Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 200714
Sýning á verkum myndlist-
armannsins Kristins E. Hrafns-
sonar var opnuð í sal Lista-
safns Ísafjarðar í Gamla sjúk-
rahúsinu á Ísafirði á laugar-
dag. Ferðalagið og áttirnar eru
þráður í gegnum sýninguna,
og þá sér í lagi drottning átt-
anna, sjálft norðrið og hægt
að segj að norður sé yfirskrift
sýningarinnar. Það er óhjá-
kvæmilegt að sigla, segir í
ljóði eftir Sigurð Pálsson og
þá ljóðlínu notar Kristinn í
eitt verkanna. Hann segir ljóð-
línuna lýsa vel að mannskepn-
an eigi alltaf að vera leitandi
og setningin gangi upp bæði í
eiginlegri sem óeiginlegri
merkingu.
Sýningin var sett upp í gall-
erý I8 í Reykjavík í vetur og
er þetta í fyrsta skipti sem
Kristinn setur sömu sýning-
una upp á tveimur stöðum.
Hann segir sýninguna að
mörgu leyti eiga betur heima
á Ísafirði en í Reykjavík. Þetta
er í fjórða skiptið sem Kristinn
sýnir á Ísafirði. Kristinn E.
Hrafnsson er einna þekktastur
fyrir verk sín á opinberum
vettvangi, útiverk og skúlp-
túra sem unnir eru inn í um-
hverfið. Kristinn stundaði nám
við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands og Akademie
der Bildenden Künste í Münc-
hen í Þýskalandi. Verk hans
er að finna á öllum helstu lista-
söfnum á Íslandi.
– smari@bb.is Kristinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hann var að setja sýninguna upp.
Myndlistarsýning í Gamla sjúkrahúsinu
Hópur barna og unglinga sækir nú námskeið hjá Golfklúbbi Ísafjarðar en að sögn Rögnvalds Magnússonar
leiðbeinanda hefur aðsóknin verið mjög góð. „Það eru um 20 börn í yngri hópnum sem er fyrir 9-12 ára og svo eru
8 í hópnum fyrir 13-16 ára. Það virðist því vera mikill áhugi krökkunum og námskeiðin hafa gengið mjög vel“,
segir Rögnvaldur en hann er nýkominn aftur á íslenska grund eftir að hafa verið að læra golf í lýðháskóla í Dan-
mörku frá áramótum. Meðfylgjandi mynd er af nokkrum ungum og efnilegum kylfingum ásamt Rögnvaldi
Magnússyni á Tungudalsvelli á fimmtudag. – thelma@bb.is
Ungir kylfingar á Ísafirði
Mikil áhugi virðist vera hjá yngri kynslóðinni á golfi á Ísafirði.
Þorskafli dregst saman milli ára
Þorskaflinn á Vestfjörðum í maí dróst saman um tæplega 700 tonn ef miðað er við sama
mánuð síðasta árs. Alls var 1.919 tonnum af þorski landað á Vestfjörðum í maí, á móti
2.596 árið 2006. Er þetta samkvæmt tölum Hagstofunnar. Mest var landað af þorski af
öllum afla, en næstmest af ýsu, eða 1.095 tonnum. 435 tonn voru veidd af steinbít og er
það töluvert minna en veitt var í maí 2006, en þá voru 747 tonnum af steinbít landað á
Vestfjörðum. Athygli vert er að 104 tonnum af rækju var landað, en ekkert var af rækju í
sama mánuði í fyrra. Aðeins var veitt meira af rækju á Vesturlandi nú í maí, eða 274 tonn.
Bein útsending frá Við Djúpið
Rás eitt verður með beina útsendingu frá tónleikum tónlistarhátíðarinnar
Við Djúpið, sem haldnir verða á Ísafirði á laugardag. Á tónleikunum, sem
hafa hlotið nafnið Rás eitt við Djúpið, koma margir kennara hátíðarinnar
fram, m.a. sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson, sem flytur verk eftir
Bach, Evan Ziporyn sem mun spila á gamelan og Tinna Þorsteinsdóttir, en
hún mun flytja nýtt verk Jónasar Tómassonar. „Okkur fannst þetta mjög
spennandi tónlistarhátíð,“ segir Elísabet Ragnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu.
Alþjóðlegir leikarar í tæknilegri sýningu
Æfingar á uppsetningu leik-
félagsins Hallvarðar Súganda
á Suðureyri á Galdrakarlinum
í Oz eru nú í fullum gangi en
frumsýning verður 13. júlí.
„Þetta er stórt og viðamikið
verkefni og margir sem koma
að því. Við spilum þetta mikið
eftir hendinni og munum nota
lýsingu og tæknibrellur með
leikmyndinni, þetta er svolítið
tæknilega flókin sýning“, seg-
ir Rúnar Guðbrandsson, leik-
stjóri.
Leikritið, sem byggt er á
klassískri sögu L. Franks
Baum, verður Sæluhelgarleik-
ritið í ár. Segja má að því
standi alþjóðlegt leikaralið en
fuglahræðuna leikur ung-
verskur vatnsaflsfræðingur og
þýsk kona leikur nornina. Það
verkur athygli þó að fugla-
hræðan kunni ekki stakt orð í
íslensku þegar hún tók við
hlutverkinu. „Hann er að læra
íslensku í gegnum æfingarnar
og er fljótur að læra. Fugla-
hræðan mun þó tala með
hreim en hver veit fyrir víst
hvernig fuglahræður tala hvort
eð er“, segir Rúnar.
Samhliða æfingunum er
verið að gera heimildarmynd
um starfsemi Hallvarðar Súg-
anda. „Kvikmyndagerðar-
maður hefur verið að vinna
að heimildarmynd sem mun
gefa svipmynd af þessari upp-
setningu okkar og bæjarlífinu
í kring.“
Leikfélagið Hallvarður súg-
andi var stofnað árið 1982 en
hafði fyrir þann tíma starfað
innan íþróttafélagsins Stefnis
á Suðureyri. Árið 1989 lagðist
starfsemi félagsins niður og
var ekki virkt þar til það var
endurvakið árið 1998 af áhuga-
sömu fólki um leiklist. Síðan
þá hefur leikfélagið sett upp
að minnsta kosti eina sýningu
á ári sem markar upphaf Sælu-
helgarinnar. – thelma@bb.is Suðureyri við Súgandafjörð.
Siglinganámskeið Sæ-
fara á Ísafirði hafa farið
vel af stað, en þetta er
fjórða árið í röð sem sigl-
ingaklúbburinn heldur
námskeið fyrir börn og
unglinga. Kennarar eru
Haraldur Tryggvason og
Rúnar H. Haraldsson.
Námskeiðin eru ætluð
börnum á aldrinum 9-14
ára. Þátttakendur eru
margir hverjir að koma í
annað sinn enda ríkir al-
menn ánægja með nám-
skeiðin. Ekki eru bara
kenndar siglingar heldur
fá krakkarnir einnig að
fræðast um lífríkið í
fjörunni og eru fengnir
sérfróðir gestakennara til
þess. – thelma@bb.is
Ánægja með siglinga-
námskeið Sæfara
Þátttakendur eru margir hverjir að koma í annað
sinn enda ríkir almenn ánægja með námskeiðin.