Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 20082
Bolungarvík með næst mesta fjöldann
Bolungarvík hafnaði í öðru sæti yfir þátttöku miðað við heildarfólksfjölda í Lífshlaupinu. Þátttakendur voru í 67 af 79
sveitarfélögum landsins. Flestir tóku þátt í Grímsnes- og Grafningshrepp, sem var með 20% þátttöku af sínum sveitung-
um, og í þriðja sæti var sveitarfélagið Hornafjörður. Fram kemur á vef Lífshlaupsins að sú tegund hreyfingar sem var
vinsælust meðal þátttakenda var ganga með 22,85%, líkamsrækt var með 15,62%, skíði með 3,66% og hlaup með
3,39%. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni á vegum Íþróttasambands Íslands sem byrjaði þann 4. mars og
snýst um að fá fólk til þess að huga að daglegri hreyfingu. Markmiðið með átakinu var m.a. að fá fólk til að gera hreyf-
ingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, við heimilisstörfin, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Atvinnulaus-
um fækkar
Vestfirðingum á skrá yfir
atvinnulausa hjá Vinnu-
málastofnun hefur fækkað
um 11 á rúmum hálfum
mánuði. Í dag eru 17 skráðir
atvinnulausir, sjö karlmenn
og tíu konur, en um miðjan
mánuðinn voru það 28
manns. Guðrún Stella Giss-
urardóttir, forstöðumaður
Svæðisvinnumiðlunar á
Vestfjörðum, segir stofnun-
ina ekki hafa neinar skýr-
ingar á þessari fækkun en
tölunum verði að taka með
fyrirvara. „Nokkrir skráðu
sig ekki á tímabilinu 20.-
25. mars og eru því afskráð-
ir. Við höfum ekki skýring-
ar, ef til vill eru einhverjir
farnir til vinnu en hugsan-
legt er að einhver hafi
gleymt að skrá sig og komi
því inn að nýju eftir mán-
aðamót þegar fólk áttar sig
á að það er afskráð“, segir
Guðrún Stella.
Þess má geta að atvinnu-
leysi var minnst á landinu í
febrúar eða 0,6% af áætluð-
um mannafla samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar.
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Vestfjörðum var 21 í febr-
úar eða sami fjöldi og í jan-
úar. Atvinnuleysi kvenna
var 0,9% í febrúar og at-
vinnuleysi karla var 0,4%.
Atvinnulausir karlar voru
átta í febrúar en sjö í janúar
en atvinnulausar konur voru
þrettán í febrúar en fjórtán í
upphafi árs.
– thelma@bb.is
Fiskvinnslan Vísir hf. hef-
ur ákveðið að fresta vinnslu-
stöðvun á Þingeyri um einn
mánuð en fyrirtækið hafði
tilkynnt um fimm mánaða
vinnslustopp, frá 1. maí til
1 október. „Við fengum nýtt
verkefni sem við sáum ekki
fyrir í vetur. Vinnslustopp-
inu verður því frestað um
einn mánuð til að byrja með
en ef vel gengur gæti úr
orðið að það yrði stytt um
mánuð og jafnvel enn meira“,
segir Viðar Friðgeirsson,
rekstrarstjóri hjá Vísi á Þing-
eyri. Aðspurður segir hann
starfsfólkið vera ánægt með
fréttirnar og það sé bjartsýnt
á framhaldið.
„Það þýðir ekkert annað,
svartsýnin dugar nú skammt.“
Vísir hf. er með starfsstöðv-
ar á fjórum stöðum á land-
inu en höfuðstöðvarnar eru
í Grindavík. Tilkynnt var
einnig um vinnslustöðvun
á Húsavík í fimm mánuði.
Að sögn Viðars er þokka-
lega nóg að gera á Þingeyri.
„Þetta svona lafir í því.
Hráefnisöflunin hefur verið
erfið og þá aðallega vegna
brælu og svo tekur tíma að
komast í gang eftir páskana.
Við áttum von á bíl í morg-
un (þriðjudag) með fisk en
hann sat fastur á Steingríms-
fjarðarheiði í nótt. Ökumað-
urinn reyndi að brjótast fyrir
heiðina en svo fór sem fór
og hann varð að bíða mokst-
urstæki sem fóru frekar
seint af stað í morgun þar
sem óveður og hávetur er
þarna.“ – thelma@bb.is
Vinnslustöðvun á
Þingeyri frestað
Þingeyri. Ljósm: Mats Wibe Lund.
