Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Side 7

Bæjarins besta - 03.04.2008, Side 7
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 7 Sjö vestfirskir meðal fimmtán efstu Sjö vestfirskir bátar eru meðal þeirra fimmtán aflahæstu í febrúarmánuði í flokki smábáta undir 10 tonnum. Samkvæmt samantekt Gísla Reynissonar hjá Fiskifréttum var Ásdís ÍS þriðji aflahæsti báturinn með tæp 46 tonn úr 11 veiðiferðum. Þá var Gullbjörg ÍS með rúm 42 tonn úr 15 ferðum, Björg Hauks ÍS með tæp 39 tonn úr 11 róðrum, Bjarni Egils ÍS með tæp 29 tonn úr 11 ferðum, Berti G með 28 tonn úr 8 róðrum, Hrönn með 24 tonn úr 6 ferðum og Snjólfur ÍS með rúmlega 20 tonn úr 4 veiðiferðum. Bolvíkingar ofarlega að vanda Sirrý ÍS var þriðji aflahæsti smábátur landsins í febrúar með tæp 116 tonn úr 22 veiðiferðum. Þá var Guðmundur Einarsson í sjötta sæti listans með tæp 106 tonn úr 22 róðrum og Björgmundur ÍS í því áttunda með 95 tonn úr 20 róðrum. Allir þessir bátar eru með heimahöfn í Bolungarvík. Frá keppni í risasvigi. keppni. Í flokki stúlkna 17-19 ára sigraði Selma Benediktsdóttir, Ármanni, á tímanum 1:46.36 mín. Í öðru sæti var Silja Hrönn Sigurðardóttir, Austra, á 1:48.03 mín og í þriðja sæti var Emilía Björt Gísladóttir, KR, á 1:52.84 mín. Í flokki pilta 17-19 ára sigraði Stefán Jón Sigurgeirsson á tímanum 1:36.55 mín, í öðru sæti var Jón Viðar Þorvaldsson á 1:36.70 mín og í þriðja sæti var Sigmar Örn Hilmarsson á 1:36.88 mín. Eru þeir allir frá Akureyri. Jón Viðar Þorvalds- son og Selma Benediktsdóttir urðu jafnframt Íslandsmeist- arar í alpatvíkeppni í sínum flokki. Þá var keppt í göngu með frjálsri aðferð og urðu úrslit þar með þeim hætti að í kvennaflokki varð Íslands- meistari Sólveig Guðmunds- dóttir en hún gekk 5 km á tímanum 17:34.10 mín. Í öðru sæti var Stella Hjaltadóttir á tímanum 17:43.80 mín og í þriðja sæti var Silja Rán Guð- mundsdóttir sem gekk á tím- anum 18:27.90 mín. Þær eru allar frá Ísafirði. Í flokki pilta 17-19 ára hampaði Akureyringurinn Brynjar Leó Kristinsson Ís- landsmeistaratitli en hann gekk 10 km á tímanum 33:29. 80 mín. Annar var Sigurjón Hallgrímsson, Ísafirði, á 34: 27.40 mín og í þriðja sæti var Kristinn Þráinn Kristjánsson frá Akureyri á 42:04.60 mín. Íslandsmeistari í flokki karla 20 ára og eldri varð Sævar Birgisson frá Sauðár- króki en hann gekk 10 km á tímanum 33:13.70 mín. Annar var Andri Steindórsson, Akur- eyri, sem gekk á tímanum 33:17.20 mín og í þriðja sæti var Birkir Þór Stefánsson af Ströndum á tímanum 33:11. 80 mín. Sigurvegarar í tví- keppni urðu þau Stella Hjalta- dóttir, Brynjar Leó Kristins- son og Andri Steindórsson. Akureyringar og Ísfirðingar Íslandsmeistarar í boðgöngu Skíðamóti Íslands á Ísafirði lauk á sunnudag með keppni í samhliða svigi og boðgöngu. Keppnin í samhliða svigi var æsispennandi þrátt fyrir að veður væri erfitt á köflum. Í lokaviðureigninni mættust þær Silja Hrönn Sigurðardótt- ir, Austra, og Kristrún María Björnsdóttir, Akureyri. Lauk þeirri viðureign sem sigri Silju Hrannar en Kristrún María varð í öðru sæti og Inga Rakel Ísaksdóttir, Akureyri, í þriðja sæti. Í karlaflokki mættust Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, og Sigurgeir Halldórsson, Ak- ureyri, og sigraði Kristinn Ingi. Sigurgeir varð í öðru sæti en í þriðja sæti varð Björn Ingason, Akureyri. Í flokki 17-19 ár stúlkna var sigurvegari Silja Hrönn Sigurðardóttir, Austra. Önnur varð Íris Guðmundsdóttir, Ak- ureyri, og þriðja Selma Bene- diktsdóttir, Ármanni. Í flokki pilta 17-19 ára sigraði Björn Ingason, Akureyri, en annar varð Ágúst Freyr Dansson, einnig frá Akureyri. Í þriðja sæti varð Brynjar Jökull Guð- mundsson, Víkingi. Björgvin Björgvinsson, Dalvík, og Dagný Linda Krist- jánsdóttir, Akureyri, sem bæði hampa þreföldum Íslands- meistaratitli á Skíðamótinu í ár, hættu bæði keppni. Í boðgöngunni urðu úrslit þau að A-sveit Skíðafélags Akureyrar bar sigur úr býtum en hana skipuðu Andri Stein- dórsson, Jón Þór Guðmunds- son og Brynjar Leó Kristins- son. Gengu þeir 3 x 7,5 km á tímanum 1:19:14.50. Í öðru sæti var A-sveit Skíðafélags Ísfirðinga en hana skipuðu Sigurjón Hallgrímsson, Ólaf- ur Th. Árnason og Kristbjörn R. Sigurjónsson. Gengu þeir á tímanum 1:23:20.90. Í þriðja sæti var B-sveit Skíðafélags Akureyrar sem gekk á tíman- um 1:25:48.70. Hana skipuðu Baldur Helgi Ingvarsson, Gísli Einar Árnason og Ólafur H. Björnsson. Í boðgöngu kvenna voru gengnir 3 x 2,5 km og sigraði A-sveit Ísafjarðar á tímanum 28:16.00. Sveitina skipuðu þær Stella Hjaltadóttir, Guð- björg Rós Sigurðardóttir og Sólveig G. Guðmundsdóttir. Í öðru sæti var B-sveit Ísa- fjarðar á tímanum 31:29.20, skipuð þeim Ingibjörgu Elínu Magnúsdóttur, Katrínu Sif Kristbjörnsdóttur og Silju Rán Guðmundsdóttur. Í þriðja sæti var C-sveit Ísafjarðar á tíman- um 35:39.05. Sveitina skip- uðu Rannveig Halldórsdóttir, Jóna Lind Karlsdóttir og Kol- brún María Elvarsdóttir. Þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður þótti mótið takast vel. – thelma@bb.is Frá keppni í sprettgöngu sem var fyrsta keppnisgrein mótsins.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.