Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 200812
heimsvísu og þurfa að finna
fréttirnar. Þetta varð hálfgerð
árátta. Mér var alveg sama þó
að ég fengi ekkert borgað, ég
vildi skrifa fréttir og sjá þær
birtast á prenti.
Framan af kostaði þetta mig
dálítil ónot frá einstaka fólki
heima því að mér fannst að ég
ætti að segja frá hlutunum eins
og þeir voru. Menn voru vanir
því að fréttaritarar væru blaða-
fulltrúar sinna byggðarlaga.
Ég leit aldrei þannig á. Mér
fannst að ég ætti einfaldlega
að segja fréttir eins og þær
lægju fyrir. Ég leit svo á að
það væri ekki mitt hlutverk
að fegra hlutina, ekkert frekar
en að sverta þá.
Stundum skrifaði ég það
sem kallað er viðkvæmar frétt-
ir. Ég man eftir einni óskap-
lega viðkvæmri frétt. Þá var
dagheimilið á Flateyri kært til
barnaverndarráðs, sem mér
fannst nú alveg stórmerkilegt.
Ástæðan var sú að þar var
aðeins eitt salerni en ekki tvö.
Þá svitnuðu Flateyringar. Frá
þessu átti auðvitað ekki að
segja. Það átti bara að segja
frá því þegar kveikt var á
jólatrénu og þegar einhverjir
voru að gera eitthvað gott.“
„Okurbú Vestfjarða“
– Þegar þú berð saman
annars vegar starf fréttaritara
í litlu plássi þar sem allir
þekkja alla og hins vegar starf
blaðamanns á dagblaði á
landsvísu, finnst þér hlutverk
fréttaritarans vandasamara?
„Nei, sem fréttaritari hafði
ég miklu meira svigrúm. Á
þeim tíma var Regína Thorar-
ensen fréttaritari DV fyrir
austan og það þótti alveg við
hæfi að fréttaritarar fengju að
láta skoðanir sínar í ljós í frétt-
unum. Regína gerði það óspart
og var landsþekkt fyrir. Ég
komst að því seinna þegar ég
fór að vinna við blaðamennsku,
að þar var ekki ætlast til þess
að maður væri að álykta mikið
sjálfur í fréttum og helst ekki
neitt.
Dæmi um persónumótaða
frétt er þegar ég skrifaði um
að nýja sundlaugin á Flateyri
væri kynt með svartolíu vegna
þess að rafmagnið frá Orkubúi
Vestfjarða var svo dýrt. Ég
kom því að í fréttinni að fyrir-
tækið væri kallað Okurbú
Vestfjarða og það kostaði mig
einhver ónot frá orkubússtjór-
anum. Fréttina endaði ég með
þeim fádæmum sem ég myndi
aldrei leyfa mér í dag: Ég sagði
að þorpsbúar væru ekkert
hissa á því að notast væri við
svartolíu til að kynda sund-
laugina enda fengju þeir mán-
aðarlega 220 volta sjokk í
pósti frá Orkubúinu.
Svona lagað gerir maður
ekki í dag en manni leyfðist
það alveg þá. Maður sá að
Regína komst upp með allan
fjandann, en ég gerði þetta í
miklu takmarkaðra mæli. Ég
var nokkuð fljótur að temja
mér að halda mig innan hæfi-
legra marka.
Þetta átti strax mjög vel við
mig. Eftir að við fengum fax-
tækið um borð í Gylli var
fréttin komin suður alveg um
Þá var ekkert annað gera en
pakka saman og við fluttum
suður í Þorlákshöfn árið 1994.
Þar var ég með bátinn á humri,
réð skipstjóra en var sjálfur
stýrimaður. Ég entist ekki
nema tvo túra á þessum hum-
arveiðum, sem eru ömurleg-
asti veiðiskapur sem ég hef
komist í fyrr og síðar. Þetta er
einna líkast því að taka upp
kartöflur úti á sjó. Þetta er
eintómur leir og þú þarft að
kafa ofan í þessa drullu til að
ná í þessi humarkvikindi.
Það hafði æxlast þannig, að
sumarið 1992 fór ég inn á
DV. Þá var ég á Sléttanesinu,
alveg hundleiður á þessari sjó-
mennsku og ákvað að fara
suður og vera blaðamaður í
einn mánuð. Það gekk bara
mjög vel, ég náði að skúbba
hægri vinstri og náði fínum
fréttum og fann mig algerlega
í þessu. Gallinn var bara sá,
að ég þurfti að sæta launa-
skerðingu upp á sirka sjötíu
prósent að fara af togaranum.