Húsið er óaðskiljanlegur hluti byggðarinnar í Miðkaupstað að mati Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Húsafriðunarnefnd leggst ein-
dregið gegn niðurrifi Straums
Húsafriðunarnefnd ríkisins
leggst eindregið gegn því að
Silfurgata 5, ýmist nefnt
Norska bakaríið eð Straumur,
verði rifið. Ísafjarðarbær keypti
húsið til niðurrifs og átti lóðin
að nýtast undir skólalóð.
Nikulás Úlfar Másson, for-
stöðumaður Húsafriðunar-
nefndar, skoðaði húsið og fyrr
í vetur og fundaði með bæjar-
fulltrúum og embættismönn-
um bæjarins. Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar, spurði nefndina í
tölvupósti þann 23. nóvember
2007 hvort nefndin myndi
skyndifriða húsið ef bærinn
gæfi út leyfi til niðurrifs. Svar
nefndarinnar er svohljóðandi:
„Sérstaða Ísafjarðar er mikil
í byggingarsögu þjóðarinnar.
Felst hún aðallega í því að
varðveist hefur heildstæð byggð
frá uppgangsárum bæjarins,
tímabilsins milli 1880 og
1910. Byggðin í Mið- og Hæst-
a-kaupstað ber þessu sérlega
gott vitni og á hún sér fáa líka
á Íslandi. Húsafriðunarnefnd
mælist til þess að Ísafjarðar-
bær láti fullvinna húsakönnun
á eyrinni, að Túngötu, sem
hafin var á árunum 1992-3.
Sú vinna taldist vera skyndi-
könnun, byrjun á verki sem
e.t.v. yrði hægt að vinna meira
ofan í kjölinn í nánustu fram-
tíð, eins og segir í greinargerð
með húsakönnuninni. Húsa-
friðunarnefnd hefur samþykkt
að styrkja gerð húsakönnunar
á Ísafirði með kr. 550.000.
Niðurstöður húsakönnunar-
innar verði síðan notaðar til
að meta byggðina á ofantöld-
um svæðum í heild sinni til
varðveislu. Þannig yrði um-
rædd byggð varðveitt til fram-
tíðar sem mikilvægur þáttur í
bæjarmynd Ísafjarðar.
Húsið að Silfurgötu 5, sem
hér er til umfjöllunar, er óað-
skiljanlegur hluti byggðar-
innar í Miðkaupstað, elsta
þéttbýliskjarna Ísafjarðar.
Húsafriðunarnefnd mælist því
eindregið til þess að húsið
verði ekki rifið heldur verði
því fundið nýtt hlutverk og
ytra byrði þess fært nær upp-
runalegri mynd. Húsafrið-
unarnefnd lýsir hér með vilja
sínum til að koma að þessu
verkefni, bæði með beinu fjár-
framlagi og ráðgjöf, “ segir í
svari nefndarinnar.
– smari@bb.is
Bæjarstjórn Bolungarvíkur
hefur samþykkt að taka lán
vegna framkvæmda við fé-
lagsheimili bæjarins. Fjórir
bæjarfulltrúar samþykktu af-
greiðsluna, tveir voru á móti
og einn sat hjá. Við þetta tilefni
lét Anna G. Edvardsdóttir
bóka fyrir hönd meirihluta
bæjarstjórnar: „Meirihluti
bæjarstjórnar Bolungarvíkur
lýsir yfir furðu sinni vegna
afstöðu Elínar Jónsdóttur til
framkvæmda við Félagsheim-
ili Bolungavíkur, sérstaklega
í ljósi þess að hún samþykkti
framkvæmda- og fjármögn-
unaráætlun þessarar fram-
kvæmdar.“
Elín Jónsdóttir, sem sat fund-
inn í fjarveru Elíasar Jónatans-
sonar, lagði á móti fram eftir-
farandi bókun: „Í ljósi þess
hve fjármögnun verksins er
kostnaðarsöm tel ég að eðli-
legra hefði verið að staldra
við og leita hagkvæmari leiða
til fjármögnunar verksins.“
Um er að ræða óverðtryggt
framkvæmdalán Sparisjóðs
Bolungarvíkur með breytileg-
um vöxtum sem eru 18,85%.
Tekist á um fjármögnun framkvæmda
Víkurbær, félagsheimili Bolvíkinga.