar Geirþrúður Charlesdóttir, sem er jafnframt aldursforseti bæjarstjórnar. Geirþrúður, sem sæti hefur átt í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi síðustu sjö árin, er þar með fyrsta konan sem situr í forsetastól bæjarstjórnar á Ísafirði í 120 ára sögu kaupstaðarins. Má og á það minna að sama dag var sérstakur kvennadagur í tilefni kosningaréttar kvenna. Í þjóðhátíðarræðu sinni á Ísafirði kom Sturla Böðvarsson, fyrrum samgönguráðherra og forseti Alþingis, með afger- andi hætti inn á þann vanda sem nú steðjar að vel flestum sjávarbyggðum vegna síminnkandi þorsksstofns, að mati fiskifræðinga, eftir yfir tuttugu ára viðveru kvótakerfisins. Sturla sagði: ,,Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistekist. Sú staða kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiði- stjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsókna- stofnunar. Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja.“ Þótt að sumu leyti kvæði við annan tón í hátíðarræðu for- sætisráðherra, er hann gerði kvótakerfið að umtalsefni, er ástæða til að árétta eftirfarandi orð hans: ,,En við skulum hins vegar ekki loka augunum fyrir því að kvótakerfið er ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk, og það má ugglaust bæta á margan hátt. Mörg byggðarlög á lands- byggðinni eiga í erfiðleikum og af þeim ástæðum segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að huga skuli sérstak- lega að áhrifum þess (kvótakerfisins) á þróun byggðar í landinu.“ Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þeirrar skoðunar sem þessi orð gefa tilefni til. ,,Við höfum verið að úthluta þyngd af fiski, en við höfum alveg sleppt út úr þessu þremur meginvíddum, þ.e.a.s. hvernig við veiðum, hvar við veiðum og hvenær við veið- um,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, alþm., m.a. aðspurður um viðbrögð við ræðu Sturlu Böðvarssonar. Ánægjulegt er að þingmaðurinn skulu nú vekja athygli á þessum veigamiklu þáttum, sem óumdeilanlega lúta að fiskveiðistjórnuninni. BB hefur margsinnis bent á hversu fátt við höfum látið okkur um finnast hvaða veiðarfæri eru notuð og hvar þau eru notuð; að við sjálfir tókum upp hátta- lag ,,rússnesku ryksugutogaranna“, sem baráttan um land- helgina snerist m.a. um að losa okkur við, eins og það var orðað af einum ötulasta ,,stríðsmanni“ okkar fyrir yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, og hversu sjálfhælnir yfir afla- brögðum á helstu hrygningarsvæðum þorskstofnsins við höfum verið, á sama tíma og þau ættu að vera friðuð. Það er út af fyrir sig ágætt að hlusta á þjóðræknisræður 17. júní. Og mun ekki af veita. Að þessu sinni var þó fyllri þörf en oft áður á að kirja aðra sálma í bland: ,,Það er skylda ríkisvaldsins að koma þeim byggðarlögum til hjálpar þar sem grundvöllur atvinnustarfsemi og samfélags brestur, hvort sem það er í sjávarútvegi eða öðrum greinum,“ sagði forsætisráðherra í hátíðarræðu sinni. Orð eru sögð til alls fyrst. Þeirra tími er liðinn í þessu tilfelli. Tíminn til athafna er tekinn að renna úr stundaglasinu. s.h. Það hefur vorað seint á Hornströndum, og lá snjór alla leið niður í fjöru fram á hvíta- sunnu, þegar loksins hlýnaði, að sögn Jóns Björnssonar landvarðar. Síðan hefur verið asahláka, en talsvert er enn af snjó í fjallaskörðum og á heiðaleiðum. „Þeir fáu göngu- stígar sem eru í friðlandinu eru mjög blautir, og sömu sögu er að segja af tjaldstæð- um. Ég veit að það hafa borist fyrirspurnir ferðamanna um að komast á friðlandið, en áætlanir eru ekki enn hafnar hjá bátum og því hefur ekki margt göngufólk farið um. Það eru helst Íslendingar sem fara um svæðið núna, en sum- arið hefur farið vel af stað þrátt fyrir seint vor,“ segir Jón. Farin verður ferð norður um helgina, þar sem gerð verður úttekt á stöðunni, en Jón áætl- ar að ef veðrið helst líkt og það hefur verið undanfarna viku, verði svæðið orðið mjög gott eftir viku. „Þegar eru haf- in störf við að fúaverja nokkra kamra á svæðinu, og þá er kamar í smíðum sem fer í Furufjörð. Hvað þau mál varð- ar er gert ráð fyrir að svæðið verði tilbúið um 25. júní.“ Yfirleitt er miðað við að ferða- fólk fari ekki inn á svæðið fyrr en 15. júní vegna fugla- varps. „Í ár er mófuglinn allur niðri í fjöru,“ segir Jón, „yfir- leitt er hann meira á heiðum, en þar sem snjóa leysir seint notar hann fyrsta tækifærið til að verpa, eftir að hafa þó geymt það í einhvern tíma. Það er svona helsta breytingin sem við höfum merkt á náttúr- unni í sumar.“ Þegar hafa fjögur skemmti- ferðaskip komið inn á svæðið. Skipin koma við á Hesteyri, Aðalvík og Hornvík, og áætlar Jón að alls muni um 400 manns koma með skemmti- ferðaskipum í friðlandið í sumar. – tinna@bb.is Vorar seint á Hornströndum Föngulegur hópur kvenna tók þátt í Kvennahlaupi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Flateyri á laugardag. „Það var 21 þátttakandi sem er heldur minni þátttaka en við vonuðumst eftir en það hlupu yfir 30 konur í fyrra. Það gæti stafað af því að við þurftum að flýta auglýstri tímasetningu vegna jarðarfarar en okkur fannst ekki viðeigandi að hlaupið færi fram á svipuðum tíma“, segir Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir, ein skipuleggjenda hlaupsins. „Allar hlupu með bros á vör og það var skemmtileg stemmning. Það var fámennt en góðmennt.“ – thelma@bb.is „Allar hlupu með bros á vör“ Föngulegur hópur kvenna tók þátt í Kvennahlaupinu á Flateyri. Mynd: Páll Önundarson.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.