Blaðamannataxtarnir þoldu
alls engan samanburð við tekj-
ur stýrimanna og skipstjóra.
Ég held að þetta hafi breyst
mikið eftir að kvótinn fór að
segja til sín.
En það var mikil sæla að
vera þarna þennan tíma. Ég
fann að það var einmitt þetta
sem ég vildi gera og kveið því
mjög að snúa á sjóinn aftur.
Sigurdór Sigurdórsson, söng-
varinn ástsæli í eina tíð –
troddu þér nú inn í tjaldið
hja-á mér, María, María –
var fréttastjóri á DV á þessum
tíma. Hann sagði við mig þeg-
ar ég var að kveðja og fara
vestur: Þú kemur aftur. Ég
sagði að það gæti nú orðið
langt í það. Þá sagði hann: Ég
veit að þú kemur aftur, ég veit
bara ekki hvenær það verður.
Þú ert með bakteríuna.
Og það liðu slétt tvö ár. Ég
var alltaf að daðra við þessa
leið og einhver dallurinn fékk
á sig brotsjó eða eitthvað ann-
að fréttnæmt gerðist á sjónum.
Þannig varð ég sjálfkrafa
fréttaritari fyrir Vestfjarðamið
líka og hafði óskaplega gaman
af þessu. Það tók mig eigin-
lega fimm-sex ár að rífa mig
lausan frá sjómennskunni og
yfir í þetta – það var ekki fyrr
en ég var búinn að fá sam-
þykki fyrir því hjá eiginkon-
unni að við myndum herða
sultarólina og ég færi á ein-
hverja blaðamannataxta.“
Neyddur til að fara
– Hvernig gekk útgerðin
þegar þú keyptir bátinn Jón
Trausta?
„Fyrst vorum við með hann
á Flateyri og gerðum út á
rækju og línuveiðar og fleira.
Ætli ég hafi ekki verið tvær
línuvertíðir og bjó við þá afar-
kosti að leggja upp í frystihús
Fiskvinnslunnar Kambs hf. á
smánarverði. Staðan var orðin
þannig, að líklega á ég það
Hinrik Kristjánssyni fram-
kvæmdastjóra Kambs að þakka
að hafa farið í burtu. Það
þrengdi það mikið að okkur
að við sáum okkur ekkert ann-
að fært en að yfirgefa staðinn.
Við vildum gera meiri verð-
mæti úr fiskinum og fara að
selja inn á markað. Það var
nóg af húsnæði sem fisk-
vinnslufyrirtækið Hjálmur hf.
hafði átt og Kambur hafði þá
yfir að ráða. Þar á meðal taldi
ég 23 stæði sem voru laus
fyrir beitningarmenn. Ég vildi
taka á leigu fjögur stæði af
Kambi og kaupa af þeim aðra
þjónustu, en okkur var gerð
grein fyrir því að við fengjum
enga þjónustu nema við legð-
um upp á þessu verði sem
Hinrik ákvað sjálfur.“
Humarkvikindin og DV
hugmynd. Ellert Schram og
Jónas Kristjánsson vildu fá
mig í vinnu en ég hopaði alltaf
undan og tíminn leið. Sumarið
1994 var ég kominn á humar-
inn og þá lenti ég á mjög
dramatískum krossgötum. Í
öðrum túrnum á humrinum
var ég á dekkinu að grafa í
drullunni eftir þessum kartöfl-
um sem hétu humar. Ellert
hafði hringt í mig þá um vorið
og spurt hvort ég væri til í að
koma. Ég kvað svo vera en ég
þyrfti bara að klára humar-
vertíðina og gera eitt og annað
áður en það yrði.
Jæja, ég er þarna á dekkinu
og búinn að grafa eftir þriðja
eða fjórða humarkvikindinu
þegar skipstjórinn kallar og
segir að það sé síminn til mín.
Ég tek af mér vettlingana og
fer og svara í símann. Þá er
það Ellert Schram og spyr enn
hvort ég vilji ekki koma og
vera í sumar að minnsta kosti,
og ég segi enn að ég þurfi að
klára humarinn og það verði
ekki búið fyrr en í júlí-ágúst.
Ellert sagðist þá ekki nenna
að ganga miklu meira á eftir
mér: Þú segist alltaf vera að
koma en þú ert ekkert að
koma. Jú, ætli það sé ekki
bara þannig, svaraði ég, og
síðan kvöddumst við. Ég fór
aftur út á dekk og gróf upp tvo
djöfla í viðbót og hugsaði svo
með mér: Ókey, nú hætti ég
þessu, ég stend ekki í þessari
vitleysu, tók af mér vettling-
ana á nýjan leik, hringdi í Ell-
ert og sagðist koma á mánu-
daginn. Þetta var á föstudegi.“
– Þannig að þú átt eiginlega
Hinrik og humrinum að þakka
hvar þú ert í dag ...
