Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 200810 „Ég var einfaldlega allt of drykkfelldur. Ég þurfti mjög mikið að skemmta mér, skemmta mér í óhófi myndi ég segja. Ég fór á Ísa- fjörð, komst í það lastabæli, og var á Guðrúnu Jónsdóttur með Adda Kitta Gau. Þá var lifað mjög hátt. Menn bara fóru með hýruna í landlegunni, komu í land og héldu kannski til í leigubíl í sólarhring.“ Reynir Traustason – sjóarinn sem kom inn úr kuldanum Reynir Traustason ritstjóri DV á fremur óvenjulegan feril að baki. Að minnsta kosti þegar um mann í hans stöðu er að ræða. Hann var í áratugi sjó- maður á Vestfjörðum en venti sínu kvæði í kross á miðjum aldri og gerðist blaðamaður og rithöfundur. Kannski ekkert einsdæmi sosum, en frami Reynis á þessum sviðum varð skjótari og meiri en venjulegt getur talist. Á árum áður fyrir vestan var Reynir Traustason einkum þekktur sem stýrimaður og skipstjóri á togara, formaður Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar og fréttaritari DV á Flateyri og Vestfjarðamiðum. Svo flutti hann suður eins og svo margir fyrir hálfum öðrum áratug eða svo, fór suður í Þorlákshöfn með familíuna og bátinn sem hann var búinn að kaupa ekki alls fyrir löngu, og þar héldu menn að hann myndi dunda sér við fiskirí og hverfa smátt og smátt úr huga fólksins fyrir vestan. En svo var hann allt í einu orðinn einn af kröftugustu blaðamönnum DV þess tíma, fiskinn á fréttir, eftirgangssamur í málum og undrafljótt orðinn fréttastjóri. Höfundur metsölubóka. Á undanförnum árum hefur hann orðið einn af þekktustu mönnum fjölmiðlaheimsins íslenska, komið víða við á þeim vettvangi og vissulega ekki siglt lygnan sjó. Núna er hann kominn um hálfsextugt og kappið virðist meira en nokkru sinni fyrr. Þá er nokkuð sagt. Texti: Hlynur Þór Magnússon Ljósmyndir: Sigurður Guðmundsson /DV Reynir Traustason er ekki Vestfirðingur að uppruna eins og margir kynnu að halda. Hann fæddist á Búrfelli í Hálsasveit árið 1953 og þarna í uppsveitum Borgarfjarðar átti hann heima fyrstu æviárin. Fimm ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Flat- eyrar og minnist þess ekki að hafa séð sjóinn fyrr en þá. Móðir Reynis er Sigríður Sig- ursteinsdóttir, sem er enn bú- sett á Flateyri. Faðir hans var Jón Trausti Sigurjónsson, sem andaðist langt um aldur fram árið 1978. „Við vorum hjá afa og ömmu sem bjuggu á Búrfelli en þegar foreldrar mínir settu saman heimili fluttum við vestur og vorum fyrstu mánuðina í Torfahúsinu á Flateyri, þar sem var frægur draugagang- ur“, segir Reynir um æsku sína. „Eftir nokkra mánuði í Torfahúsinu fluttum við upp á Kamb og seinna byggði pabbi raðhús við Drafnar- götu.“ – Lentir þú í draugagangin- um? „Já, ég taldi mér trú um það. Þar gekk ljósum logum dönsk kona sem átti að hafa heitið Lotta og hefði fyrirfarið sér. Barnssálin er viðkvæm og trúgjörn og manni var sagt að þarna væri draugagangur.“ – Trúirðu því enn? „Jaaaá, svona hálft í hvoru. Seinna þegar ég var tíu-ellefu ára taldi ég mig hafa séð þessa konu. Æskufélagi minn var Friðbert Traustason, sem núna er formaður Samtaka banka- manna, og við gistum stund- um hvor heima hjá öðrum eins og gengur. Við höfðum þá áráttu að fara út á nóttunni og helst að fara upp að kirkju- garðinum í þeirri von að yfir- vinna óttann við hið óþekkta. Ég man eftir því að hafa séð konu í glugganum á Torfahús- inu sem ég trúi enn í dag að hafi verið Lotta. Sennilega hafa ungir drengir á Flateyri sjaldan hlaupið eins hratt og þá nótt. Friðbert átti heima í kaupfélagsstjórahúsinu lengst niðri á Odda – Trausti Frið- bertsson pabbi hans var kaup- félagsstjóri – og við þurftum að fara framhjá Torfahúsinu til að komast upp eyrina í þessi næturævintýri okkar, sem voru venjulega ekki önnur en þau að reyna að sigra óttann.