Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 11
„En Guðmundur má eiga það, að hann er búinn að koma allri þessari
fjölskyldu í flesta stjórnmálaflokka. Einhvern tímann fyrir mörgum
árum var félagatali Framsóknarflokksins laumað inn á DV og ég fór að
blaða í þessum ósköpum. Þá sá ég að Halldóra kona mín var skráð í
Framsóknarflokkinn og að minnsta kosti tvö af börnunum okkar.“
að sjá leikrit á Þingeyri og
Geiri var kallaður til með límó-
sínuna. Með okkur var Leifur
Björnsson, sem núna er einn
af eigendum World Class, fað-
ir Björns Leifssonar sem
kenndur er við það fyrirtæki.
Leifur var þá fjölskyldumaður
og ábyrgur skipstjóri á smá-
bát. Líka var í þessari ferð
Steingrímur Stefnisson, sem
núna rekur Catalínu í Kópa-
vogi.
Leikritið á Þingeyri átti að
byrja klukkan níu en við kom-
um þangað tíu mínútur yfir.
Þá sagði Gylfi að við færum
sko ekkert að fara inn á miðja
sýningu, við skyldum bara
halda áfram til Reykjavíkur,
sem hafði þó aldrei verið ætl-
unin. Þá var Reykjavík lengra
undan en núna, ætli það hafi
ekki verið góðir tíu tímar að
keyra þetta. Þegar Gylfi segir
þetta með Reykjavíkurferð-
ina, þá segist Leifur þurfa fyrst
að fá veðurspá. Geiri var með
talstöð og kallaði upp Ísafjarð-
arradíó og fékk veðurspá.
Spáð var stinningskalda og
þá sagði Leifur að þetta væri í
góðu lagi – við bara förum
suður.
Þetta var mikil ævintýra-
ferð. Ég man að við vorum
komnir einhvern tímann um
morguninn til Reykjavíkur og
gistum á Hjálpræðishernum.
Leifur var síðan í leigubílnum
með Gylfa hringinn í kringum
landið. Leiðir okkar skildi hins
vegar í Reykjavík. Ég hafði
þó þá ábyrgð að koma mér
vestur aftur og á sjó. En þeir
héldu áfram og mig minnir að
þetta hafi verið hálfs mánaðar
túr hjá þeim.“
Síðasti bjórinn
– Þú varst erfiður, brennivín
og allt það, hvenær lagaðist
það?
„Þetta lagaðist áður en ég
fór á annað stigið í Stýri-
mannaskólanum tuttugu og
þriggja ára gamall. Þá gerðist
ég ráðsettur og fór að verða
eins og maður. Ég var alltaf
einhvern veginn svo villtur.
Ég var svo sem ekkert í nein-
um afbrotum heldur aðallega
í því að slást á böllum og
kunni ekkert með áfengi að
fara. Það fylgdi mér nú að
einhverju leyti fram eftir aldri
en þegar ég var 39 ára hætti
ég alveg. Ég var kominn að
þeirri niðurstöðu að ég hefði
ekkert út úr brennivíninu.
Það var um miðja nótt sem
ég ákvað að hætta. Ég átti
eftir einn bjór í ísskápnum og
ákvað að drekka hann þegar
ég vaknaði um morguninn og
síðan væri ég hættur. Það hef-
ur alveg gengið þessi fimmtán
ár og ég er guðslifandi feginn.
Ég get samt alveg umgengist
fólk undir þeim kringumstæð-
um. Ég hef ekkert á móti
drukknu fólki. Nema sjálfum
mér.“
Fjölskyldan
– Þú festir ráð þitt þegar þú
varst í Stýrimannaskólanum
...
Já, ég náði mér í skipstjóra-
dóttur frá Ísafirði, Halldóru
Jónsdóttur, Símonarsonar,
ættaða annars vegar úr Bol-
ungarvík og Skálavík og hins
vegar af Hornströndum. Það
er góð genablanda. Hún er
alger Vestfirðingur að ætt en
ég á engar ættir fyrir vestan.