„Ja, ég get þakkað Hinrik
Kristjánssyni það að okkur var
ekki líft á Flateyri. Það var
enginn grundvöllur fyrir út-
gerðinni þar, sem svo hjálpaði
mér til þess að yfirgefa stað-
inn. Að vísu var það með
talsverðum trega. Við kunn-
um afskaplega vel við okkur
á Flateyri og Halldóra sem að
vísu var alin upp í Reykjavík
lifði þarna eins og blómi í
eggi. Hún fór ekkert þaðan
með bros á vör frekar en ég.
Það fylgdu því talsverð innri
átök að þurfa að fara. En – já,
ég get þakkað það bæði Hinrik
og humrinum að hafa álpast í
blaðamennsku.“
Þörfin fyrir að skrifa
– Þú varst farinn að fást við
önnur ritstörf á þeim tíma
þegar þú varst fréttaritari. Ég
man þegar þú varst að fylgja
fréttabréfi Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Bylgjunnar á
Vestfjörðum gegnum prent-
smiðju á Ísafirði ...
„Já, ég man það þegar þú
nefnir það. Ég var formaður
félagsins í sex ár held ég og
þar kom líka fram þessi þörf
fyrir að koma einhverju á
prent, sem hefur alltaf verið í
mér. Við gáfum út svolítinn
fjórblöðung á hverju ári þar
sem greint var frá því helsta á
vettvangi félagsins. Síðan
réðst ég í það stórvirki að gefa
út afmælisblað Bylgjunnar,
sem var nú helvíti merkilegt
blað, og fékk Sigurjón Valdi-
marsson ritstjóra Sjómanna-
blaðsins Víkings til að fram-
leiða í blaðið. Úr þessu varð
alveg sómablað.
En það var farið að segja til
sín miklu fyrr að þurfa að tjá
sig á prenti. Þegar ég var í
Stýrimannaskólanum bjó ég
til bækling um hjálp í viðlög-
um. Við þurftum að fara á
Slysavarðstofuna og kynnast
starfinu þar og hlusta svo á
fyrirlestra hjá læknum. Ég tók
saman glósur úr þessu, næst-
um því heila námsbók, og lét
alla hafa. Og þegar ég var í
barnaskólanum á Flateyri
skrifaði ég sögur í fjölritað
skólablað. Hjörtur heitinn
Hjálmarsson skólastjóri spáði
því að ég ætti eftir að verða
rithöfundur, þetta væru svo
snjallar sögur. Ég sá það nú
ekki beint sjálfur og kannski
virðist þetta ekki merkilegt
þegar maður skoðar það svona
löngu seinna. En þetta voru
þó að minnsta kosti sögur og
maður sér alveg ákveðinn
neista.
Einni sögu man ég vel eftir
sem ég skrifaði og þótti
afskaplega ótrúleg. Það rennur
laxveiðiá niður með Búrfelli
þar sem ég var fyrstu æviárin.
Þar mátti enginn veiða nema
einhverjir burgeisar sem höfðu
ána á leigu. Við stálumst nú
samt alltaf í umboði afa til að
veiða þarna. Einhverju sinni
setti ég í lax en hann sleit hjá
mér. Þá kom fram þrjóskan í
mér og ég þræddi árbakkana
og hætti ekki fyrr en ég fann
girnið og landaði laxinum.
Þetta tók mig marga klukku-
tíma en ég var nógu þrjóskur
eða nógu vitlaus til að gefast
ekki upp fyrr en ég var búinn
að finna girnið og þar með
laxinn. Þessi saga birtist í
skólablaðinu á Flateyri og
vakti mikla aðdáun. Mönnum
fannst það alveg makalaus
þrautseigja sem jaðraði við
heimsku að láta lax slíta hjá
sér og finna svo girnið nokkr-
um klukkutímum seinna og
hnýta það saman og landa lax-
inum.“
Sjálfvirk inn-
ganga í flokkinn
– Pólitíkin, varstu ekki blá-
leitur lengi?
„Jú, ég hugsa það. Annars
var þetta mjög einfalt mál. Ég
var ungur skráður í Sjálfstæð-
isflokkinn án þess að vera
spurður. Einar Oddur, sem var
alla tíð mikill vinur minn, var
þá formaður sjálfstæðisfélags-
Reynir ásamt meðritstjóra sínum á DV, syninum Jóni Trausta.