“ Fyrst eftir komuna til Flat- eyrar var faðir Reynis á sjón- um en kom fljótlega í land. „Hann var um tíma á eldgömlu togurunum á Flateyri, gamla Gylli og gott ef ekki Guð- mundi Júní. Einhverjar sögur sagði hann mér af sjónum. Síðan varð hann verslunar- stjóri í Kaupfélaginu. Hann var fatlaður, hafði fengið berkla í annan fótinn þegar hann var barn og var með staurfót. Undravert að hann skyldi geta stundað sjómenn- sku með þá fötlun. Hann átti sæti í hreppsnefnd og var nokkur þorpshöfðingi. Maður græddi náttúrlega á því.“ veginum á Ísafirði. Hann var skemmtilegur karl og góður kapteinn. Mér er minnisstætt varðandi Garðar, að hann dreymdi í teiknimyndum og hafði mjög gaman af því að segja frá þessum teiknimynda- draumum sínum. Hann dreymdi ekki raunverulegt fólk heldur teiknaðar fígúrur ef marka mátti sögurnar hans. Ég þekki ekki önnur dæmi um slíkt. Þetta var helvítis puð á köfl- um. Við fengum ákveðið fyrir hvern fisk, við flöttum og söltuðum úti á sjó og ég man að það var tíkall á fiskinn. Ég held að ég hafi haft sæmilega afkomu þetta sumar. Samt var þetta einhvern veginn þannig að ég gat aldrei hugsað mér að vera sjómaður. Það leiddi bara eitt af öðru. Það var úti- lokað mál að ég færi að vinna í frystihúsi og þá var ekkert annað en sjórinn. Í þessum heimi sem sjávarþorpið var átti maður bara þessa tvo kosti.“ Konungur rolluhausanna „Að vísu var ein undantekn- ing hjá mér þegar ég var eitt- hvað fimmtán-sextán ára. Þá vann ég í sláturhúsinu á Ísa- firði í sláturtíðinni eitt haustið og var gerður að verslunar- stjóra. Þá var Jóhann T. Bjarnason kaupfélagsstjóri og ég fékk að vinna með honum við að selja slátur. Hann var við þetta sjálfur og ég var hægri hönd hans. Þá fékk ég einhver mestu völd sem mér hafa hlotnast á ævinni. Það fólst í því að ég gat úthlutað rolluhausum hægri vinstri til þeirra sem mér var vel við. Það var margt reynt til að koma sér í mjúkinn hjá mér því að ég hafði vald yfir kinda- hausum sem voru seldir á slikk. Lambahausarnir voru dýrari. Þetta var fín tilbreyting frá sjómennskunni en stóð ekki lengi. Samt var aldrei inni í myndinni að vera sjómaður. En ég var hættur í skóla sex- tán-sautján ára og þá var ekkert annað að gera en fara á bátana, Ásgeir Torfason aðra þessa smærri báta sem þarna voru. Ég man að þegar ég var kokkur á einhverjum af þess- um bátum kom ég í Kaupfé- lagið og hitti þar Emil R. Hjartarson skólastjóra, sem spurði hvort ég þyrfti ekki að „komast í hólinn“ til að hafa eitthvað upp úr þessu. Mér fannst þetta alveg fráleit spurning því að ég var á sjón- um bara til bráðabirgða. En svo fór ég að hugsa – kannski væri nú réttast að fara í Stýri- mannaskólann og reyna að komast í þennan hól. Maður einhvern veginn sá aldrei út yfir fjörðinn og fjöllin og var alltaf að þvælast í þessari sjó- mennsku og það endaði með því að ég fór í Stýrimanna- skólann. Það þýddi á hinn bóginn að komin var ákvörð- un að vera einhver ár á sjón- um. Þegar upp var staðið voru árin orðin tuttugu og fimm. Eftir skólann á Flateyri var ég einn vetur á Núpi í Dýra- firði og tók held ég þriðja bekk gagnfræðaskóla en kláraði al- drei gagnfræðapróf. Ég var kominn yfir tvítugt þegar ég fór í Stýrimannaskólann.