Halldóra er bróðurdóttir Jóa
Sím, skipstjóra á Bessanum í
Súðavík. Hún er komin af
sjósóknurum eins langt aftur
og séð verður. Mér þótti skyn-
samlegt að blanda bændakyn-
inu mínu saman við sjóara-
kynið hennar. Það hefur gefist
ágætlega. Við eigum fimm
börn sem eru öll hið besta
fólk.
Róbert (33 ára) er elstur.
Hann er ljósmyndari og yfir
ljósmyndadeildinni hjá tíma-
ritaútgáfunni Birtingi og DV.
Hann fór snemma í ljósmynd-
irnar og hefur náð fínum ár-
angri. Hrefna Sigríður (30 ára)
býr í Danmörku. Maður henn-
ar er Guðmundur Hallsson,
skipstjóri á nótaskipi þar.
Síðan kemur Jón Trausti (27
ára), sem hefur verið einkenni-
lega samferða mér. Hann byrj-
aði átján ára á DV og síðan á
hann eiginlega sama feril og
ég. Hann var á Fréttablaðinu
og svo aftur á DV áður en ég
náði honum sem aðstoðarrit-
stjóra á Mannlíf. Svo stofnuð-
um við saman tímaritið Ísafold
þar sem hann var ritstjóri með
mér. Eftir það fór ég aftur á
Mannlíf en Jón Trausti varð
eftir á Ísafold þar til hann kom
sem meðritstjóri minn á DV.
Það er ágætt að hafa þessa
kynslóð með sér. Hann er
heimspekingur að mennt og
við höfum alltaf getað unnið
mjög vel saman.
Símon Örn (19 ára) er að
útskrifast frá Menntaskólan-
um í Hamrahlíð í vor. Loks er
örverpið okkar, Harpa Mjöll
(11 ára).“
Kominn í hólinn
– Þú hefur væntanlega „kom-
ist í hólinn“ þegar þú varst
búinn með Stýrimannaskól-
ann ...
„Þegar ég var búinn með
skólann 1977 fórum við til
Flateyrar og ég réð mig á Gylli
sem annar stýrimaður hjá
Grétari Kristjánssyni skip-
stjóra. Það þýddi að maður
var á dekki sem nokkurs konar
verkstjóri. Á þessum döllum
voru tvær vaktir, bátsmaður
með aðra og annar stýrimaður
með hina. Síðar varð ég fyrsti
stýrimaður en aldrei skipstjóri
þann áratug sem ég var á Gylli.
Þá var nánast útilokað að vinna
sig upp í að verða skipstjóri.
Á þessum árum frá því kring-
um 1977 og fram um 1985
var nákvæmlega engin hreyf-
ing á mönnum. Allir héldu í
plássin sín enda höfðu menn
gullgrafaratekjur og það lá við
að maður þyrfti að hlusta á
dánartilkynningar til að finna
pláss til að verða meira en
háseti eða annar stýrimaður.
Stundum voru upp í sex-sjö
réttindamenn um borð.
Mig minnir að það hafi
verið 1988 sem ég fór á Slétta-
nesið á Þingeyri sem fyrsti
stýrimaður og leysti af sem
skipstjóri. Ég varð aldrei fast-
ur skipstjóri á togara og var í
rauninni löngu búinn að fá
nóg af sjómennskunni. Að
vísu man ég að mér fannst
spennandi tilhugsun að verða
skipstjóri en þegar maður var
búinn að prófa það var niður-
staðan sú að þetta væri kann-
ski ekki alveg toppurinn á til-
verunni. Hugurinn var löngu
farinn að leita í land.“
Þá svitnuðu
Flateyringar
„Ég hætti á Sléttanesinu
1993 og keypti bát frá Hólma-
vík sem ég nefndi Jón Trausta
og var með hann í eitt ár, en
var á þeim tíma orðinn ákveð-
inn í því að koma mér í blaða-
mennsku. Þegar ég var á Gylli
var ég fréttaritari DV á Flat-
eyri, byrjaði 1983 og hafði
rosalega gaman af þessu. Þetta
lyfti mér upp úr amstrinu að
fara út í þorpið með mynda-
vélina og teipið og skrifa bara
eitthvað. Fara bara að leita
frétta. Það er held ég besti
skólinn, að vera á stað þar
sem ekki er mikið að gerast á