Bæjarins besta - 03.04.2008, Síða 6
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 20086
Vonbrigði
Ritstjórnargrein
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693
og 849 8699, thelma@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, símar 456 4694 og 863 7655, halfdan@bb.is og
Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór
Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
Kveikt á GSM-sendi við Bjarkalund
Kveikt var á nýjum GSM-sendi frá Vodafone við Bjarkalund í Reykhólasveit sem dregur 30
kílómetra á föstudag. Sendinum var komið upp til bráðabirgða við Bjarkalund, en vonir standa til
að varanlegur sendir verði á Hofstaðahálsi við Þorskafjörð og nái þá að miðla yfir stærra svæði.
Uppsetning þessa sendis er hluti af uppbyggingu á GSM-sambandi á stofnvegum sem Fjar-
skiptasjóður stendur fyrir. Fram hefur komið hjá Árna Sigurpálssyni hótelhaldara á Bjarkalundi að
skortur á GSM-sambandi hafi haft mjög neikvæð áhrif á gistinguna. Hann hefur hins vegar góða
ástæðu til að fagna í dag, því nýverið fékk hann einnig ADSL-tengingu á svæðið.
Sextíu fiskar á land í dorgveiði
Dorgað var í gegnum ís á Hólmavatni í Dýrafirði á páskadag.
61 fiskur kom á land og var meðalþyngdin 0.6 kg á fisk.
Mest var veitt af fallegri bleikju. Stærsti fiskurinn vóg rúmlega
þrjú pund, eða 1.54 kg. Fjöldi manna mætti á svæðið, þótt
ekki væru allir að veiða og veðrið var eins og best verður á
kosið, sól og logn. Hólmavatn er vinsæll veiðistaður en
eldisfiski er sleppt í vatnið og er veiði þar nokkuð örugg.
A-sveit Ísafjarðar sigraði í boðgöngu kvenna. Sveitina skipuðu þær Stella Hjaltadóttir, Guðbjörg Rós
Sigurðardóttir og Sólveig G. Guðmundsdóttir. Í öðru sæti var B-sveit Ísafjarðar, skipuð þeim Ingibjörgu Elínu
Magnúsdóttur, Katrínu Sif Kristbjörnsdóttur og Silju Rán Guðmundsdóttur. Í þriðja sæti var C-sveit Ísafjarðar.
Sveitina skipuðu Rannveig Halldórsdóttir, Jóna Lind Karlsdóttir og Kolbrún María Elvarsdóttir.
Sævar og Rannveig Íslands-
meistarar í sprettgöngu
Fjölmenni var við setning-
arathöfnina á fimmtudag og
skemmtu áhorfendur sér hið
besta við að fylgjast með
sprettgöngunni en þar sigruðu
Sævar Birgisson frá Sauðár-
króki og Rannveig Jónsdóttir
frá Ísafirði. Þess má geta að
Rannveig mætti öðrum Ísfirð-
ingi í úrslitum, henni Silju Rán
Guðmundsdóttur.
Veðrið setti aðeins strik í
dagskrána því forseti Íslands,
sem ætlaði að setja mótið,
komst ekki þar sem flugi síð-
degis var aflýst vegna veðurs.
Sömu sögu var að segja um
hátt í 70 þátttakendur sem
höfðu ætlað að fljúga frá bæði
Akureyri og Reykjavík en
fóru á endanum með rútu vest-
ur. Þar á meðal voru nokkrir
sem höfðu ætlað að keppa í
sprettgöngunni.
Akureyringar
sigursælir
Dagný Linda Kristjánsdótt-
ir frá Akureyri og Björgvin
Björgvinsson sigruðu í stór-
svigi á föstudag. Áttu Akur-
eyringar góðan dag og náðu
þremur efstu sætunum í stór-
svigi kvenna. Var samanlagð-
ur tími Dagnýjar Lindu eftir
tvær umferðir 2:08.77. Í öðru
sæti var Tinna Dagbjartsdóttir
á 2:12.80 og í þriðja sæti Kat-
rín Kristjánsdóttir á 2.14.75.