“ Drykkfelldur og erfiður unglingur – Kom aldrei til álita að halda áfram í skóla þegar þú varst unglingur eða varstu frá- bitinn því eins og svo margir á þeim aldri? „Ég var einfaldlega allt of drykkfelldur. Ég þurfti mjög mikið að skemmta mér, skemmta mér í óhófi myndi ég segja. Ég fór á Ísafjörð, komst í það lastabæli, og var á Guðrúnu Jónsdóttur með Adda Kitta Gau [Guðjóni Arnari Krist- jánssyni, núverandi alþingis- manni og flokksformanni Frjálslynda flokksins]. Þá var lifað mjög hátt. Menn bara fóru með hýruna í landleg- unni, komu í land og héldu kannski til í leigubíl í sólar- hring. Þá var lenskan að fara á rúntinn í leigubílum. Sá ágæti maður Ásgeir G. Sigurðsson, sem alltaf var nefndur Geiri keila, var með lúxusvagn þar sem hægt var að renna niður rúðunum án þess snúa hand- fangi. Jón bóndi var líka með leigubíl. Ég man – þó að mað- ur eigi auðvitað ekki að vera að segja af sér fylliríissögur – að einhverju sinni var ég búinn að vera á rúntinum með Jóni bónda alla aðfaranótt páska- dags og var ekkert á því að sleppa bílnum um morguninn. Það endaði með því að gamli maðurinn ákvað bara að ég kæmi með honum heim í páskaboð og ég fékk kaffi og tertur með honum. Svo var bara haldið áfram að rúnta. Þarna var ég sautján ára gamall. Ég var mjög erfiður unglingur. Ég þurfti að horfast í augu við það síðar, að Bakk- us stjórnaði allt of miklu í mínu lífi. Ég hélst illa við heima og vildi vera í ævintýr- um einhvers staðar handan fjalla. Og var náttúrlega farinn að heiman upp úr sextán ára aldri og farinn að stunda sjó frá Ísafirði. Kom heim öðru hvoru og olli örugglega for- eldrum mínum talsverðum ama og angri.“ Þingeyrarferðin endaði á Hjálp- ræðishernum – Fyrrnefndur Ásgeir G. Sigurðsson sagði mér frá því í viðtali á sínum tíma, að stund- um hefðu góðglaðir sjómenn með alla hýruna í vasanum beðið hann um að fara með þá á límósínunni á rúntinn hring- inn í kringum landið. „Einu sinni lagði ég af stað með honum í slíka ferð. Gylfi Traustason, bróðir Friðberts æskuvinar míns, var þá út- gerðarmaður og hafði yfir að ráða mjög góðu ávísanahefti. Eitt sinn vildi hann fara ásamt okkur fleirum frá Ísafirði til Ömurlegt að vera í fiskvinnslu – Byrjaðirðu strax á sjónum þegar þú fórst að vinna? „Ég vann í frystihúsinu þeg- ar ég var um ellefu ára aldurinn og var í því að spyrða keilu og í öðru viðbjóðslegu stússi. Komst fljótlega að þeirri nið- urstöðu að það væri ekki þess virði, lágt kaup og yfirleitt ömurlegt starf að vera í fisk- vinnslu. Tólf ára var ég kom- inn á færabát með Gunnari Valdimarssyni, bát sem hét Frægur. Ég var drullusjóveik- ur allt þetta sumar og maka- laust að halda það út. Síðan hef ég ekki þolað kjölvatns- lykt. Ekki heldur lyktina af Half and Half píputóbaki sem Gunnar reykti eins og stromp- ur. Þetta var helvíti erfitt sum- ar. Sumarið eftir, árið sem ég fermdist, vorum við tíu saman á Hinrik Guðmundssyni, sem var hundrað tonna trébátur á skaki í útilegu.“ – Fylgdi sjóveikin þér alla tíð? „Nei, bara þetta fyrsta sum- ar. Aðstaðan um borð í Hinrik Guðmundssyni var kannski ekki mjög skemmtileg. Við sváfum í lúkarnum og settum alltaf drulluga og sloruga vinnuvettlinga á hitarörin í lúkarnum þannig að þú getur ímyndað þér lyktina. En það var nú aðeins framan af sumr- inu. Garðar Jónsson var skip- stjóri, bróðir Jóns Kr. á Hlíðar-

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.