Bæjarins besta - 21.06.2007, Síða 8
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20078
STAKKUR SKRIFAR
Menntaskólinn á Ísafirði
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Jón Hættir sem íþróttafulltrúi
Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar hefur sagt starfi
sínu lausu frá og með 1. júní. Jón tók við starfinu haustið 2005 af Birni
Helgasyni sem sinnt hafði starfinu í áratugi. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar þakkaði
honum fyrir vel unnin störf hjá Ísafjarðarbæ og óskaði honum velfarnaðar í
framtíðinni. Jón sinnti stöðu forstöðumanns Félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði
um árabil áður en hann tók við sem íþrótta- og tómstundafulltrúi. Jón starfar
sem landvörður á Hornströndum og hefur gert það undanfarin ár.
Landaður afli dregst saman
Afli fyrri hluta árs á Vestfjörðum er tæpum 2.600 tonnum minni en
á sama tímabili í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins 2007 var landaður
afli á Vestfjörðum 20.323 tonn en á sama tímabili í fyrra komu á
land 22.906 tonn og er munurinn tæp þrjú þúsund tonn. Mestu
munaði um tæplega 2.000 tonna samdrátt í lönduðum þorskafla og
740 tonna samdrátt í steinbít. Aukning varð í löndunum á tinda-
skötu, keilu, löngu, gulllaxi, rækju, ufsa og grálúðu.
Einn aðstoðarskólastjóri í stað tveggja
Gera á breytingar á stjórnun
Grunnskóla Ísafjarðar þannig
að þar starfi einn aðstoðar-
skólastjóri í stað tveggja. Í
fjárhagsáætlun 2007 kemur
fram að þetta sé í samræmi
við skipulag flestra annarra
skóla landsins og stuðlar bæði
að hagræðingu og markviss-
ara stjórnkerfi. Eðlilegt þykir
að starf þess aðstoðarskóla-
stjóra sem hefur verið skemur
í starfi verði lagt niður. Skarp-
héðinn Jónsson, skólastjóri GÍ
hefur sett fram drög að nýju
skipulagi sem gerir ráð fyrir
að í stað aðstoðarskólastjóra
II, verði deildarstjóri ungl-
ingastigs sem starfi náið með
námsráðgjafa vegna valgreina
og fleiri verkefna þess stigs.
Aðstoðarskólastjóri hafi um-
sjón með kennslu yngri stiga,
sérkennslu, sérdeild og stuðn-
ingsfulltrúa. Í stað aðstoðar-
skólastjóra tvö gerir skóla-
stjóri einnig ráð fyrir að náms-
ráðgjafi fái aukin hlutverk og
verði hluti af stjórnunarteymi
skólans, með skólastjóra, að-
stoðarskólastjóra og deildar-
stjóra. Rætt hefur verið við
þann aðstoðarskólastjóra sem
verið hefur skemur í starfi og
honum gerð grein fyrir stöðu
mála. Hann hefur óskað eftir
að ákvörðun um framhaldið
verði tekin sem fyrst, til að
hann gæti gert viðeigandi ráð-
stafanir. Jafnframt hafnaði
hann stöðu deildarstjóra við
skólann af þeirri ástæðu að
hann ætti erfitt með að draga
sig út úr verkum sínum sem
stjórnandi við skólann ef hann
héldi áfram að starfa þar.
Skóla- og fjölskylduskrif-
stofa Ísafjarðarbæjar hefur
óskað eftir því að ákvörðun
verði tekin um það hvort
leggja beri niður yngri stöðu
aðstoðarskólastjóra við GÍ.
Bæjarráð hefur vísað erindinu
til afgreiðslu í bæjarstjórn. Grunnskólinn á Ísafirði.
Vegagerð um Arnkötludal miðar vel
Unnið er af krafti í vegagerð-
inni um Arnkötludal. Unnið er í
Gautsdal og er hægt að aka
dágóðan spöl eftir nýja veginum.
Að sögn verktakans, Ingileifs
Jónssonar, er einungis unnið í
Gautsdal sem stendur og verður
svo áfram. Það mun svo ráðast
hver framvindan verður.