Sigurvegari karla, Björgvin
Björgvinsson, fór brautina á
samanlagt á 2:01.95. Í öðru
sæti var Árni Þorvaldsson,
Ármanni, á tímanum 2:05.04
og Gísli Rafn Guðmundsson,
Ármanni, var þriðji á tímanum
2:05.54. Svíarnir Fredrik
Nordt og Andre Bjoerk náðu
öðrum og þriðja besta tíman-
um, Nordt á 2:02.34 og Bjoerk
á 2:04.75.
Keppt var í svokölluðum
Sandfellsbakka á skíðasvæð-
inu í Tungudal og voru að-
stæður á köflum erfiðar vegna
hvassviðris og skafrennings.
Sama var upp á teninginn á
gönguskíðasvæðinu á Selja-
landsdal og gerði keppendum
erfitt fyrir.
Í 10 km hefðbundinni göngu
pilta 17-19 ára sigraði Akur-
eyringurinn Brynjar Leó Krist-
insson en hann gekk á tíman-
um 00:35:29. Í öðru sæti var
Sigurjón Hallgrímsson, Ísa-
firði, á tímanum 00:35:43 og
í þriðja sæti var Stefán Páls-
son, Ísafirði, á tímanum 00:36:
18.
Í flokki 20 ára og eldri karla
sigraði Andri Steindórsson frá
Akureyri í 15 km hefðbund-
inni göngu. Hann gekk á tím-
anum 00:51:56.25 en í öðru
sæti var Sævar Birgisson sem
gekk á tímanum 00:52:53.50.
Í þriðja sæti var Birkir Þór
Stefánsson, Ströndum, sem
gekk á tímanum 00:54:28.60.
Í flokki kvenna voru gegnir
5 km og þar sigraði Stella
Hjaltadóttir frá Ísafirði á
tímanum 00.18.55. Í öðru sæti
var Sólveig G. Guðmunds-
dóttir, Ísafirði, á tímanum
00.19.48 og þriðja varð Guð-
björg Rós Sigurðardóttir, Ísa-
firði, á tímanum 00.20.40.
Björgvin og Dagný
Linda sigursæl
Dagný Linda Kristjánsdótt-
ir frá Akureyri og Björgvin
Björgvinsson frá Dalvík urðu
á laugardag, Íslandsmeistarar
í svigi á Skíðamóti Íslands
sem fram fer á Ísafirði. Áður
höfðu þau sigrað í stórsvigi.
Var samanlagður tími Dag-
nýjar eftir tvær umferðir
1:41.62 mín. Önnur var Katrín
Kristjánsdóttir, einnig frá
Akureyri, á tímanum 1:42.66
mín. Í þriðja sæti var Selma
Benediktsdóttir, Ármanni, á
tímanum 1:46.36 mín. Dagný
og Björgvin urðu jafnframt
Íslandsmeistarar í alpatví-
Grænlenskir sjómenn
í landvistarbanni
Á þessum degi fyrir 22 árum
Þegar grænlenska rækjuveiðiskipið Nuk var á Ísafirði um miðjan
marsmánuð sl., lentu nokkrir skipverja í slagsmálum við íslensk
ungmenni utan við skemmtistað í bænum. Lögregla kom að og vildi
skakka leikinn en gekk lítt og í skýrslu tilgreinir hún sérstaklega
ódælni sjómannanna. Í kjölfar þessa ritaði bæjarfógeti umboðsmanni
skipanna á Ísafirði, bréf þar sem kunngjört var að skipverjum yrði ekki
heimil landvist milli kl. 8 að kvöldi og 8 að morgni í næstu tvö skiptin
sem skip þetta kæmi til Ísafjarðar. Skipstjóri var þó undanþeginn
þessu. Ástæðan var fyrrnefnd ólæti og mótþrói við lögreglu.[…] BB
náði tali af skipstjóranum Karli Andreassen og spurði hann álits á
málinu. „Ég trúi ekki að þessi ástæða ein sé að baki ákvörðun fógeta“,
sagði hann. „Það getur ekki verið að menn séu svo óréttsýnir, að dæma
heila skipshöfn í landbann vegna slagsmála fárra. Auk þess er það
enginn þeirra manna sem í slagnum voru sem er hér um borð nú–það
hefur að mestu verið skipt um áhöfn eins og við gerum reglulega.“
Skipstjórinn sagði það lengi hafa viðgengist að nokkrir Íslendingar,
