Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 200712
Námsstyrkur til
vestfirskra kvenna
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr
Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur. Tilgang-
ur sjóðsins er að veita vestfirskum konum
námsstyrki. Sjóðurinn styrkir nám á sviði
menningar og lista hérlendis sem erlendis.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2007.
Umsóknum ásamt námsvottorðum, stað-
festingu og upplýsingum um fyrirhugað
nám sendist til undirritaðra.
Sigrún Guðmundsdóttir
Hjallavegi 23, 400 Ísafjörður
Netfang: sigrunogbiggi@simnet.is
Jón Reynir Sigurvinsson,
Menntaskólanum á Ísafirði
Pósthólf 97, 400 Ísafjörður
Netfang: jon@misa.is
Ræstingar
Hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ
er laus 100% staða starfsmanns við ræst-
ingar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
VerkVest og stofnanasamningi HSÍ.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Fjórð-
ungssjúkrahússins á Ísafirði. Öllum um-
sóknum verður svarað og farið með þær
sem trúnaðarmál.
Frekari upplýsingar gefur Guðrún Krist-
jánsdóttir, ræstingarstjóri í síma 450 4500.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2007.
Hugað að skógrækt sunnan Tunguár
Sumarstarf Skógræktarfélags Ísafjarðar er hafið og verður plantað á svæði sem félagið fékk úthlutað,
sunnan Tunguár. „Til stendur að Jón Heimir Hreinsson planti fyrir okkur í sumar, en ekki verða
starfsmenn í því að setja niður tré fyrir félagið,“ segir Sigríður Steinunn Axelsdóttir, sem er í skógrækt-
arfélaginu. Önnur hefðbundin sumarstörf félagsins er tiltekt í Simsongarði í Tungudal. Undanfarin ár
hefur skógræktin verið að gróðursetja um 8-10 þúsund plöntum, að megninu til birki, sitkagreni og
fura. Skógræktarfélag Ísafjarðar var stofnað árið 1945 af áhugafólki um verndun skógarleifa og ræktun
nýrra skóga. Magdalena Sigurðardóttir hefur verið formaður félagsins frá árinu 1977.
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Vestfjörðum var 29 í maí, eða
0,7% af áætluðum mannafla
svæðisins. Þetta eru svipaðar
tölur og í apríl, en atvinnu-
lausum fjölgaði um einn milli
mánaða. 1,3% vestfirskra
kvenna voru atvinnulausar í
maí samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar, en í apríl voru
það 1,4%. Atvinnulausir karl-
ar á Vestfjörðum voru 0,3%
áætlaðs mannafla í maí, en
voru 0,4% í apríl. Ef miðað er
við maí 2006 minnkar at-
vinnuleysið á Vestfjörðum um
0,9%, og er meðaltal atvinnu-
lausra síðasta árs 32, eða
0,8%. Atvinnuleysi á landinu
öllu í maí var 1,1%.
Flestir voru atvinnulausir í
Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð og
Bolungarvíkurkaupstað, eða
sjö í hverju sveitarfélagi. Þrír
voru skráðir atvinnulausir í
Strandabyggð, tveir í Tálkna-
fjarðarhreppi og einn í Kaldr-
ananeshreppi. Engir eru skráð-
ir atvinnulausir í öðrum sveit-
arfélögum Vestfjarða. Laus-
um störfum fækkaði töluvert
á Vestfjörðum milli apríl og
maí, fóru úr 36 í 22. Það eru
hinsvegar fleiri störf en voru í
boði í maí á síðasta ári, en þá
voru 20 laus störf.
0,7% atvinnuleysi á Vestfjörðum
Hlaupið af stað.
Nýfæddar og níræðar
saman í kvennahlaupi
270 konur á öllum aldri tóku
þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ, sem
haldið var á Ísafirði á laugar-
dag. Þetta er lítilsháttar aukn-
ing frá síðasta ári, þegar þátt-
takendur voru 260 talsins.
Elsti keppandinn sem skráði
sig til leiks í ár er 90 ára gömul,
og yngstu þátttakendurnir enn
í barnavögnum. Að vanda var
skipulagning hlaupsins í hönd-
um blakliðsins Skellanna, en
þetta var í 18. sinn sem
Kvennahlaupið fer fram á
Ísafirði.
„Stemmningin var frábær,“
segir Margrét Eyjólfsdóttir í
Skellunum. „Veðrið var æðis-
legt, 12 stiga hiti, blankalogn
og örfáir regndropar duttu á
okkur í lokin, en þetta var
ekta hlaupaveður. Gæti ekki
verið betra.“ Konurnar byrj-
uðu á að hita upp við íþrótta-
húsið á Torfnesi áður en þær
spruttu úr spori, eða gengu af
Þátttakendur fóru hver á sínum hraða.
stað, allt eftir getu hverrar og
einnar. Hægt var að velja um
þrjár vegalengdir, þrjá, fimm
eða sjö kílómetra.
Um 16.000 konur tóku þátt
í Kvennahlaupinu sem haldið
var á 90 stöðum um allt land.
Þá gátu íslenskar konur hlaup-
ið á um 18 stöðum víðs vegar
um heim. Kvennahlaupið er
útbreiddasti og fjölmennasti
íþróttaviðburðurinn hér á
landi en stærstu hlaupin eru í
Garðabæ, Mosfellsbæ, á Ak-
ureyri og á Ísafirði. Yfirskrift
hlaupsins að þessu sinni var
„Hreyfing er hjartans mál“,
en hjarta- og æðasjúkdómar
eru algengasta dánarorsök
kvenna og draga fleiri konur
til dauða en allar tegundir
krabbameins samanlagt. Kon-
ur sem hreyfa sig daglega geta
minnkað áhættuna á krans-
æðastíflu um 30%.
– tinna@bb.isAllir þátttakendur fengu verðlaunapening að hlaupi loknu.