Verktakafyrirtækið Ingileifur
Jónsson ehf. var lægstbjóðandi í
vegagerðina. Gert er ráð fyrir að
verkinu ljúki haustið 2009 en
útlögn á neðra burðarlagi á að
vera lokið 1. desember 2008 og
frágangur þannig að hægt verði
að heimila umferð um veginn
þann vetur. Með veginum styttist
vegalengdin milli suðvestur-
hornsins og norðanverðra Vest-
fjarða um ríflega 40 km.
– smari@bb.is Stórvirkar vinnuvélar á veginum í Gautsdal. Mynd: Björn Halldórsson.
Margt bjátar á hjá Vestfirðingum þessi misserin. Uppnám ríkir í atvinnu-
málum og kvótaskerðing vofir yfir. En marga ljósa punkta er að finna í
samfélaginu. Í síðasta eintaki BB var einkar athyglisvert viðtal við Ingibjörgu
S. Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur Menntaskólanum á Ísafirði á því skóla-
ári sem senn er liðið. Það er eftirtektarvert hve jákvæð Ingibjörg er og einn-
ig að hún sér mörg tækifæri til að sækja fram á við í starfi skólans. Hún hvet-
ur íbúa til að standa saman um hag skólans og tekur reyndar fram að áhuga
og umhyggju sé að finna frá samfélaginu.
Hér talar kona með reynslu af skólastjórnun, en hún hefur lengi verið við
stjórnvöl Kvennaskólans í Reykjavík. Ekki hefur farið mikið fyrir henni, en
augljóst er að hún ann starfi sínu og er trú því sem henni er falið. Það er
markverður og góður kostur stjórnanda hverju starfi sem hann kann að
gegna, ekki síst ef um er að ræða skóla. Menntaskólinn á Ísafirði er samfé-
laginu mun verðmætari en margir gera sér grein fyrir. Það er gagnlegt að
heyra hve mikils skólameistarinn metur þá umhyggju sem fyrirtæki í sam-
félaginu sýna skólanum með ýmsum hætti, einkum stuðningi við verknám.
Máltækið segir: Glöggt er gests augað. Stundum greina aðkomnir, sem
ekki hafa lagast samfélaginu um of, betur kosti og galla þess. Við hin, sem
erum orðin órofa þáttur þess, eigum stundum erfiðara með að hefja okkur
upp fyrir dægurþrasið. Því miður ríktu deilur um skólann áður en Ingibjörg
kom til tímabundinna starfa. Ekki hefur borið á óeiningu á liðnum vetri.
Skal tekið undir með Ingibjörgu að skólinn sé í góðum höndum þeirra sem
stjórna munu honum á næsta ári. Jafnframt er sú ósk sett fram að kennarar,
nemendur og íbúar standi með þeim í vandasömum störfum. Jóni Reyni
Sigurvinssyni er vel treystandi fyrir skólanum eins og Ingibjörg segir. En
að læðist sú hugsun að hér vestra gildi sú kenning að enginn sé spámaður
í sínu föðurlandi.
Þegar að kreppir í samfélaginu er íbúum nauðsynlegt að standa saman
um hagsmuni sína. Góður framhaldsskóli er ómetanlegur. Allir hafa
hagsmuma að gæta af því að vel takist til. Nemendur eiga mest undir því að
skóli fái frið og ekki ríki deilur um starf hans og stjórnendur. Foreldrar
nemenda eiga talsverðra hagsmuna að gæta einnig. Það er dýrt að senda
börn í burtu. Auk þess minnka líkur umtalsvert á því að þeir sem leita í
framhaldsskóla annars staðar skili sér aftur heim.
En allt samfélagið á Vestfjörðum hefur hagsmuni af því að hér sé og
verði starfræktur góður framhaldsskóli. Honum fylgja störf menntaðs
fólks, kennara og stjórnenda. Skóli hefur áhrif langt út fyrir veggi sína.
Takist vel til verða þau uppbyggileg fyrir samfélagið.
Stöndum vörð um Menntaskólann á Ísafirði.