einkanlega unglingar veittust að grænlensku sjómönnunum, áreittu þá
og reyndu að niðurlægja á ýmsan hátt.“
Margsinnis hefur það verið gert að umtalsefni í leiðaraskrif-
um BB hversu sinnulausir Íslendingar hafa verið í öllu er
varðar lífríki hafsins. Lengst af snerist tilveran um eitt: fiska
sem mest, sama hvernig að því var staðið. Sem betur fer er
tekið að rofa til. Okkur er orðið ljóst að hafið þolir ekki ótak-
markaða ásókn og glórulausa umgengni. Því fagnaði BB sam-
þykkt Landsambands smábátaeigenda um að hafnar verði
markvissar rannsóknir á hafsbotninum og lífríki hans og sér-
stakri rannsóknastofnun til að annast verkefnið verði komið á
fót á Vestfjörðum ,,þar sem sjávarútvegur er undirstaða mann-
lífs og mikill þekkingarforði er til staðar, auk þess sem stofnanir
með háskólamenntuðu fólki eru stöðugt að eflast,“ eins og
segir í rökstuðningi fyrir tillögunni.
Undirtektir Háskólaseturs Vestfjarða eru afar jákvæðar og
ekki leikur vafi á að rannsóknastofnun af þessu toga myndi
efla háskólastarfið hér til muna. Hið sama verður ekki sagt um
,,hið opinbera“. Haft er eftir Einari K. Guðfinnssyni, sjávarút-
vegsráðherra, að ekki verði stofnuð ný opinber rannsóknastofn-
un á sviði sjávarútvegs. Þá vitum við það! Gamla Hafró er
greinilega í uppáhaldi á sumum bæjum. Sú sjálfsagt ágæta
stofnun hefur þó lítið sinnt því verkefni sem felst í tillögu LS.
Þar þarf að koma nýtt blóð til. Telur ráðherrann ofrausn að
ætlast til þess af ríkisvaldi, sem stöðugt klifar á Ísafjarðarbær
sem byggðakjarna á Vestfjörðum, að háskólasamfélagið hér
verði eflt með rannsóknastofnun, sem allir með einhverja
þekkingu á þessum hlutum telja hér best í sveit setta? Rann-
sóknastofnun, sem þörf var á fyrir löngu. Eða, er kannski ætl-
unin að troða verkefninu inn í háskólasamfélagið í Reykjavík?
Slíkt hefur þegar verið orðað og kæmi ekki á óvart. Svo mörg
eru dæmin um fjölgun starfa á vegum hins opinbera í Reykjavík
á meðan greinarnar eru stöðugt hoggnar af ríkistrénu á
landsbyggðinni. Það verða mikil vonbrigði ef ríkisvaldið nýtir
ekki tækifærið og efnir hluta fyrirheita sinna um byggðakjarna
með stofnun sjálfstæðrar rannsóknastofnunar á sviði sjávar-
útvegs í tengslum við Háskólasetrið á Ísafirði.
Einu sinni var sagt að stjórnmálamaður nokkur hefði í
tilteknu máli sett nýtt Íslandsmet í klúðri. Það er langt í frá að
með skipun þriggja nýrra sendiherra hafi núverandi
utanríkisráðherra slegið met fyrirrennara sinna í þeim efnum.
Gjörningurinn bendir þó til að ráðherrann ætli ekki að láta sitt
eftir liggja til að viðhalda fjölda sendiherranna. Öllum dyrum
skal haldið opnum til að koma útvöldum og uppgjafa póli-
tíkusum allra flokka í þessar eftirsóttu stöður. Ætla mátti, eftir
sendiherraútungun síðustu missera og ára, að nóg væri komið;
að tækifærið til uppstokkunar yrði nýtt þegar við blasir að
fimm til sjö sendiherrar muni láta af störfum á næsta ári.
Tilefnislaus skipun þriggja nýrra sendiherra bendir til að ut-
anríkisráðherra ætli sér að sigla sama sjó og fyrirrennararnir.
Það eru mikil vonbrigði.
s.h.